Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 31
ai Tixílc öici i íxaícð 111 x
Grandavegur 7
Vigdís Grímsdóttir
löunn 1994
Grandavegur 7 er falleg og óvenjuleg saga um
fólk, tilfinningar, samskipti kynslóöa, skáld-
skap og margt fleira. Strax í upphafi fangar
sagan athygli lesandans og heldur henni allt til
loka, í meira en fjögur hundruö blaðsíður.
Umgjörö sögunnar er dagur í lífi unglings-
stúlkunnar Fríðu. Dagurinn er sunnudagur í
maí fyrir sjö árum og staðurinn er sú Reykja-
vík sem býr í huga Friðu, sem er nákvæm
spegilmynd þeirrar Reykjavíkur sem við
þekkjum úr daglega lífinu.
Það er dagurinn sem keyrt var
yfir Fúsíus, hundinn hennar
Frfðu, og hann drepinn. Per-
sónur sögunnar tengjast allar
húsinu á Grandavegi 7 með
einum eða öðrum hætti. Hin-
ir dauðu eru fleiri en þeir sem
lifa, meira áberandi í sögunni
og Fríöa, sem er kölluð
skyggna stelpan í holtinu, talar meira við þá
en hina lifandi, þeir segja henni sögu sína
og stundum er engu líkara en þeir leggi Frfðu
undir sig þegar þeir heimta að hún veiti sér
athygli og gangi jafnvel erinda sinna.
Frfða býr ein með mömmu sinni sem oft
hefur verið langt í burtu, í óeiginlegri merk-
ingu, mun lengra í burtu en þeir dauðu. Með
dauða hundsins nálgast þær mæðgur og
skynja samkennd sína en gjáin sem myndað-
ist milli þeirra þegar bróöir Fríðu dó og faðir
hennar yfirgaf þær mæögur, sú gjá mun fyll-
ast. Þannig táknar dauðinn
ekki endalok heldur miklu frek-
ar upphaf nýs og betri kafla t
lífi mæðgnanna. Og það er
ekki hundurinn sjálfur sem
þær grafa í garðinum, hann er
í fullu fjöri þótt enginn sjái
hann nema Frtða. Þessa hug-
mynd undirstrikar Vigdts á
þann hátt að margendurtaka að það er þeina-
grind hundsins sem þær grafa og að lokum
situr hundurinn á gröf sinni og spangólar.
Sagan er um fólk sem fæöist og deyr, kyn-
slóö fram af kynslóð, í einhvers konar sam-
hengi sem aldrei er einfalt. Vissulega er það
hvorki nýtt að rithöfundar fjalli um samskipti
kynslóðanna né að skrifaðar séu sögur um
íbúa ákveðins húss. En efnistök Vigdtsar eru
hvort tveggja í senn, afar frumleg og markviss.
Flver maður á stna sögu og hefur þörf fyrir
að segja hana frá stnum sjónarhóli. Gildir það
jafnt um lifendur og dauða. Og Grandavegur 7
er saga alls þessa fólks, þæöi frá sjónarhorni
höfundarins og skáldsins sem ýmist heitir Jó-
hann eða Sveinn Ármann og er persóna t sög-
unni. Þar viö bætast athugasemdir persón-
anna sem sagan er um. Það er sjaldgæft að
persónur t skáldsögum fái þannig sjálfar að
leggja mat á meðferð höfundarins á sér.
Þannig er sagan ekki stður um sjálfa sig, um
skáldskap, um sannleika og lygi og einstigið
þar á milli. Og um hlutverk skáldsins.
Jóhann undirbýr ritun sömu sögu og Vigdís
hefur lokið við að skrifa, sögu tbúanna á
Grandavegi 7. í spjaldskrá Jóhanns les Fríða
sögu sína og annarra tbúa hússins, eða eina
hugsanlega útgáfu þeirrar sögu. Þar stendur
hún skáldið að því að leggja sér orð t munn. Og
það sem hún les um ömmu sína finnst ömm-
unni rýrt og saknar margs. Önnur persóna
gengur jafnvel svo langt að gera skriflegar at-
hugasemdir við túlkun Jóhanns á sögu sinni.
