Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 15

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 15
OG KANNSKI BORGAR SIG LÍKA AD KVARTA ««. En hvað finnst bankamönnum um reynslu þessarar konu? Er það litið alvarlegum augum ef viðskiptavini finnst hann órétti beittur? Fylgjast fyrir- tæki með því hvernig komið er fram við konur sem viðskipta- vini? Benda þau starfsfólki sínu sérstaklega á hvað betur má fara í þessum efnum? „Við teljum það svo sjálfsagt mál að mismuna ekki konum eða körlum að ekki þurfi að taka það fram," segir Brynjólf- ur Helgason aðstoðarbanka- stjóri Landsbankans og for- maður markaðssviðs bankans. „Ef viðskiptavini finnst hins vegar að brotið sé á honum þá tökum við það alvarlega, hvert sem dæmið er, og það mynd- um við að sjálfsögðu gera ef konu þætti henni mismunað vegna kynferðis. Við gerum okkur grein fyrir að einstakl- ingarnir sem starfa hjá okkur eru mismunandi og þar af leið- andi getum við þurft að grípa inn í ef við fáum endurteknar kvartanir sem rekja má til framkomu sama starfsmanns. Við höfum fært fólk til í starfi ef okkur hefur þótt þörf á. Það er í valdi útibússtjóra hvernig hann tekur á kvörtun- um sem til hans berast og ein hlið þessara mála er hve fáar konur eru útibússtjórar og hve fáar konur hafa sóst eftir slík- um störfum. Það er að breytast verulega og ég er viss um að fjölgun kvenna í stjórnunar- stöðum innan bankanna er já- kvæð þróun." Það breytist fátt ef við þegj- um. Ein leiðin sem hægt er að reyna er að láta alltaf vita ef við fáum ekki sómasamlega af- greiðslu. Ef ekki dugar að tala við útibússtjórann eða ef það er hann sem stendur sig ekki í stykkinu er sjálfsagt að láta að- alstöðvar bankans vita. Hver veit nema kvartanirnar beri árangur? ÁBYRODARMENNIRNIR ALLIR KONUR Ekki eru allar bankasögur eins. Stefanía Traustadóttir sem starfar hjá Jafnréttisráði hefur verið íviðskiptum við Alþýðu- bankann síðan um miðjan átt- unda áratuginn og lætur vel af þeim. „Fyrir fimm árum setti ég mér þá reglu að biðja eingöngu konur um að vera ábyrgðar- menn á víxlum og skuldabréf- um hjá mér. Ég er með VISA kort og ábyrgðarmaður trygg- ingavíxilsins er kona, ég er með yfirdráttarheimild og ábyrgöarmaður minn þar er lfka kona og svo hef ég nokkr- um sinnum tekið lán gegn skuldabréfi, þó aldrei hafi upphæðirnar verið ýkja háar. Allir ábyrgðarmennirnir síð- ustu fimm ár hafa verið konur. Ég hef aldrei lent í neinum vandræðum þess vegna, þvert á móti. Ég hef eingöngu reynslu af Alþýðubankanum í þessu samhengi og gerði mér satt að segja ekki grein fyrir að þetta gæti nokkurs staðar verið vandamál fyrr en þú spurðir mig." „Ég vann í Kaupfélaginu heima eitt jólafríið. Á Þor- láksmessu komu margar konur í búðina að kaupa það síðasta til jólanna og stungu því um leið að mér hvaö eiginmaðurinn ætti að kaupa handa þeim ef hann kæmi þar. Um kvöldið streymdu karlmennirnir í búðina, það var Þorlákur í JÓLAGJÖF HANDA ELSKUNNI ... þeim flestum og líf og fjör í þorpinu. Margir voru í vandræðum með að velja jólagjöf handa elskunni sinni og spurðu mig ráða. Þessi jól fengu því flestar konur í þorpinu það sem þær óskuðu sér og allir voru ánægðir." „Jafnréttisáætlanir eru formlega samþykktar áætlanir um aðgerð- ir sem hafa jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla að leiðar- ljósi. Slíkar áætlanir taka fyrst og fremst á stöðu kvenna og karla í atvinnulífinu. í slíkum áætlun- um felst jafnframt viðurkenning á að það sé nauðsynlegt að grípa til sérstakra tímabundinna að- gerða til að raunverulegt jafn- rétti og jafnstaða kvenna og karla náist." (úr: Hvernig næst jafnréttí í atvinnulífinu? Hug- myndir Aðgerðir Áætlanir Fé- lagsmálaráðuneytið Jafnréttis- ráð án ártals) Jafnréttisráð og félagsmála- ráðuneytið áttu frumkvæði að JAFNRETTIS- ÁÆTLANIR því að ráðuneyti og opinberar stofnanir með fleiri en 20 starfs- menn semdu jafnréttisáætlanir til fjögurra ára, þ.e. frá 1.1.'89 til 31.12.'92. Nú hafa um 50 stofn- anir og ráðuneyti skilað inn jafn- réttisáætlunum. f þeim kemur fram hver núverandi staða jafn- réttismála er innan ráðuneytis- ins eða stofnunarinnar, hvaða markmiðum er stefnt að og inn- an hvers tíma. Markmiðin varða stöðuveitingar, launamál, starfs- auglýsingar, námskeið og til- nefningar í nefndir, stjórnir og ráð. FJOLBREYTT VETRARSTARF KRAMHÚSSINS HEFST 10.SEPTEMBER! 1 Dansteikfimi. Sannkölluð upplyfting og heilsubót. Kennarar: Hafdís Árnadóttir, Agnes Kristjónsdóttir, Elísabet Guðmundsdóttir. 2 Afró / Samba. Tímarfyrir dansglaða. Kennarar: Hafdís og Agnes. 3 Jass / Funk. Fyrstaflokks fjör. Kennari: Ásgeir Bragason. 4 Nútímadans. Kraftur, tœkni, kröfur. Kennari: Hany Hadaya. 5 Leiksmiðja Kramhússins. Unnið meðform, rými, spuna, texta, raddbeitingu. Kennarar: Silvia von Kospoth og Ámi Pétur. LISTASMIÐJA BARNA: Tónlist. 6-9 ára. Sóngur, kór, ásláttur, blokkflauta, nótnalestur.K.ennarar: Margrét Pálmadóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir. Leiklist. 7-9 ára og 10-13 ára. Æfintýralegt! Kennarar: Bára Lyngdal og Harpa Arnardóttir. Leikir.Dans.Spuni. 4-6 ára. Heillandi skemmtun fyrir þau yngstu. Kennarar: Bára og Harpa. Jass. 7-9 ára og 10-12 ára. Hér kviknar dansbakterían Kennari: Agnes Kristjóns. Tímabókanir standa yfir í símum 15103 og 17860. Höfum það virkilega gott í vetur.' VIÐ BERGSTAÐASTRÆTi 15

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.