Vera - 01.05.1994, Síða 11

Vera - 01.05.1994, Síða 11
MJOLK ER SVÓ GÓÐ Auglýsendur hafa notað fegurðarímynd Ungfrú ís- landskeppninnar í auglýsingum sínum og er þá spjótum ekki aðeins beint að ungu kynslóðinni. Æskudýrkun og megrunarkúrum er haldið að ís- lenskum konum, undir yfirskyni heilbrigðis og vellíðunar. Auglýsing Mjólkursamsölunnar á sýrðri léttmjólk, sem birtist m.a. í Morgunblaðinu sumarið 1991, var í þessu sambandi illa dulbúin holdarfarsleg ábending, og gott dæmi um kenn- ingar um uppskipt sjálf kvenna. Konan horfir á aðra horfa á sig, hún hlutgerir sjálfa sig. Umrædd auglýsing sýnir þriflega konu sem horfír í spegil og sér þar grannan tvífara. „Meira af henni, minna af mér“ segir sú þrýstnari og horfir brosandi inn í framtíðina. Að baki liggur ekki að- eins fyrirlitning á vaxtarlagi þorra þeirra kvenna sem kaupir vörur frá MS, heldur endurómun á þeirri hugmynd að líkaminn sé sköpun hvers og eins. Hann sýnir sjálfsstjórn og persónu eigandans betur en nokkuð annað. Þó svo að fæstir næringarfræðingar myndu treysta sér til að mæla með megrunaraðferðum Ungfrú Islandskeppninnar, birti MS aðra auglýs- 'ngu þar sem keppendum var stillt upp á sundbol við hlið léttmjólkurfernu. Yfirskriftin var „ræktaðu líkamann - en gleymdu ekki undirstöðunni". Eitthvað hefur skolast til hjá MS í þessu tilliti. Undirstaðan í ræktun líkamans hlýtur að felast í virðingu fyrir honum, í öllum hans stærðum og gerðum, þar hefúr fegurðarsamkeppni vafasamt fordæmisgildi. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Handavinna fyrir alla Heimilisiðnaðarskólinn Laufásvegi 2 Sími17800 Varmahlíð Ferðafólk á Norðurlandi! í bjartri og rúmgóðri veitingastofu bjóðum við ferðafólki hraðrétti og heitar máltíðir. Verslunin hefur allar dagvörur og ferðavörur og við seljum einnig benzín, olíur og allt fyrir bílinn. Verið velkomin í Varmahlíð. Við tökum vel á móti ykkur. Starfsfólk KS Varmahlíð.

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.