Þannig minnir Vigdts okkur á að saga hennar
er, eins og allar sögur, bara ein hlið sannleik-
ans. Eins og Jóhann leggur hún persónum stn-
um orð t munn og sleppir einnig mörgu sem
þær kunna að hafa sagt og gæti skipt máli.
Flún skapar samhengi þar sem ekkert var fyrir
en sem kemur „vel út t sögunni", eins og ein
persóna sögunnar sakar aðra um að gera.
Það er ekki nýtt að Vigdts Grimsdóttir skrifi
texta sem er á mörkum raunvearleikans. Nú
sem fyrr skapar hún hugarheim sem lýtur öðmrn
lögmálum en hversdagslegur veruleikinn sem
þó rúmast líka í heimi textans. Ég verð að viður-
kenna aö hugarheimar hennar hafa hingað til
ekki átt nógu greiða leið að huga
mínum. Stúlkan t skóginum höfð-
aði til dæmis ekki til mín við fýrsta
lestur. Að mínu mati tekst Vigdtsi
á mjög sannfærandi hátt, og betur
en nokkum ttma fyrr, að vefa hér
saman hinum ytra og hinum innra
heimi, raunveruleikanum og
fantasíunni. Ég held að það takist
svo vel sem raun ber vitni af þvt aö hér er raurr-
veruleikinn ívaf fantasíunnar og fantastan um
leið ívaf raunveruleikans og með skáldskapnum
mynda þau afar sterka og sannfærandi heild.
Grandavegur 7 er að efni og atburðarás áhuga-
verö saga. Fiún miðlar lesendum sínum virðingu
fyrir mönnum þrátt fyrir, eða vegna, breyskleika
þeirra. Sagan minnir okkur líka á að þótt dauð-
inn sé áskapaður öllum er lífið honum samt
sterkara, það heldur áfram og þeir dauðu halda
áfram að vera til, að minnsta kosti í hugum og
sögum þeirra sem lifa og hugsa.
Ragnhildur Richter
Það er fátt jólalegra en ilmurinn af nýbökuð-
um smákökum og sumum finnst að án
þeirra séu engin jól. Vegna fjölda áskorana
birtum við nú enn á ný uppskrift Kristínar
Einarsdóttur aö jólasmákökum en það má
með sanni segja að þær hafi slegið f gegn
meðal lesenda VERU. Þær hafa þann kost
að úr einni grunnuppskrift má baka ótal
„sortir", þvt maður skiptir deiginu bara í
jafnmarga hluta og sortirnar eiga að vera:
Grunndeig:
750 g hveiti
600 g smjörltki
200 g sykur
Þetta er hnoðað saman og sett I ísskáp í
a.m.k. eina klukkustund. Síðan er deiginu
skipt í t.d. fjóra hluta:
Finnsk smábrauð:
Rúllið deiginu í lengjur á þykkt við löngutöng
og skerið þær t 3ja sm löng stykki. Penslið
stykkin með hrærðu eggi og setjiö muldar
möndlur og perlusykur ofan á. Bakið í
10-15 mfn.
Súkkulaðikökur:
Brytjið suðusúkkulaði smátt og hnoðið sam-
an við. Einnig er gott að setja rifinn appel-
sfnubörk með. Búið til litlar kúlur, setjið þær
á plötuna og ýtið ofan á með gaffli. Bakið t
8-10 mín.
Kókóskökur:
Ffnoöiö kókósmjöli saman við. Búið til kúlur
og fletjiö þær út með t.d. spaða eða skeið
þegar þær eru komnar á plötuna. Penslið
meö eggi og setjið perlusykur ofan á. Bakið
t 8 mín.
Hnetukúlur:
Hakkið valhnetukjarna og hnoðið saman
við. Búið til kúlur. Bakið f 8 mtn.
Allar „sortirnar" eru bakaðar við 200 gráður.
Til að fá fleiri sortir má setja t.d. rústnur,
marsipan eða núggat t deigiö. Möguleikarn-
ir eru óþrjótandi, en gætiö þess að móta
tegundirnar á mismunandi vegu. Þá verður
smákökufatið mun glæsilegra.
sk Idu vera bókajól.