Vera - 01.09.1990, Qupperneq 4

Vera - 01.09.1990, Qupperneq 4
KVENNARANNSÓKNIR SÆKJA FRAM Um mánaðarmótin ágúst/sept- ember eru sex ár síðan hin vel sótta og velheppnaða ráð- stefna í kvennarannsóknum var haldin við Háskóla íslands. Upp úr ráðstefnunni var stofn- aður Áhugahópur um íslensk- ar kvennarannsóknir sem starfað hefur af þrótti síðan. Eitt af verkefnum hópsins hef- ur verið að efla kennslu og rannsóknir í kvennafræðum við Háskólann og afla þeim formlegrar viðurkenningar. Fyrsta tillagan, að koma inn þverfaglegu námi í kvenna- fræðum sem aukagrein til BA- prófs, var hafnað á þeirri for- sendu að ekki væri svigrúm innan reglugerðar háskólans að stofna til þverfaglegs náms á þann hátt sem gert var ráð fyr- ir. Hópurinn einbeitti sér þá að því að koma upp þverfaglegri rannsóknastofu. Þær Guðný Guðbjörnsdóttir og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir unnu frábært starf við að móta til- lögur að reglugerð sem voru lagðar fyrir háskólaráð síðla árs 1988. Allt næsta ár voru til- lögurnar að velkjast í háskóla- ráði og tóku nokkrum breyt- ingum í meðförum þess og var borið við samræmingu við hliðstæðar stofnanir. Loks í janúar 1990 voru tillögurnar samþykktar og sendar Svavari Gestssyni, menntamálaráð- herra, til samþykktar. í mars staðfesti ráðherra reglugerð- ina og sendi til birtingar í Stjórnartíðindum og um miðj- an júní skipaði háskólaráð fyrstu stjórnina til tveggja ára, en í henni eiga sæti sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Helga Kress, Kristín Björnsdóttir og Ragn- heiður Bragadóttir og eiga þar með guðfræði-, félagsvísinda-, raunvísinda-, heimspeki-, lækna- (námsbraut í hjúkrun- arfræðum) og lagadeild full- trúa í stjórninni og ætti það að vera góð trygging fyrir því að þverfagleg sjónarmið ráði ferðinni. Stjórnin er nú að ráða ráð- um sínum um hvernig hrinda megi starfseminni í gang, út- vega fjármagn, aðstöðu og starfskraft. Henni hefur og orðið tíðrætt um það hvernig tryggja megi samstarf og tengsl við Áhugahópinn þannig að UNNUR OG SIF SF. Regnfatabúðin Laugavegi 21 101 Reykjavík, s: 26606 Vlutcuzcv Heílsuvörur nútímafólks Bankastræti 4 Sími 1 66 90 Laugavegi 53 Sími 20 2 66 hvort tveggja eflist. Hugsjónin sem liggur að baki rannsóknar- stofunnar er að draga fram í dagsljósið staðreyndir um líf, störf, aðstöðu og aðstæður kvenna í fortíð og nútíð í þeim tilgangi að það geti orðið íslenskum konum til gagns í baráttunni fyrir fyllra og betra lífi og til ánægju og styrktar. , ,Sannleikurinn mun gera yður frjálsa,“ segir í helgri bók. Það versta sem gæti hent stofuna er að hún einangrist og verði lok- aður klúbbur sérfræðinga sem skrifa hverjir fyrir aðra. Sam- starf við öflugan áhugahóp þar sem allar konur lærðar og leik- ar eiga aðgang og geta tjáð sig er besta tryggingin gegn því. Til þess að gefa lesendum Veru ljósari hugmynd um hvað rannsóknarstofunni er ætlað að gera fer hér á eftir 2. grein reglugerðarinnar. a) að efla og samhæfa rann- sóknir í kvennafræðum. b) að hafa samstarf við inn- lenda og erlenda rannsóknar- aðila á sviði kvennafræða. c) að koma á fót gagnabanka um kvennarannsóknir. d) að vinna að og kynna nið- urstöður rannsókna í kvenna- fræðum. e) að veita upplýsingar og ráð- gjöf varðandi rannsóknir í kvennafræðum. f) að leita samstarfs við deildir háskólans um að auka þátt kvennafræða í kennslu fræði- greina. g) að gangast fyrir námskeið- um og fyrirlestrum um kvennafræði og kvennarann- sóknir. Það er mikill áfangi að kvennarannsóknir skuli hafa fengið þessa formlegu viður- kenningu í Háskólanum. Það gefur nýja möguleika og auð- veldar viðleitni til að koma gagnrýnum kvennasjónarmið- um inn í kennslu og rannsókn- ir hinna ýmsu deilda Háskól- ans. Vonandi bera íslenskar há- skólakonur gæfu til að nota tækifærin á frjóan og skapandi hátt. Guðrún Ólafsdóttir STYRKIR TIL KVENNARANNSÓKNA I vor úthlutaði Áhugahópur um íslenskar kvennarannsókn- ir launastyrkjum til kvenna- rannsókna í 4. sinn. Átján um- sóknir bárust og hlutu átta konur styrki og hafa þá samtals 23 konur (og einn karl) fengið styrk. í ár var veitt fé í eftirfar- andi rannsóknir: Auður Styrkársdóttir, stjórn- málafræðingur, til að rannsaka þá málaflokka sem konur á Al- þingi hafa beitt sér fyrir frá upphafi þingsetu þeirra 1922 til dagsins í dag. Dagný Kristjánsdóttir, bók- menntafræðingur, til rann- sókna á skáldsögum Ragnheið- ar Jónsdóttur fyrir fullorðna. Hanna María Pétursdóttir, guðfræðingur, til að rannsaka siði og venjur sem tengjast fæðingu og dauða. Jane Kate Schulman til að ljúka rannsókn á réttarstöðu íslenskra kvenna á miðöldum. Kristín Ástgeirsdóttir, sagn- fræðingur, til þess að rannsaka hlut kvenna í sjálfstæðis- baráttu fslendinga. Kristínjónasdóttir, félagsfræð- ingur, til að rannsaka þátttöku íslenskra kvenna í verkalýðs- hreyfingunni. Lilja Gunnarsdóttir, leikhús- fræðingur, til að rannsaka ímynd kvenna í íslenskum Ieikritum frá aldamótum til dagsins í dag. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, mannfræðingur, til þess að ljúka rannsókn sinni á hug- myndum íslenskra kvenna- hreyfinga í félagslegu og menningarlegu samhengi. Vera óskar þeim hjartanlega til hamingju með styrkina og við vonum að vel gangi með þessi áhugaverðu verkefni. 4

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.