Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 19

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 19
Kristjana Milla lagði jafnframt áherslu á að það væri mikilvægt að fleiri en ein kona sæti í liverri stjórn til þess að konur gætu stutt hver aðra. „Ég held að karlar hjálpi meira hvor öðrum á kunn- ingjagrundvelli en konur. Mér sýnist þó að konur séu að vakna til vitundar um að þær þurfi að nýta sér þau tengsl sem þær hafa við aðrar konur.“ Sagt með öðr- um orðum þá verða konur að koma sér upp samtryggingu — í jákvæðri merkingu þess orðs — eigi þær að standast körlum ein- hvern snúning. Það er varla hægt að fjalla svo um völd að sú spurning leiti ekki á hvort konur vilji þau? Auðvitað vilja konur völd að vissu marki. Stjórnmál snúast t.d. um völd og konur hafa á undanförnum ára- tugum lagt mikla áherslu á að auka hlutdeild kvenna í stjórn- málum. Þær hafa meira að segja stofnað stjórnmálaflokk — Kvennalistann. Konur vilja völd til að ná fram ákveðnum hlutum en að öllum líkindum óttast þær völd yfir öðrum. Konur vilja samfélagsleg völd en óttast persónuleg völd. Mjög fáar konur keppa beinlínis að per- sónulegum völdum vegna þess að þeim finnast slík völd of dýru verði keypt. Eða eins og Marilyn French orðar það í bókinni ,,Beyond Poiver“: „Völd eru manneskjunni dýr; þau takmarka lífsreynsluna við beina og ótrufl- aða þróun að tilteknu marki sem ekki er hægt að ná — vegna þess að enginn getur nokkurn tímann öðlast nægilega mikið vald yfir." Markviss barátta fyrir slíkum völdum útheimtir að nær öllu sé fórnað sem ekki leiðir til valds. Völdin vefjast fyrir konum. Við þurfum völd til að breyta en við viljum ekki greiða þau mjög dýru verði. Við ýtum konum í ,,valda- stöður“ en komumst svo að því að þar eru völdin ekki. Það mætti kannski líkja völdunum við regn- bogann. Við sjáum hann mjög greinilega úr fjarska og ákveðum að láta nú til skarar skríða, komast undir hann og ná óskastundinni. En því lengra sem við höldum þeim mun fjarlægari sýnist hann og þegar breyting verður á sjónar- horninu sýnist hann óskírari. Stundum sést hann alls ekki og þeir sem standa undir honum vita sjaldnast af honum. Það hefur litla þýðingu fyrir okkur konur að bíða eftir þeirri óskastund þegar við höfum völd til að framkvæma allt það sem okkur hefur lengi dreymt um. Sú stund mun einfaldlega aldrei renna upp. En það gefast mörg augnablik í lífi okkar allra sem við eigum að handsama og nýta í þágu kvenna. En skilyrðið er að við losum okkur við ranghug- myndir um framtíðina og grípum gæsina meðan hún gefst. Það krefst ekki mikils fórnarkostnað- ar. Við getum haft mikil völd í krafti fjölda okkar og samstöðu. -isg. Kristín Sigurðardóttir: „Hef verulegar skyldur til að sjá til þess að ekki verði hallað á konur.“ Leitaðu í viskubrunninn í Bóksölu stúdenta er á boðstólum mikið úrval kennslubóka og gott úrval ritfanga. En við bjóðum jafnframt mikið úrval annarra bóka um allt milli himins og jarðar. Auk þess pantar bóksalan bækur hvaðanæva að fyrir einstaklinga og er ekkert sérstakt gjald tekið fyrir þá þjónustu. Hjá okkur eru fyrirliggjandi ski'ár yfir allar þær bækur sem fáanlegar eru frá bandarískum og breskum útgefendum, í Þýskalandi og á Norðurlöndum. Við þiggjum með þökkum ábendingar um áhugaverðar bækur. bók/<\l\ /túder\tðs Félagsstofnun stúdenta Háskóla íslands Nýtt símanúmer - 615961 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.