Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 22

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 22
«.»• okkur aldrei hvað þér finnst. Það er ekki rétt sagði hún, mér finnst það sem stendur í vísunni. Hún kunni mikið eftir Steingrím Thor- steinsson, hann er auðlærður og það er hægt að syngja hann. Til dæmis ef einhver fór að gráta og var að kvarta eitthvað við hana, þá sagði hún: Elskan mín góða „Æskuhryggð er eins og mjöll á aprflsdegi, á augabragði einu hún hjaðnar, óðar en fyrir sólu glaðn- ar", þannig er það með grát ykk- ar. Hún gat alltaf komið með eitt- hvað til þess að hugga okkur, fá okkur til þess að sætta okkur við hlutina og til að beita þolinmæði. Bíða rólegar. Vera glaðar. Mamma vann svo fallega og bjó til mjög góðan mat, enda vissi hún af því og var ekkert feimin við að viðurkenna það. Hún sagði oft: Smakkaðu þetta, þetta er gott, ég bjó það til sjálf. Hefurðu séð þetta? Finnst þér það ekki fallegt? Ég gerði það sjálf. Gjörðu svo vel. — Við hlógum að henni og sögðum: Það vantar ekki sjálfs- hólið. Þá sagði hún: Hver á að hrósa manni ef maður gerir það ekki sjálfur, hver á að trúa á mann ef maður gerir það ekki sjálfur. Nóg er nú vanmáttarkendin samt. En fyrst þú, svo hinir, ef þú trúir á þig og ef þú veitir sjálfri þér við- urkenningu þá gera aðrir það lfka. Ein systirin var gefin eða lánuð, ég veit ekki hvað ég á að kalla það, en hún var Iátin í fóstur. Þorsteinn föðurbróðir minn og kona hans höfðu misst barn og konan tók það mjög nærri sér. Þorsteinn vonaði að hún myndi láta huggast ef hún fengi barn í fangið. Við vorum fæddar tvær og þriðja barnið á leiðinni. Þetta þótti svo sjálfsagður hlutur þá að foreldrar mínir létu hann hafa yngra barn- ið. Mamma fór austur og var þar í viku eða 10 daga með barnið en kom svo ein til baka. Ekki hefði ég viljað vera í hennar sporum. Mamma ræddi þetta aldrei, en það var eitt viðbragð sem ég tók eftir: Við urðum svo margar syst- urnar og það var alltaf verið að biðja um börn. Það voru margir sem eignuðust engin börn og hjá okkur var ofgnótt af börnum. Það hlaut því að vera allt í lagi að biðja um barn, það var líka hægt að veita þeim börnum, sem yrðu tek- in, gott og ríkulegt uppeldi. Gefa þeim allt. En pabbi sagði nei. Aldrei framar. Hversu mörg börn sem ég eignast, aldrei framar læt ég barn. Mamma sagði ekkert. Síðan eignuðust fðsturforeldr- ar Unnar systur minnar fimm börn. Hún hafði alltaf mikið sam- band við okkur og við skrifuð- umst á en það er samt allt öðru- vísi. Þau fluttu öll suður þegar Unnur var 17 ára. Ég gleymi því aldrei. Við bjuggum í Réttarholti og þau fluttu á næsta bæ, það var bara yfir Réttarholtsveginn að fara og Unnur kom með allt dótið sitt yfir til okkar, eins og hún hefði aldrei farið að heiman. Flutti heim og féll inn í hópinn eins og ekkert væri. En Þorsteinn sleppti ekkert af henni hendinni. Það var allt í lagi með það, hún mátti vel vera heima hjá foreldr- um sínum og systrum en hann hafði hönd í bagga með öllu sem hún gerði. Við systurnar vorum hvorki hvattar né lattar til náms. Það var ekki mörkuð nein braut fyrir okk- ur. Okkur var fyrst og fremst kennt að bera ábyrgð. Vera með- vitaðar um hvað við værum að gera og vera ábyrgar fyrir öllu sem við tókum að okkur og gera það eins vel og kostur var. Foreldra- valdið var mjúkt en ákveðið og umhyggjusamt. Það var erfitt að brjðta sig