Vera - 01.09.1990, Side 3

Vera - 01.09.1990, Side 3
BESTU ÁRIN Ég varð ófrísk 18 ára, gifti mig og fór í þetta venjulega húsnæðis- kaup og basl. Við hjónin unnum bæði mjög mikið en ég hafði byrjað að vinna á Kópavogshæli 17 ára og vann þar alltaf meira og minna næstu árin. Á hjúskaparárunum sáum við sjaldan pen- ing og viö fórum aldrei í nein ferðalög, hvorki utanlands né inn- an. Við eignuðumst annað barn þegar ég var 24 ára. Þá dreif ég mig í Myndlistaskóla Reykjavíkur á kvöldin en það var margra ára draumur og ég fékk ansi mikið út úr því. Ég vann alltaf með skól- anum eftir að strákurinn varð eins árs. Einhvern veginn fannst manni þetta ekki mikið af því að þetta var svo gaman. Mig dreymdi um að komast í Myndlista- og handíðaskóla íslands en í raun var það fjarlægur draumur. Ég var 27 ára þegar við skildum og ég keypti mér litla 45 fermetra íbúð í Breiðholti og hélt áfram að vinna á Kópavogshæli. Ég var oft ansi blönk og viö liföum aðallega á ódýrum bjúgum úr Hag- kaup. Þetta hefði aldrei gengið upp nema afþví að ég á alveg ynd- islega foreldra sem eru alltaf tilbúnir til að létta undir með mér. Sem dæmi get ég nefnt að mamma hætti að vinna úti þegar ég skildi og passaði krakkana fyrir mig á meðan ég vann og var í skólanum á kvöldin en eins og allir vita er erfitt að fá barnaheim- ilispláss í Reykjavík og dagvistun dýr. Haustið ’89 urðu enn breytingar á lífi mínu þegar draumur minn rættist og ég komst inn í MHÍ! Það voru vægast sagt stór- kostleg umskipti. Ég fékk engin námslán fyrir áramót og hafði aldrei getað lagt neitt fyrir. Við boröuðum því hjá foreldrum mín- um en um áramót fékk ég námslán. Um haustið þegar ég hætti á hælinu var ég með um 42 þúsund í mánaðarlaun en nú fékk ég tæp hundrað þúsund í námslán! Nú var loks hægt að kaupa almennilegan mat, ég er ekki að tala um steikur og þess háttar heldur venjulegan mat. Ég gat keypt almennileg föt á mig og börnin og farið til tannlæknis. Það er hræðilegt en satt að sem venjulegur sóknarstarfsmaður hafði ég ekki haft efni á að fara til tannlæknis árum saman. Ég leyfði mér líka annað sem ég hafði aldrei leyft mér fyrr: Ég fór í leikfimi. Þessir hlutir eru auðvitað enginn lúxus heldur sjálfsagður hlutur. Lánasjóðurinn gerði mér kleift aö lifa mannsæmandi lífi í fyrsta sinn frá því að ég flutti úr foreldrahúsum. Fyrir svo utan það aö byrja í skóla aftur sem var mjög skemmtilegt. Reyndar lít ég á það sem forréttindi að vera í skóla og gera það sem mér finnst skemmtilegast og að fá lán til þess. Þessi síðast liöni vetur er vægast sagt skemmtilegasti vetur sem ég hef lifað. Ég kynntist alveg yndislegu fólki í skólanum, var að gera skemmtilega hluti og lærði svo margt. Svo leið fram á vor og ég ákvað að vinna aftur á Kópavogshæli með gömlu félögunum enda er þetta vinna sem ég þekki og kann vel við. En það urðu heldur betur umskipti í peningamálum. Þann 1. júní fékk ég launaseðil uppá 50 þúsund krónur eftir 12 ára starf. Égsnarhætti íleikfiminni og öðrum munaði sem erauö- vitað enginn munaður eins og ég tönglast á í sífellu. Það setur að mér hroll þegar ég hugsa til þess að sonur minn á að byrja í skóla í haust en ég fæ ekki námslán fyrr en 15. september. Hvernig get ég keypt það sem til þarf? Ég veit að mínir nánustu (og pabbi hans) mundu kaupa föt á hann en sú tilfinning að geta það ekki sjálf er þungbær. Sem betur fer fæ ég námslán aftur í haust og þá bjargast þetta. Það er skrítið til þess að hugsa að þau ár sem ég kem til með að vera í skóla skuli veröa bestu árin. í haust flytjum við m.a.s. í stærri íliúð sem breytir auövitað miklu. Ég þori ekki að hugsa um það sem tekur við þegar ég lýk námi ef launin hækka ekki. Einhvern vegin finnst mér allir hlutir ganga upp hjá mér núna en ég hugsa oft til fyrrverandi starfsfélaga minna sem vinna eins mikla yfirvinnu og mögulegt er en fá margfalt minna en þeim ber. Námslánin eru ekkert of há það eru launin í landinu sem eru svo svívirðilega lág. Ég þakka guði fyrir Lánasjóð ís- lenskra námsmanna, sem gerir öllum kleift að stunda það nám sem hugur þeirra stendur til. Skerðið ekki Lánasjóðinn og egnið ekki launþegum og námsmönnum saman. Námsmenn hafa hald- ið betur á sínum málum en launafólk og ætti að taka þá til fyrir- myndar en fordæma þá ekki. Steinunn Helga Sigurðardóttir KVENNARANNSÖKNIR SÆKJA FRAM 4 KVENÍMYNDIR Á SVIDINU 5 Rætt við Lilju Gunnarsdóttur, leikhúsfræðing. BUDDUR ALLRA KVENNA, SAMEINIST 7 PENINGAR - NÝJASTA VALDA- TÆKI KVENNA 8 Gera ráðamenn viðskiptalífsins sér grein fyrir því gífurlega valdi sem íslenskar konur geta beitt í krafti peninganna? KONUR RÁÐA FERDINNI 13 Min EINA VOPN OG ÉG BEITI ÞVÍ 14 GRÍPUM VÖLDIN ÞEGAR ÞAU GEFAST 16 Fimm konur í „valdastöðum” láta álit sitt í ljós. ÞETTA ER MITT LÍF 20 Rannveig Löve kennari í Veru- viðtali. HEIMILISIÐNADUR í ÞVOTTA- HÚSI 26 LEIÐ AÐ BETRA LÍFI 28 Guðný Guðmundsdóttir, húð- ráðgjafi og formaður Mígreni- samtakanna fann sína eigin leið út úr veikindum. KVENNALISTI - HVAÐ NÚ? 32 ÚR LISTALÍFI 39 3

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.