Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 13

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 13
viö. Það fylgir þvl viss vandi að finna sig í embætti sem þessu - maður lítur náttúrlega fyrst og fremst á sig sem einstakling en ekki borgarstjóra. Ég hef heldur enga fyrirmynd þar sem sá stíll sem hefur verið yfir embætt- inu er ekki minn stíll. Ég hef heldur aldrei veriö ginnkeypt fyrir viröingarstööum, það samræmist ekki þeim lífsstíl sem ég að- hyllist. Það er hins vegar heilmikil viröing borin fyrir embætti borgarstjórans og ég verð sjálf að bera viröingu fyrir því, enda er alls ekki sama hvernig farið er með það. Ég held þó að ég geti sett minn persónulega stíl á þetta embætti meö því að taka það að- eins niður af stallinum. Sjálfri líður mér ekk- ert of vel uppi á stalli því þarfjarlægist mað- ur allt það fólk sem maður vill svo gjarnan umgangast og vera nærri." Aflvakinn raunverulegt tæki Ingibjörg Sólrún segir að mjög mikill hluti af vinnutímanum fari í að semja alls kyns ávörp, erindi og ræður. Það fari líka mikill tími I fundasetur, viðtöl viö borgarbúa og í fjölmiðla þannig aö virkur samfelldur vinnu- tími verði oft svolítið stopull. „Mér finnst svolítið erfitt að sætta mig viö aö ná aldrei góðri samfelldri vinnu. Það fer mikill tími hjá mér í að hitta fólk, en það er kannski sérstaktí mínu tilviki vegna þess að ég er ný í stjórnkerfinu. Margir vilja hitta borganir og vextir af lánum myndu skella á með eins miklum þunga og raun ber vitni strax á næsta ári, en þá fara þær úr 700 milljónum í 2000 milljónir. Það er því aug- Ijóst að auka verður tekjur borgarinnar og skera eitthvað niður í rekstri auk þess sem Ijóst er að einhverju af eldri lánum verður að skuldbreyta og rúlla þannig áfram. Og þá erum viö komin að breyttri forgangsröð: „Á næsta ári förum viö að breyta for- gangsröðinni," segir Ingibjörg Sólrún. „Þá verður hafin uppbygging leikskóla og grunn- skóla borgarinnar og málefni þeirra verða forgangsmál. Síöan verður reynt að taka á í atvinnumálunum m.a. með því að endur- skoða Aflvakann og gera atvinnumálanefnd borgarinnar að pólitískt stefnumótandi tæki. Aflvakinn var hálf aflvana fæddur hjá sjálfstæðismönnum þannig að viö verðum að gera hann að raunverulegu tæki til at- vinnuuppbyggingar. Við viljum aö Aflvakinn fóstri nýjar hugmyndir I atvinnumálum og fjárfesti í nýjum atvinnutækifærum í Reykja- vík. Atvinnumálanefnd verður svo að halda utan um átaksverkefni fyrir atvinnulausa borgarbúa og taka sérstaklega á málum þeirra sem hafa veriö atvinnulausir lengi." Skýrari leikreglur Ingibjörg Sólrún kynntist stjórn borgarinnar fyrst þegar hún sat í stjórnarandstöðu í borg- þótt maður taki beygjuna núna er ekki þar með sagt aö skiþið beygi strax, þaö er svo lengi að taka við sér. Fólki finnst að maður hljóti að hafa þetta allt í hendi sér en það eru alls konar lögmál að verki, samningar og lög í gildi og ákveðin vinnubrögö sem breyt- ast ekki eins og hendi sé veifað. Ég veit að fólk vill sjá breytingar strax en það tekur tíma að umskrifa þær reglur sem kerfið starfar eftir. Þær breytingar sem ég vil fyrst og fremst sjá á næstu fjórum árum eru af- gerandi framkvæmdir í málefnum grunn- skólans og leikskólans og við stefnum aö því að öll börn yfir eins árs aldri komist í þá dagvist sem foreldrarnir þurfa. Ég vil líka að stjórnkerfi borgarinnar veröi opnara og lýð- ræðislegra, allar leikreglur verði skýrari og jafnræði gildi við afgreiðslu mála. Þetta voru stóru málin í kosningunum og á þessum sviðum verður eitthvað að gerast." sbj ogstórt skip mig til að kynna sig og mynda sambönd eins og þau sem þeir höfðu við fyrirrennara mína. Aðrir, sem telja sig kannski hafa verið úti í kuldanum áður, snúa sér nú til okkar til að kynna sinn málstað. Það bíða mln því geysi- lega mörg viðtöl og viðtalsbeiðnir sem ég næ ekki að sinna eins fljótt og ég vildi." Eins og fram hefur komið I fréttum kom Reykjavíkurlistinn að fjárhag borgarinnar meira og minna I rúst. Frambjóðendur list- ans vissu af því fyrir kosningar að fjárhags- staöan væri slæm en þeir vissu ekki að af- arstjórninni sem fulltrúi Kvennaframboösins I Reykja- vík. Þá var langt frá fulltrúum minnihlutans til eyrna borgar- stjórans en hvernig skyldi vera að hafa nú allt I hendi sér? „Það fylgir því að sjálfsögðu mikil ábyrgð og mikið álag," svarar Ingibjörg Sólrún. „Þaö er líka sþurning hvaö maöur hefur mikið I hendi sér. Borgar- kerfiö er eins og stórt skiþ - I 1 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.