Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 10

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 10
] Ungu sjálfstæðisstelpurnar hafa blásið í lúðra og þann 22. okt. sl. boöuðu þær til ráðstefnu á Hótel Borg undir yfirskriftinni: Kvennapólitík til hægri. Framtaki þeirra ber að fagna, þvf það er löngu tímabært að gera skurk innan Sjálfstæðisflokksins hvað þetta varðar. Er leið á ráðstefnuna kom í Ijós að „kvennapólitík til hægri“ á að vera einhvers konar mótvægi við „kvennapólitík til vinstri", þ.e. hún skilgreinist í raun sem formælingar í garö „hefðbundinnar" kvennabaráttu sem þær segja vinstrisinnaða. Vinstri flokkarnir hafa óprúttnir rænt þessum málaflokki og öllum þeim atkvæðum sem honum fylgja. í raun ættu öll þessi atkvæði heima í Sjálfstæðis- flokknum, því hann byggir á frelsi og sjálfstæði einstaklinga, þ.e. allir em jafnir. Þó að Kvennalistinn sé ekki flokkur og ekki til vinstri, var það helst hann sem varö fyrir ásökun- um, um aö beita vopnum sem fyrir löngu væru hætt aö bíta, um að skreyta sig merkingarlausum orðum og frösum en engin tilraun gerð til að ná fram auknu jafnrétti karla og kvenna í raun. Ungu sjálfstæðisstelpurnar hafa nú seilst inn í vopnabúr Kvennalistans og sest við hverfi- steininn. Þær beita nýbrýndum vopnum gegn eigin kynsystr- um. Sannast hiö margsagöa, konur eru konum verstar. Fram kom að vegna þess hve umræöan um kvennapólitík er „vinstrisinnuö" hafa sjálfstæðisstelpurn- ar ekki getað tekið þátt í henni, þó aö það læðist aö manni grunur um aö eitthvað ann- aö hafi haldið aftur af þeim. Þær ætla að finna upp á nýrri kvennapólitík, því þessi vinstrisinnaða er verri en engin, segja þær. í raun ætla þær ekki að berjast fyrir jafn- rétti eða kvenfrelsi heldur að auknu sjálf- stæði kvenna, því konan er einstaklingur en ekki hluti af einhverri heild. „Okkur hefur fundist kvennabaráttan hafi verið spiluö á þeim nótum að konur séu kúgaður hópur og í Ijósi þeirra forsendna sé gengiö út frá því aö þaö þurfi að ýta undir konur og hjálpa þeim. í því skyni er gripiö til leiða eins og já- kvæörar mismununar, þar sem gert er upp á milli kynja, konum í hag." Þær hafna þess- ari hóphyggju sem þeim finnst hafa staðiö í vegi fyrir auknu jafnrétti, í raun búið til þá mismunun sem ríkir milli kynja. Þær vilja afsanna „þjóðsöguna" um að konan sé fórn- arlamb, sem þærtelja að hafi mjög neikvæð áhrif á sjálfsímynd kvenna. Meö þessa sjálfsímynd geta þær ekki tekið þátt í sam- keppninni eins og allir aðrir. Þær viðurkenna þó að það geti skapað neikvæða sjálfs- ímynd að búa ekki viö sömu kjör og karlar, að fá verri laun, aö hafa minni líkur á stööu- hækkun, aö eiga svolítiö erfiðara með að komast að heiman o.s.frv., en konan er samt sem áöur sjálfstæður og frjáls ein- staklingur, en ekki hluti af kúguöum minni- kvenna / hlutahópi sem beittur er misrétti. Vinstrisinnuð kvennapólitík hefur dregið úr jafnrétti, með því aö stimpla konuna, með því að vekja athygli á hvernig komiö væri fyr- ir konum. En hefði kannski betur þagað yfir því svo konan sem einstaklingur fengi að halda sinni reisn. Sjálfstæðisflokkurinn vill hneppa kúgað- ar konur úr viðjum vinstrisinnaðra, sem ein- ungis búa til mismunun með eilífu nöldri um að konur búi ekki við sama rétt og karlar, sem leiðir einungis til „neikvæðra áhrifa á sjálfsímynd kvenna og standa í vegi fyrir frama þeirra og sjálfstæði". En þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tekið þátt í næstum öllum ríkisstjórnum frá stofn- un lýðveldis og haft þar af leiðandi tækifæri til að stuöla að frelsi og sjálfstæði allra ein- staklinga, eru ungar sjálfstæöar stelpur saman komnar -1 einn hóp - til að vinna að auknu jafnrétti. Margar tillögur þeirra eru mjög vinstrisinnaðar, eins ogt.d. að draga úr launamisrétti, auka ábyrgð karla á heimilinu, lengja fæðingarorlof til þess að karlargeti þá tekiö helming þess og síðast en ekki síst að breyta vitund þjóðarinnar og margt fleira sem allir vinstrisinnaðir og Kvennalistakonur kannast við. Hægrisinnaöar tillögur komu ekki fram á þessari ráðstefnu, en hinar ungu og ákveðnu sjálfstæðis- stelpur eiga eflaust eftir að kynna þær sfðar meir. Það verður spenn- andi aö fýlgjast með og fagnaöar- efni að fleiri hafi bæst við í barátt- unni, sem án efa mun auka líkurnar á árangri. Vera býður þær velkomn- ar í hópinn. Þó að ráðstefna hópsins hafi verið auglýst í sjónvarpi og þar sagt að allir væru velkomnir, kom þó I Ijós er blaöamaöur Veru birtist á Hótel Borg, að ráðstefnan væri eingöngu ætluð flokksbundnum. Blaöamanni flaug svona ósjálfrátt í hug aö þessar stelpur væru í raun að mótmæla stööu kvenna innan Sjálf- stæðisflokksins en ekki þjóðfélagsins í heild eða hvemig leist þeim á úrslit prófkjaranna? Ásdís Halla Bragadóttir, forsvarsmaður hóps- ins, svaraði því svo til að fjölmiðlar hefðu ein- blínt á úrslit í Reykjaneskjördæmi þar sem Salóme var hafnað. En í raun hefðu konur kom- ið vel út í öðrum prófkjörum, t.d. í Reykjavík og á Austurlandi. Á þingi fjölgi konum úr flórum í sex, ef Sjálfstæðisflokkurinn haldi sömu þingmannatölu, 29. Kolfinna Baldvinsdóttir l.v. Asdis Halla llragadiittir, Inga Dóra Sigfusdóttir, Hildur Jónsdóttir, SigríSur Diína Kristvnmdsdóttir og Elsa li. Valsdóttir■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.