undan því og verða sjálfstæð. Eg fór ekki að heiman fyrr en ég gifti mig. Ég fór að vísu þrisvar í vist að vetri til til að vinna fyrir mér. Pabbi réði mig í fyrsta skipti í vist í Laugarnesbarnaskólann veturinn '36. Heimilið var stórt og húsmóðirin hafði lfka þrif skólans á sinni hendi. Og ekki bara það, börnin fengu lánuð öll baðhandklæði, þau varð að þvo og svo voru matargjafir í skólan- um, þ.e.a.s. börnin fengu brauð, mjólk og lýsi og þetta brauð smurðum við og bárum það inn í stofurnar. Kreppan var í algleym- ingi og brauðið vel þegið. Þetta var kaldur vetur, mikill snjór og þá voru stúlkur ekki farnar að ganga í síðbuxum, bara í pilsum og það var svo kalt! Og það sem meira var vinnutíminn var svo langur. Við byrjuðum klukkan hálfátta á morgnana og unnum til klukkan tíu á kvöldin. Það var þó ekki reynslan úr Laugarnesskðlanum sem varð til þess að ég fór í Kennaraskólann. Ég ákvað að verða kennari af því að það var stutt nám og veitti Því þó svo aö þetta vœru elskulegar konur, glaöar og góðar, þá hlóöu þœr niður börnum og voru alltaí í eld- húsinu aó bardúsa, sjóöa soðningu, mata krakka og vinna bústörf og mig langaði ekki til þess. sömu réttindi og sömu laun og karlar höfðu. Þess vegna valdi ég það, það var ekki nein hugsjón, það var ekki nein innri þrá, það var bara útspekulerað. En ég var svo gæfusöm að mér féll kennslu- starfið. Ég hefði lfka getað farið í Samvinnuskólann en þar þurfti að taka svo mikinn verslunar- reikning og ég var lítill stærðfræð- ingur. Og svo hafði ég líka fyrir- mynd, það var kennslukonan okkar á Vatnsleysuströndinni hún Viktoría Guðmundsdóttir frá Gýgjarhóli. Viktoría var mjög greind, mjög fróð, víðlesin og vel lesin. Hún átti fallegt heimili, hún var ógift og hana skorti ekkert. Viktoría fór í ferðalög þegar henni sýndist. Hún hafði farið til útlanda og dvalið þar eins og hana langaði til á eigin kostnað af því að hún hafði laun. Hún var alltaf teinrétt, fín og hrein, og öðruvísi en hinar konurnar á bæj- unum íkring. Þvíþó svo að þetta væru elskulegar konur, glaðar og góðar, þá hlóðu þær niður börn- um og voru alltaf í eldhúsinu að bardúsa, sjóða soðningu, mata krakka og vinna bústörf og mig langaði ekki til þess. Ég vildi þetta ekki. Viktoría var mín fyrirmynd. Ég sá að það var hægt að lifa öðru lífi og ég var ákveðin í að lifa öðru lífi strax frá því að ég var barn. Ég ætlaði ekki að fara í þessi hefð- bundnu spor. Mig langaði ekki til þess. Mig langaði til að verða fornleifafræðingur eða landkönn- uður, en það var tómt mál að tala um. Ég settist í Kennaraskólann haustið sem stríðið skall á. Ég hafði verið einn vetur í Flensborg en það var ekki nóg. Annaðhvort varð maður að hafa gagnfræða- próf til að komast í Kennaraskól- ann eða taka próf inn í hann og ég varð að taka prófið. Ég fór t.d. í kvöldskóla KFUM, seinni bekk- inn þar og ég keypti mér svo einkatíma fyrir allt mitt kaup, bæði í reikningi og tungumálum. Ég eyddi öllum mínum launum, sem var náttúrlega ekki neitt, þessi ár í nám. Maður spekuleraði aldrei í því hvort maður átti föt. Ég man ekkert hvernig við vorum klæddar. Ég keypti mér aldrei neitt, en var þó aldrei í vandræð- um með föt af því að mágkonur móðursystur minnar, sem bjuggu í Englandi, sendu henni oft föt og þau pössuðu á mig. Ég fór aldrei neitt að skemmta mér. Maður fór 22

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.