Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 38

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 38
Sigurðardóttir nokkur lög Jór- unnar Viðar við undirleik tón- skáldsins, Betty Friedan flutti ávarp og loks var fluttur leik- þáttur „Áfram liggja sporin: Söguleg upprifjun á aðdrag- anda kosningaréttar kvenna" í umsjón Bjargar Einarsdóttur og Guðrúnar Ásmundsdóttur. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Guðrún Erlendsdóttir fluttu stutt ávörp í þættinum. Gangan hófst í fyrsta lagi á óheppilegum tíma en margar konur vinna lengur en til hálf fimm á daginn og það gekk ekki eins vel hjá öllum að fá frí. Ýmsar óánægjuraddir heyrð- ust strax í portinu því að það heyrðist ekkert í skipuleggj- andanum (sem er e.t.v. tákn- rænt fyrir hina þöglu rödd okkar), karla-lúðrasveit en ekki kvenna spilaði og síðast en ekki síst þá var fánaberinn karlmaður. Kannski að það hafi átt að vera táknrænt að karlar beri enn fánann eða treysti engin kona sér til að arka með hann alla þessa leið? Við getum lfklega allar tekið undir með gömlu konunni sem spurði hvort íslenskar konur væru ekki búnar að þramma nógu lengi á eftir þessum karlmönnum, þó svo að við gerðum það ekki á þess- um degi. Margar konur mættu á íslenskum búningi, eða í ein- kennisbúningi sinnar stéttar, BORGID VERU MED GREIDSLUKORTI Umtalsveröur hluti af dýrmœtum tíma Veru- kvenna fer í aö eltast viö áskrifendur sem ekki borga blaöiö. En nú er auðveldara aö standa í skilum. Lyftiö bara tólinu og tilkynn- iö aö bi° vlljiö greiöa áskrift Veru meö greíöslukortínu. Og konur — hvers vegna eruö þiö ekki í símaskránni? Þaö myndi auovelda okk- ur leitina ao horfnum og skuldugum dskrif- endum. að beiðni undirbúningsnefnd- ar. Langur tími fór í að skipu- leggja gönguna, en fyrst komu konur á þjóðbúningum, svo í einkennisbúningum, þá mæð- ur með börn og loks við hinar. Attu konur að ganga þrjár til fjórar saman og hafa bil á milli, líklega til að gangan yrði lengri. Minnti þessi uppröðun óneitanlega á erlendar hersýn- ingar. Gangan hefði bæði orð- ið fallegri og skemmtilegri ef við hefðum fengið að ganga þar og með þeim sem við vild- um. Á Austurvelli stóðu tveir virðulegir ungir menn á svöl- um þinghússins og var mér alls ekki ljóst hvers vegna konur sáu ekki einar um þetta. Flutt voru brot úr ræðum frum- kvöðlanna og var það fróðlegt en helst til langt. Mér fannst óþarfi að hafa Ingibjörgu H. Bjarnason svona gribbulega á svipinn. Vel hefði farið á því að ræða um daginn í dag, t.d. hvernig við nýtum kosninga- réttinn og hvað áhrif við höf- um á stjórn landsins. Nokkrar konur gengu um með borða sem á stóð að í 75 ár hefðum við fengið að kjósa strákana og hefði vel mátt fjalla eitthvað um þá staðreynd í dagskránni. Ég ætla ekki að tala um hvert atriði fyrir sig í íslensku óper- unni, en ansi fannst mér þýð- andinn draga úr því sem Betty Friedan sagði (þýddi t.d. „revolution" sem þróun, en ekki sem byltingu, þýddi ekki „sexual object" o.fl. o.fl.). Virtist mér sem hún legði metnað sinn í að minnast alls ekki á Kvennalistann þó svo að Betty væri að tala um hann. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu skyldi flutt „samfelld dagskrá, lesin og leikin, um sögu kvennabaráttunnar allt frá frönsku stjórnarbylting- unni 1789 til okkar daga". Hugmyndin er góð, enda er alltaf gaman að fara í leikhús en því miður tókst ekki nógu vel til. Fyrst var fjallað um baráttu amerískra og enskra kvenna fyrir kosningarétti og var mik- ið gert úr framlagi John Stuart Mill og „The Subjection of Women" sem kom út 1869. Margir fræðingar halda því fram að það hafi fyrst og fremst verið Harriet Taylor Mill að þakka að Mill skrifaði þessa bók og að bókin sé í raun samvinna þeirra beggja (sjá t.d. Rossi, The