Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 33

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 33
í barndómi Jakobína Siguröardóttir Mál og menning 1994 Jakobtna skrafar hljóölega við lesandann, kynnir honum bernsku stna og vekur honum hugsanir um eigin uppvöxt. Alltaf er til ein- hvers aö Itta þótt vegurinn sé skemmri og þroskabrautin sömuleiöis. Húsakynni barndómsins standa henni ekki galopin. Hún reynir stööugt að rifja upp hvar borðið stóö, hversu margar rúöur voru í glugganum... en á meðan tínir hún fram myndir af foreldrum stnum og öörum heimilis- föstum. Pabbi í smíðaskúrnum og rennir í rennibekknum, rennir diska úr hörðum rauðaviði handa elstu börnunum sínum. Jakobína horfir hugfangin á og gleymir að hún átti að sækja spæni í eldhólfið til að kynda undir kaffivatninu. Mamma, oftast ólétt, ber þungan balann meö blauta þvott- inum, það er kvenmannsburður. Á vorin sækir hún ekkert færri egg t bjargið en aðr- ar konur og eldar svo matinn handa körlun- um. Hlær, og borðar stundum ekkert sjálf. Félagslega gildiö vegur þungt. Gott að njóta fólksins meðan þess nýtur við. Veturnir fyrir vestan eru langir, dimmir og kaldir og gesta- komur ekki tíöar. Kristján fóstri fastur punkt- ur í lífinu og svefninum. Þangað til hann hverfur að eilífu úr rúminu stnu. Pabbi óskeikull þangað til hann getur ekki gefið viðhlítandi skýringar á þvt hvers vegna algóður og alvitur guð misskipt- ir gæðum heimsins eins og hún sér glögglega. Fermingin undirbúin. Og mamma veröur ósanngjörn þegar hún biður guð að náða hana þegar hún þurfi að fara að halda eigið heimili. Verkaskiptingin skýr á heimilinu. Ver- öld sem var. Veröld sem Jakobína ætlar aldeilis ekki að viðhalda. Hún hefur kynnst bókum og þær heilla hana meira en krakkaormar, matar- gerð og stórþvottar. Hún ætlar að ganga menntaveginn, veit bara ekki vel hvar hann liggur. Hún ætlar bókaveginn. Jakobtna er elst af krakkaskaranum og þegar mamma veikist veit hún af ábyrgðinni og víkst ekki undan henni. Skyldan við sína nánustu er það afl sem markar veginn. Þeg- ar á reynir bregst hún aöeins sjálfri sér. Og lokar barndómnum. Berglind Steinsdóttir Engjll í snjónum Nína Björk Árnadóttir löunn 1994 Engill í snjónum er nýjasta Ijóðabók Nínu Bjarkar. Hún skiptist í tvo hluta, en þeir eru mjög ólíkir að efnistökum og Ijóðformi og má jafnvel líta á þá sem tvö aöskilin verk. Fyrri hlutinn einkennist af angurværð, fegurð og söknuði, enda eru mörg Ijóðin rit- uð til látinna vina eða forvera meðal skálda. Ljóðmælandi er tilfinningaríkur, hvort sem hann talar til hinna horfnu, minnist liðinna atburða eða horfir fram á við í von. Hann tal- arí fyrstu persónu og er samofinn Ijóðinu og minningunni, en það gefur Ijóöunum styrk og einlægni og færir þau nær lesandanum. Ljóðformið er knappt, á stundum jafnvel um of svo Ijóðin verða sundurlaus. Sterkast er það þegar það nær að mynda samfellur, heildstæðar myndir, líkt og í kveðjunni til Williams Heinesén (bls. 30) og „í minningu Jóns Haraldssonar arkitekts" (bls. 24), sem að mínu mati er eitt besta Ijóð bókarinnar. Þar kemur vel fram styrkur myndhverf- ingarinnar þar sem flétta drunga, krafts og fínleika dregur fram margvísandi til- finningar af einlægni og ang- urværð. í síðari hluta bókarinnar kveður við annan tón. Hér er Ijóðmælandi oft utan Ijóðsins, hann talar gjarnan í þriðju persónu svo lesandinn verö- urfrekar hlutlaus áhorfandi og Ijóðin fjarlæg- ari. Frásögnin verður rikjandi og Ijóðin fær- ast æ nær prósa, uns bókinni lýkur á tveimur löngum prósaljóðum. Er það síöara, „Ég fékk að vera“ (bls. 60), eitt besta Ijóð síðari hluta verksins að mínu mati. Hér er ENGILL 1 SNIONUM ' iVV- .. * yrkisefnið konan í samfélaginu, fyrrttengsl- um og jafnvel geðheilsu. Áherslan er á skort hennar á rauntengingu, hvernig hún hefur misst tök á tilveru sinni. Þessi Ijóð eru mun harðari en Ijóðin í fyrri hlutanum, Ijóðrænan vart til staðar en vonleysi og jafnvel örvænt- ing komin í hennar stað. Persónurnar virð- ast ófærar um aö berjast eða vinna sigur og afstaðan einkennist af uppgjöf og vonleysi. Prósaformið hæfir þessum Ijóðum vel og greinilegt er að Nína hefur þaö fyllilega á valdi sínu, án þess þó að Ijóðin nái aö heilla lesandann á sama hátt og hinn Ijóðræni fyrri hluti. NTna sýnir mikinn næmleik á túlkun til- finninga ogfærir þærí Ijóðmál af snilld, jafnt vonleysi og doða kvennanna I slðari hluta, sem söknuð, angurværð og þakklæti fyrri hlutans. Hiti og kraftur tilfinninganna I fýrri hluta verksins gerir hann þó mun minnis- stæðari og um leið ríkari en slðari hluta verksins. Þar eru Ijóð sem lesa má aftur og aftur og ætíö finna eitthvað nýtt, Ijóð sem miðla af öllum tilfinningaskalanum, án þess þó nokkurntíma að verða væmin, heildstæð Ijóð og sterk. í heild er útgáfan vel og fallega unnin, þó furðu veki að útgefandi sjái ekki ástæðu til að láta fylgja yfirlit yfir fyrri verk Nínu. Bókarkápa er fallega unnin og viðeigandi og mikil synd að höfundar hennar skuli ekki vera getiö. Mjög er til vansa að efnisyfirlit skuli vanta 160 bls. bók. Helga Hlaögerður Nóttin hlustar á mig Þuríöur Guömundsdóttir Hörpuútgáfan 1994 Nóttin hlustar á mig er sjöunda Ijóðabók höf- undar. Verkið samanstendur af tveimur löngum Ijóðum, „Tjarnljóði" og „Blómum þagnarinnar" auk safns styttri Ijóöa undir yf- irtitlinum „Nóttin hlustar á mig“, en þar hef- ur hvert Ijóð sjálfstæðan titil að auki. Þrátt fyrir þessa kaflaskiptingu er verkið heild- stætt og sterkt, bundið saman af lifandi og kröftugu myndmáli. frh. bls. 35 Fjarkennsla í 54 ár! Hlemmi 5, II. hæð, 105 Reykjavík. Sími: 91- 62 97 50. Myndsendir: 91-62 97 52. Rafpóstur: brefask@isiiieniit.is Afgreiðslan er opin frá 10 (il 15 alla virka daga. Slmsvari tekur við skilaboðum utan afgreiðslutíma. Sendum í póstkröfu um aíll land. sk Idu vera bókajól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.