Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 40

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 40
5 utan Iwcnnali Kristín Astgeirsdóttir þingkona var nýlega á ferð um Bandaríkin ásamt 23 konum alls staðar að úr heiminum. Til- gangur ferðarinnar, sem var skipulögð af upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna, var að kynnast stöðu bandarískra kvenna. Vera bað Kristínu að segja lesendum sínum frá því helsta sem vakti athygli hennar og þá einkum þeim málum sem þær bandarísku hafa komið lengra en við hér heima. Lög sem gagnast konum Þaö sem fyrst vekur athygli í Bandaríkjunum er sú mikla breyting sem varð með valdatöku Clintonstjórnarinnar, en með henni fóru kon- ur að uppskera eftir áratuga vinnu á akrinum. Konur eru um 40% þeirra sem Clinton hefur skipaö í starfslið sitt og má nefna að t.d. dóms- og heilbrigðisráðherrarnir eru konur svo og fulltrúi Bandarikjanna I öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þar af leiðandi er margt að gerast á sviði dómsmála og heil- brigöismála sem snertir konur sérstaklega. í nýsamþykktum „glæpalögum” (The Crime Bill) er sérstakur kafli um ofbeldi gegn konum sem m.a. gerir lögreglu mun auð- veldara að taka menn úr umferð áður en skaðinn er skeður. Konur njóta fjarlægðar- verndar, þ.e. ofbeldismaðurinn má ekki koma nær þeim en nemur ákveönum fjölda kílómetra, ef þeir gera það má handtaka þá. Þá er í þessum lögum að finna sérstök ákvæöi um verndun fórnarlamba m.a. fyrir fjölmiölum (réttur til nafnleyndar o.fl.) og refsingargegn nauðgunum og ofbeldisglæp- um gegn konum hafa verið hertar verulega. Lög eru í gildi um refsingar við kynferðis- legri áreitni, en þau mál tóku nýja stefnu í september þegar dómstóll í Kaliforníu National Institute of Health því fram að það væri vegna þess að þær fengju ekki rétta meðferð. Konur í Bandarikjunum segja aö brjóstakrabbamein sé orðin farsótt sem verði að bregðast við sem slíkri og hafa kraf- ist meiri peninga til rannsókna. Þær rak i rogastans þegar þær komust að því að jafn- vel rannsóknir á brjóstakrabbameini höföu veriö gerðar á körlum! Þá má nefna vaxandi rannsóknir á breytingaskeiðinu, öldrun kvenna, unglingasjúkdómum eins og lystar- stoli, búlemíu o.fl. auk þess sem konur I aríHunum dæmdi fyrirtæki í himinháar sektir vegna áreitni yfirmanns við konu sem vann und- ir hans stjórn. Kviðdómurinn hugsaði sem svo að ef ekki yrði um verulega sekt að ræða munaði fyrirtækið ekkert um þetta og dómurinn hefði engin áhrif. Því var ákveðið að sektin næmi 10% af gróða fyrirtækisins á síðasta ári sem færði konunni 7 millj. doll- ara (490 millj. ísl. kr.). Talið er að þessi dómur muni hafa verulegt fordæmisgildi. Konur og heilbrigöi í heilbrigðismálum er verið að veita miklu fjármagni til rannsókna á heilsu kvenna, en svo sem kunnugt er fer heilsu kvenna hrak- andi um allan heim. Það er viðurkennd stað- reynd í heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna að það verði að skoða konur sérstaklega þegar heilsa á T hlut og þar er starfandi sér- stök kvennadeild innan ráðuneytisins rétt eins og í atvinnumálaráðuneytinu. Hjarta- sjúkdómar eru helsta dauðaorsök kvenna í Bandaríkjunum og krabbamein er í öðru sæti. Nánast allar rannsóknir á hjartasjúk- dómum, meðferð þeirra og lyf gegn þeim byggjast á rannsóknum á körlum. Athuganir hafa leitt í Ijós að konur sem fá hjartaáfall lifa það mun sjaldnar af en karlar og hélt Vivian Pinn yfir- læknir kvenna- rannsókna í Greinarhöfundur hvílir sig á Iröppum þingbússins í Washington ásamt Indim Thacoor Sidayafrá Máritsíus læknastétt segja að ofbeldi gegn konum og börnum sé heilbrigðismál. Ég átti þess kost aö heimsækja kvennaspítala í Pittsburgh sem var fæðinga- og kvensjúkdómaspítali, en hefur nú þróast í þá átt að leggja áherslu á alhliða rannsóknir á heilsu kvenna, fræðslu og forvarnir og er m.a. kominn í samvinnu við sjúkrahús í Moskvu þar sem heilsu kvenna hrakar ört. Kvennaskólar í sókn í skólamálum er ýmislegt merkilegt að ger- ast. Kvennarannsóknir og kennsla í kvenna- fræðum stendur víðast hvar traustum fót- um og t.d. T Kaliforníu hefur konum orðið vel ágengt í að koma konum að í stöður pró- fessora og stjórnenda I háskólunum. Þar hefur þeim tekist aö fá það viðurkennt að það þurfi að huga að konum sérstaklega. Aðstoðarrektor Fullerton-háskólans t Orange County er kona og hún vakti athygli á því að það er nauðsynlegt að spyrja, hvað á að kenna konum, hverjar eru þarfir þeirra og hvaða þekkingu hafa konur, þegar þær eru komnar í meirihluta nemenda í háskólum? Gamla karlakerfiö dugar ekki lengur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.