Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 31

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 31
ÞARFAÞINO í stefnuskrá Kvennalistans fyrir þingkosn- ingarnar 1983 segir meðal annars: „Á alþingi íslendinga verður það hlutverk okkar að standa vörð um hagsmuni kvenna og barna. Konur eiga hagsmuna að gæta á öllum sviðum íslensks samfélags. Öll mál, jafnt efnahagsmál sem uppeldis- mál koma konum við sem þátttakendum í íslensku þjóðlífi. Öll mál eru því kvenna- mál. Við viljum skoða og skilgreina heim- inn út frá okkar eigin forsendum." Að standa vörð um hagsmuni kvenna og barna er ekkert smámál. f fyrsta lagi þarf að vera á verði fyrir aðgerðum annarra. Það hefur verið hlutverk Kvennalistans allt frá fyrstu tíð á þingi. Eðlilegt væri að ætla að í þessu göfuga hlut- verki mætti okkur ekkert nema samkennd og skilningur. Eða er kannski einhver á móti því að hagsmuna kvenna og barna sé borgið og þar með jafnvel heilu fjölskyldnanna? Staðreyndir málsins eru naprar. Kvennalistakonur á þingi sitja nú uppi með það stórfurðulega hlutskipti að vera einu samtökin á þingi sem ekki hafa samþykkt matarskattinn með einum eða öðrum hætti. Kvennalistakonur mótmæltu 10% flöt- um niðurskurði til grunnskólanna við af- greiðslu síðustu fjárlaga með því að greiða at- kvæði GEGN þessum fjárlagaliðum. Þess háttar „er ekki gert", menn sitja penir og prúðir hjá lfki þeim ekki einstakir liðir fjárlaga, og þannig hefur það , ,alltaf' verið. En því hafa Kvenna- listakonur nú breytt og kannski var tími til kominn. Launþegahreyfingin furðu sljó Þrátt fyrir að Kvennalistakonur séu á verði með þessum hætti duga atkvæði á þingi skammt ef málum er ekki fylgt eftir af fullum þunga annars staðar í samfélaginu t.d. með mótmælum skólafólks eða í verkalýðshreyfing- unni eftir því sem við á hverju sinni. Annars fá- um við seint hljómgrunn, síst í stærstu málun- um. Við höfum látið brjóta á forgangsmálum eins og lægstu launum og matarskattinum þeg- ar við höfum talið okkur í þokkalegri samn- ingsaðstöðu, t.d. í stjórnarmyndunarviðræð- um, en án árangurs enn sem komið er. Það hefði verið ólfkt auðveldara að krefjast samninga- frelsis, lögbundinna lágmarkslauna og vinna gegn matarskattinum ef við hefðum fengið öflugan stuðning annars staðar að úr samfélag- inu. En launþegahreyfingin í landinu er furðu sljó í þessum efnum og engum treystandi að hressa hana við nema Kvennalistakonum, eða hvað finnst ykkur? Og hvernig eigum við að bera okkur að? Það er því augljóslega erfitt að standa vörð um hagsmuni kvenna og barna á þingi gegn meirihluta sem sér ekkert athugavert við matar- skatt og skert framlög til grunnskóla. En ill- skárra þó að mótmæla en að sitja hjá og sam- þykkja með þögninni. Betur hefur gengið að standa vörð um hags- muni kvenna og barna með því að taka frum- kvæði, flytja frumvörp, þingsályktanir og bera fram fyrirspurnir. Þótt okkur þyki hægt ganga er hvert mál sem kemst í höfn skref í rétta átt. Kvennalistinn fékk nokkrar þingsályktunar- tillögur og frumvörp samþykkt í vetur, sem sér- staklega varða hag kvenna og barna og eru þessi mál tíunduð í seinustu VERU. Sum voru endur- flutt af stakri þolinmæði og langlundargeðið borgaði sig í sumum tilvikum. Til dæmis var þingsályktunartillaga um nýja atvinnumögu- leika á landsbyggðinni endurflutt og samþykkt í vetur. Þetta mál varðar