Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 11

Vera - 01.05.1994, Blaðsíða 11
MJOLK ER SVÓ GÓÐ Auglýsendur hafa notað fegurðarímynd Ungfrú ís- landskeppninnar í auglýsingum sínum og er þá spjótum ekki aðeins beint að ungu kynslóðinni. Æskudýrkun og megrunarkúrum er haldið að ís- lenskum konum, undir yfirskyni heilbrigðis og vellíðunar. Auglýsing Mjólkursamsölunnar á sýrðri léttmjólk, sem birtist m.a. í Morgunblaðinu sumarið 1991, var í þessu sambandi illa dulbúin holdarfarsleg ábending, og gott dæmi um kenn- ingar um uppskipt sjálf kvenna. Konan horfir á aðra horfa á sig, hún hlutgerir sjálfa sig. Umrædd auglýsing sýnir þriflega konu sem horfír í spegil og sér þar grannan tvífara. „Meira af henni, minna af mér“ segir sú þrýstnari og horfir brosandi inn í framtíðina. Að baki liggur ekki að- eins fyrirlitning á vaxtarlagi þorra þeirra kvenna sem kaupir vörur frá MS, heldur endurómun á þeirri hugmynd að líkaminn sé sköpun hvers og eins. Hann sýnir sjálfsstjórn og persónu eigandans betur en nokkuð annað. Þó svo að fæstir næringarfræðingar myndu treysta sér til að mæla með megrunaraðferðum Ungfrú Islandskeppninnar, birti MS aðra auglýs- 'ngu þar sem keppendum var stillt upp á sundbol við hlið léttmjólkurfernu. Yfirskriftin var „ræktaðu líkamann - en gleymdu ekki undirstöðunni". Eitthvað hefur skolast til hjá MS í þessu tilliti. Undirstaðan í ræktun líkamans hlýtur að felast í virðingu fyrir honum, í öllum hans stærðum og gerðum, þar hefúr fegurðarsamkeppni vafasamt fordæmisgildi. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Handavinna fyrir alla Heimilisiðnaðarskólinn Laufásvegi 2 Sími17800 Varmahlíð Ferðafólk á Norðurlandi! í bjartri og rúmgóðri veitingastofu bjóðum við ferðafólki hraðrétti og heitar máltíðir. Verslunin hefur allar dagvörur og ferðavörur og við seljum einnig benzín, olíur og allt fyrir bílinn. Verið velkomin í Varmahlíð. Við tökum vel á móti ykkur. Starfsfólk KS Varmahlíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.