Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 4

Vera - 01.09.1990, Blaðsíða 4
KVENNARANNSÓKNIR SÆKJA FRAM Um mánaðarmótin ágúst/sept- ember eru sex ár síðan hin vel sótta og velheppnaða ráð- stefna í kvennarannsóknum var haldin við Háskóla íslands. Upp úr ráðstefnunni var stofn- aður Áhugahópur um íslensk- ar kvennarannsóknir sem starfað hefur af þrótti síðan. Eitt af verkefnum hópsins hef- ur verið að efla kennslu og rannsóknir í kvennafræðum við Háskólann og afla þeim formlegrar viðurkenningar. Fyrsta tillagan, að koma inn þverfaglegu námi í kvenna- fræðum sem aukagrein til BA- prófs, var hafnað á þeirri for- sendu að ekki væri svigrúm innan reglugerðar háskólans að stofna til þverfaglegs náms á þann hátt sem gert var ráð fyr- ir. Hópurinn einbeitti sér þá að því að koma upp þverfaglegri rannsóknastofu. Þær Guðný Guðbjörnsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir unnu frábært starf við að móta til- lögur að reglugerð sem voru lagðar fyrir háskólaráð síðla árs 1988. Allt næsta ár voru til- lögurnar að velkjast í háskóla- ráði og tóku nokkrum breyt- ingum í meðförum þess og var borið við samræmingu við hliðstæðar stofnanir. Loks í janúar 1990 voru tillögurnar samþykktar og sendar Svavari Gestssyni, menntamálaráð- herra, til samþykktar. í mars staðfesti ráðherra reglugerð- ina og sendi til birtingar í Stjórnartíðindum og um miðj- an júní skipaði háskólaráð fyrstu stjórnina til tveggja ára, en í henni eiga sæti sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Helga Kress, Kristín Björnsdóttir og Ragn- heiður Bragadóttir og eiga þar með guðfræði-, félagsvísinda-, raunvísinda-, heimspeki-, lækna- (námsbraut í hjúkrun- arfræðum) og lagadeild full- trúa í stjórninni og ætti það að vera góð trygging fyrir því að þverfagleg sjónarmið ráði ferðinni. Stjórnin er nú að ráða ráð- um sínum um hvernig hrinda megi starfseminni í gang, út- vega fjármagn, aðstöðu og starfskraft. Henni hefur og orðið tíðrætt um það hvernig tryggja megi samstarf og tengsl við Áhugahópinn þannig að A, unnur og sif sf. h/ f^ Regnfatabúöin Laugavegi 21 101 Reykjavík, s: 26606 Tlutcuzcv Hcílsuvörur nútímafólks hvort tveggja eflist. Hugsjónin sem liggur að baki rannsóknar- stofunnar er að draga fram í dagsljósið staðreyndir um líf, störf, aðstöðu og aðstæður kvenna í fortíð og nútíð í þeim tilgangi að það geti orðið íslenskum konum til gagns í baráttunni fyrir fyllra og betra lífi og til ánægju og styrktar. , ,Sannleikurinn mun gera yður frjálsa," segir íhelgri bók. Það versta sem gæti hent stofuna er að hún einangrist og verði lok- aður klúbbur sérfræðinga sem skrifa hverjir fyrir aðra. Sam- starf við öflugan áhugahóp þar sem allar konur lærðar og leik- ar eiga aðgang og geta tjáð sig er besta tryggingin gegn því. Til þess að gefa lesendum Veru ljósari hugmynd um hvað rannsóknarstofunni er ætlað að gera fer hér á eftir 2. grein reglugerðarinnar. a) að efla og samhæfa rann- sóknir í kvennafræðum. b) að hafa samstarf við inn- lenda og erlenda rannsóknar- aðila á sviði kvennafræða. c) að koma á fót gagnabanka um kvennarannsóknir. d) að vinna að og kynna nið- urstöður rannsókna í kvenna- fræðum. e) að veita upplýsingar og ráð- gjöf varðandi rannsóknir í kvennafræðum. f) að leita samstarfs við deildir háskólans um að auka þátt kvennafræða í kennslu fræði- greina. g) að gangast fyrir námskeið- um og fyrirlestrum um kvennafræði og kvennarann- sóknir. Það er mikill áfangi að kvennarannsóknir skuli hafa fengið þessa formlegu viður- kenningu í Háskólanum. Það gefur nýja möguleika og auð- veldar viðleitni til að koma gagnrýnum kvennasjónarmið- um inn í kennslu og rannsókn- ir hinna ýmsu deilda Háskól- ans. Vonandi bera íslenskar há- skólakonur gæfu til að nota tækifærin á frjóan og skapandi hátt. Guðrún Ólafsdóttir STYRKIR TIL KVENNARANNSÓKNA S77fs^s gfiéim 1/UiSl Bankastræti 4 Sími 1 66 90 Lauqaveql 53 Sfml 20 2 66 I vor úthlutaði Áhugahópur um íslenskar kvennarannsókn- ir launastyrkjum til kvenna- rannsókna í 4. sinn. Átján um- sóknir bárust og hlutu átta konur styrki og hafa þá samtals 23 konur (og einn karl) fengið styrk. í ár var veitt fé í eftirfar- andi rannsóknir: Auður Styrkársdóttir, stjórn- málafræðingur, til að rannsaka þá málaflokka sem konur á Al- þingi hafa beitt sér fyrir frá upphafi þingsetu þeirra 1922 til dagsins í dag. Dagný Kristjánsdóttir, bók- menntafræðingur, til rann- sókna á skáldsögum Ragnheið- ar Jónsdóttur fyrir fullorðna. Hanna María Pétursdóttir, guðfræðingur, til að rannsaka siði og venjur sem tengjast fæðingu og dauða. Jane Kate Schulman til að ljúka rannsókn á réttarstöðu íslenskra kvenna á miðöldum. Kristín Ástgeirsdóttir, sagn- fræðingur, til þess að rannsaka hlut kvenna í sjálfstæðis- baráttu fslendinga. Kristínjónasdóttir, félagsfræð- ingur, til að rannsaka þátttöku íslenskra kvenna í verkalýðs- hreyfingunni. Lilja Gunnarsdóttir, leikhús- fræðingur, til að rannsaka ímynd kvenna í íslenskum leikritum frá aldamótum til dagsins í dag. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, mannfræðingur, til þess að ljúka rannsókn sinni á hug- myndum íslenskra kvenna- hreyfinga í félagslegu og menningarlegu samhengi. Vera óskar þeim hjartanlega til hamingju með styrkina og við vonum að vel gangi með þessi áhugaverðu verkefni. JL

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.