konur sérstaklega, því það eru þær sem vantar vinnu í strjálbýlli byggðum landsins. Frumvarp um öryggi barna og unglinga á vinnustöðum, var samþykkt á lokadögum þingsins. í því felst að ekki má láta 14—15 ára börn eða yngri vinna við hættulegar vélar eða hættulegar aðstæður. Þótt ótrúlegt megi virðast mætti þetta frumvarp talsverðri andstöðu. Og ekki má gleyma þingsályktunar- tillögu um tæknifrjóvganir, en með samþykkt hennar hillir undir lagasetningu um tækni- frjóvganir, mál sem vekur margar spurningar um siðfræði og varðar konur mjög. Að því er varðar önnur mál vísa ég í umfjöllun um þing- mál vetrarins í síðustu VERU. Fyrirspurnir ýta stundum við málum, meðal þeirra mála sem Kvennalistakonur spurðu um voru úrbætur í nauðgunarmálum, menntun heyrnarlausra og aðstöðu þeirra sem annast fötluð börn í heimahúsum. í öllum tilvikum var verið að hreyfa við málum af brýnni þörf og vonandi með einhverjum árangri. Að vega og meta aðstæður Nú er innan við ár til næstu kosninga. Við stöndum frammi fyrir því að meta hverju vera Kvennalistans á þing breytir. Við þekkjum það hlutskipti að vera í stjórnarandstöðu, en ekki stjórn. Við vitum ekki hverju við fengjum áork- að í stjórn, en vitum ýmislegt um það hvernig samningar fara fram í stjórnarmyndunarvið- ræðum. Við getum undrast ósveigjanleika karl- stýrðu flokkanna í viðræðum við okkur og tregðu þeirra við að axla raunverulega ábyrgð, eins og að móta heilbrigða launastefnu í land- inu, en þeir verða væntanlega viðmælendur okkar enn um sinn. Allt þetta verðum við að vega og meta, viðnámið sem við veitum, frum- kvæðið sem við tökum og áhrifin sem við get- um haft við ólfkar aðstæður. Anna Ólafsdóttir Björnsson BETTY FRIEDAN A ÍSLANDI Bandaríska kvenréttindakon- an BETTY FRIEDAN, sem skrifaði Goðsöguna um kon- una, kom hingað til lands þann 15. júní s.l. í boði KRFÍ. Friedan hélt fyrirlestur í boði Rannsóknastofu í kvennafræð- um í Háskóla íslands. Þar fjall- aði hún um þróun kvenna- baráttunnar frá því að The Feminine Mystique (1963) kom út og um hlutverk femin- ískrar hugmyndafræði í dag. Hún flutti stutt ávarp á sam- komu í íslensku óperunni 19- júní og loks hélt hún opinber- an fyrirlestur f boði KRFÍ á Holiday Inn. Friedan sótti Kvennalistakonur heim á Laugavegi 17 og hafði mikinn áhuga á starfi listans og notar vonandi mikið bolinn sem hún keypti (klók eru kvennaráð). Einnig fór mikill tími hennar, fulltrúa KRFÍ og Kvennalistans í umræður um fyrirhugaða alþjóðlega kvennaráðstefnu sem hún vill að haldin verði hér að ári. Hún lagði mikla áherslu á sérstöðu íslands í kvenréttindamálum, það að við höfum kvenforseta og Kvennalista. Betty Friedan er umhugað um, líkt og okkur, hvernig við komumst af The Second Stage (Öðru stiginu, eins og ein bók hennar heitir) á það þriðja. Hún hafði enga allsherjarlausn á því en lagði mikla áherslu á hugarfarsbreyt- ingu og að karlmenn þurfa að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Betty Friedan er óneitanlega eitt af stóru nöfnunum í nýju kvennahreyfingunni og gaman var að hlusta á hana og að hafa tækifæri til að hitta hana í eigin persónu. Það er ekki of oft sem við höfum tækifæri til þess hér heima á Fróni að hitta útlendar kvenréttindakonur og leitt hve lítið heyrðist í hinum konun- um sem fylgdu Friedan hing- að. 31

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.