Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 18

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 18
athygli á fundum og karlarnir og því meiri hætta á að þeirra mál hverfi í skuggann.'' Benti hún á að konurnar væru meira í því að skjóta sínum málum að en héldu ww** Svanfríður Jónasdóttir: „Því miöur hef ég líka orö- ið vör viö aö menn gera beinlínis út á fordóma í garð kvenna." <,<*>. SJ ekki ræður í hvert skipti sem þær tækju til máls. Framsetning þeirra hefði ekki sama áhrifavald og framsetning karlanna. Það sem Lára kemur þarna inn á er nokkuð sem allar konur þekkja sem tekið hafa þátt í stjórnunar- eða nefndarstörfum með körlum. Karlar ná meiri athygli en konur út á atferli sitt, málróm og framsetningu. Konum finnst oft eins og þær verði að flýta sér að koma hlutunum frá sér áður en þær missi orðið. Og óðagot er aldrei valdsmannslegt. Á fundum og málþingum hafa flestar konur tærnar þar sem karl- ar hafa hælana enda gefur hefðin körlum gott forskot. Svanfríður kom einmitt inn á hefðina. „í því starfi sem ég gegni hafa alltaf setið karlar svo það má kannski segja að ég hafi ekki við neitt að styðj- ast. Eg hef enga hefð á bak við mig. Ég hef hins vegar reynt að gegna starfinu eins og mér finnst best og réttast og án þess að hugsa alhof mikið um hvað sé viðeig- andi. Ég held að konur séu ekki eins bundnar af alls kyns formleg- heitum sem tengjast ábyrgðar- stöðum og leiti meira samráðs en karlar. En ég hef ekki orðið vör við annað en að karlar taki því vel og ég vil halda því fram að þeir læri af okkur." Lára var sömu skoðunar og sagði það sína skoðun að fjölgun kvenna í áhrifastöðum myndi breyta þeim viðhorfum og reglum sem þar giltu. En hvaða viðhorfum mæta „valdakonur" hjá samstarfs- mönnum og þeim sem til þeirra leita? Viðmælendur VERU voru sammála um að almennt mættu þær jákvæðum viðhorfum og fæstir settu það fyrir sig að þær væru konur. Lára sagði þó að auð- vitað væru ákveðnir karlar í verkalýðshreyfingunni sem hefðu mikla fordóma í garð „ungra menntakvenna" en þeir væru sem betur fer ekki margir. Svanfríður sagði að hún yrði stundum vör við að þeim sem leituðu til hennar þætti verra að hún væri kona. , ,Því miður hef ég lfka orðið vör við að menn gera beinlínis út , á fordóma í garð kvenna."' Nýlegt og gróft dæmi um það er úr deilu ríkisins og BHMR. í málflutningi í Félags- dómi minntist fulltrúi BHMR á bréf sem talið var hafa heldur lítið gildi og sem undirritað var ,,af þremur konum fyrir hönd fjár- málaráðherra". Þessar þrjár kon- ur mynda stjórn samninganefnd- ar rfkisins. ,,Ég er hrædd um að þeir hefðu ekki talað um að ein- hver karl hefði undirritað bréfið ef Indriði H. Þorláksson hefði verið þar að verki. Ætli þeir hefðu ekki bæði nefnt hann með nafni og titlað hann formann samninganefndar ríkisins," sagði Svanfríður. En eru gerðar meiri kröfur til kvenna í „valdastöðum" en karla? Kristjana Milla var ekki í vafa um að almennt væru konur dæmdar harðar en karlar. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé tekið minna tillit til kvenna og kvenna- stétta en karla og karlastétta. Mér er minnistætt nýlegt dæmi þegar flugfreyjur voru í verkfalli og samningar strönduðu á því að þær fóru fram á sokkabuxur. Þetta fannst öllum alveg óskaplega fár- ánlegt og það var settur einhver kynferðisblær á þetta mál. En sannast sagna eru sokkabuxur bara eins og hver annar vinnu- fatnaður. Þær skipta flugfreyjur jafn miklu máli og vettlingar og hlífðarföt hjá öðrum." Það sjón- arhorn sem þarna kemur fram hjá Kristjönu Millu segir kannski meira en mörg orð um ágæti þess að konur, sem þekkja reynslu annarra kvenna, séu þar sem ráð- um okkar er ráðið. ± Á haustönn 1990 bjóöum viö kennslu í fjölmörgum greinum. Tóm- stundanám — Bóklegar og verklegar greinar og prófanám — Grunn- skóli og framhaldsskóli. Nánari upplýsingar og innritun í Miöbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Skrif- stofan er opin daglega frá kl. 13—19. Símar 12992 og 14106. Athugiö aö kennslugjaldi er í hóf stillt, en greiöist fyrir fyrstu kennslustund. Ný námsgrein: Módelteikning. Kennsla fer fram í samráði viö Mynd- lista og handíöaskóla íslands. 18

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.