Feminist papers, 1981, bls. 183—196). Á 19. júní hefði farið betur á að leggja áherslu á hlut Harriet. Ekki var minnst á rit Friedrich Engels, sem höfðu þó mikil áhrif. Eftir hlé var sögusviðið Reykjavík. Við fengum t.d. að sjá Þor- björgu Sveinsdóttur, Ólafíu Jóhannsdóttur, Ingibjörgu H. Bjarnason og Bríeti Bjarnhéð- insdóttur. Erfitt var að sjá hvað sum atriðin höfðu að gera í þættinum, t.d. hið langa fang- elsisatriði Þorbjargar og allur forleikurinn að því, sem kom baráttu fyrir kosningarétti lítið við. Einnig urðum við að sitja undir fáránlegu leikfimis- atriði, þar sem þrír piltar voru í einhverri her-leikfimi. Þarna var verið að sýna muninn á leikfimi pilta og svo þeirri stúlkna leikfimi sem Ingibjörg H. Bjarnason innleiddi. Þarna hefði nægt 15 sekúndna atriði til að sýna muninn. Þetta eru ekki einu skiptin þar sem gert var út á hláturtaugar áhorf- enda og leiðinlegt hve konur voru oft gerðar fáránlegar, með útstandandi rass og heimskulegar í tali og háttum. Söguskoðunin var stundum umdeilanleg, t.d. þegar sagt er fráþvíað Ingibjörg hefði fund- ið það að einn þingmaður má sín lítils og því gengið til liðs við fhaldsflokkinn sem var stærsti flokkurinn. Höfundi fannst auðsjáanlega ekki ástæða til þess að segja frá óánægju annarra kvenna með ákvörðun Ingibjargar og hvaða áhrif hún hafði á íslenska kvenréttindabaráttu. Það er sérkennilegt mat á sögu eigin félags og undarleg virðing við minningu Bríetar Bjarnhéðins- dóttur hve hlutur hennar var rýr í dagskránni. Það er ekki á neinn hallað þó Bríeti sé fyrst og fremst eignuð baráttan fyrir kosningarétti íslenskra kvenna, en það komst því mið- ur ekki til skila í þessum þætti. Höfundi tðkst að flytja okk- ur inn í nútímann án þess að minnast á Kvennaframboð og Kvennalista og var það listilega vel gert. Hins vegar kallaði hún Auði Eir Vilhjálmsdóttur sem er fyrsti kvenpresturinn (vígð 1974) og Guðrúnu Erlends- dóttur, fyrsta kvenhæstarétta- dómarann upp á svið og þær fluttu stutt ávörp. Hvers vegna voru þessar konur valdar en ekki t.d. Margrét Guðnadóttir sem varð fyrst kvenna pró- fessor við Háskóla fslands árið 1969? Kliður fór um salinn þegar Auður Eir sagði að guð hefði skapað alla menn jafnt, hún hefði skapað þá í sinni mynd, karl og konu. Mér fannst ávarp séra Auðar Eirar það besta í allri dagskránni og vel þess virði að birta það í Veru. Mikið var gert úr framlagi Hannesar Hafsteins og dag- skránni lauk á því að leikkon- urnar sungu úr Aldamóta-Ijóði hans og stór mynd af skáldinu var það síðasta sem við sáum þegar við yfirgáfum húsið. Skilaboðin voru skýr, karlmað- ur í forystu göngunnar og karl- maður sem „gaf" okkur kosn- ingaréttinn. Stelpur við þurf- um ekkert að hafa áhyggjur al einu né neinu, strákarnir vita hvað okkur er fyrir bestu og rétta okkur það upp íhendurn ar. „Afskræmd lýsing á kvennabaráttu" sagði ein, „sögufölsun" sagði önnur. Mér finnst merkilegt að KRFÍ sem hefur alltaf lagt mikla áherslu á aukna mennt- un kvenna skuli hvorki hafa leitað til kven-hljóðfæraleikara til að sjá um tónlistina í göng- unni né til kven-sagnfræðinga í sambandi við sögulega leik- þáttinn sem var fluttur um kvöldið. Ég er alls ekki að draga úr því sem Björg Einars- dóttir hefur gert í íslenskri kvennasögu, en hún er ekki sagnfræðingur. Við sem leggj- um stund á kvennasögu viljum gjarnan vinna við okkar fag og hefðum glaðar lagt þessum málstað lið. Betur má ef duga skal, KRFÍ á ekki 19. júní, við eigum hann allar og skulum halda uppá 80 ára afmælið á annan hátt. Ragnhildur Vigfúsdóttir e.s. Margir þeirra sem sátu á fremstu bekkjum eru þekktir fyrir annað en baráttu fyrir kvenréttindum. Sú spurning hlýtur því að vakna hvað réði vali á boðsgestum? 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.