Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 55
Oittó og ttngít í ttegg!
frh. af bls. 8
Hvað varðar áhrif kvenna á kristni hér á
landi má nefna aö Auður djúpúðga var krist-
in og margar þeirra ambátta sem víkingar
rændu á Bretlandseyjum voru vafalaust
kristnar, þótt heimildir um trúarlíf þeirra
skorti. Fræðimenn hafa þó getið sér þess til
að þær hafi ekki síður útbreitt kristna trú
hér á landi en Þorvaldur víðförli og Þang-
brandur enda hafa þær eflaust kennt börn-
um bænir - þær voru oft barnfóstrur og áttu
sjálfar börn með landnámsmönnum. Konur
hafa því augljóslega haft mikil áhrif á kristn-
ina í þessu landi og forvitnilegt að vita
hvaöa áhrif kristnin hefur haft á líf þeirra.
2If iíútcro
„Kristninni fylgdu ákveðnar hugmyndir um
siðferði, fleirkvæni var bannað og hjóna-
bandið óupþleysanlegt, en það átti að
tryggja öryggi kvenna og barna þeirra. Það
var algengt að höfðingjar ættu börn með
fjölda kvenna en kirkjan reyndi að vinna
gegn því með því að takmarka erfðarétt
óskilgetinna barna. Ennfremur reyndi kirkj-
an að auka sjálfstæði einstaklinga þannig
að fólki væri ekki ráðstafað í hjónabönd
gegn vilja sínum. Það tókst oft góð vinátta
milli þresta eöa biskupa og kvenna og
þannig bendir ýmislegt I Svínfellingasögu til
þess að konur hafi unniö með prestum aö
því að reyna að koma á friði í staðinn fýrir
endalausar blóðhefndir. Konum var þó hald-
ið kyrfilega utan viö kirkjustofnunina sjálfa
og mjög stíft frá öllum embættum.
Staða kvenna í hinum kristna heimi
breyttist eftir siðaskiptin. Þá var konum
meinaður aðgangur að háskólum og klaustr-
in, sem oft hýstu miklar lærdómskonur, lögð
niður. Annars er mjög umdeilt hver áhrif
siðaskiptin höfðu fyrir konur og við eigum
eftir að komast að því hvaða áhrif þau höfðu
fyrir íslenskar konur. Lúter sagði að eigin-
konan ætti að sitja jafnföst á heimilinu og
nagli í vegg, en þótt fjölskyldupólitík hans
hafi þannig lokað konur inni á heimilunum
þá er staða nútímakvenna betri í löndum
mótmælenda en í kaþólsku löndunum.
En þrátt fyrir allt hafa konurnar alltaf stutt
kirkjuna", segir Inga Huld að lokum, „og þótt
kirkjan sem stofnun hafi verið í höndum
karla um aldir, hefur hin lifandi kirkja, þ.e.
trúin sjálf, blómgast meöal kvennanna. Þær
hafa alltaf trúað svo heitt, trúin hefur verið
þeirra haldreipi og þær hafa skilað henni á-
fram til næstu kynslóðar." sbj
Stendur
Því hélt Jón Baldvin Hannibalsson utanrfkis-
ráðherra m.a. fram á morgunverðarfundi hjá
félaginu Unifem á íslandi þann 24. október
sl. Dr. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir lagði
áherslu á I erindi sínu, Þiggjendur eða ger-
endur-konur, þróun og félagslegar breyting-
ar, að við yrðum að líta á konur sem einstakl-
inga en ekki sem heild. Á fundinum töluðu
einnig Ágúst Þór Árnason framkvæmdastjóri
Mannréttindaskrifstofunnar um Mannrétt-
indi - réttindi kvenna og Helga Leifsdóttir við-
skiptafræðingur og sendifulltrúi Rauða
krossins um konur í þróunarríkjum og neyð-
araðstoð. Helga sem hefur starfaö m.a. í
Kenýa og Afghanistan lagði áherslu á að
hvar sem hún hefði unnið væri reynsla henn-
ar sú að það væri fleira sem sameinaði kon-
ur en sundraði.
UNIFEM er þróunarsjóður sem styrkir
konurí þróunarlöndum til sjálfshjálpar. Sjóð-
urinn var stofnaður á allsherjarþingi Samein-
rir þrifum?
árið 197B. Félag Unifem á Is-
uðu þjóðanWS árið 197B. Félag
landi var stofnað 1989. Á þessu ári hóf fé-
lagið stuðning viö þróunarverkefni í fimm
löndum Andesfjalla. Verkefniö felst í aðstoð
við konur við ræktun og tækni og spannar
ferlið frá sáningu til markaðssetningar.
F.v. Helga Þórólfsdóttlr sendifulltrúl hjá Rauöa krossi íslands
og Nína Helgadóttir sem starfar einnig hjá Rauöa krossinum.
kafííleikhús og kertaljós
Þær raddir hafa heyrst að hið hefðbundna leikhúsform sé aö verða úrelt. Stærð leikhúsanna
sé of mikil og fjarlægðin þar af leiöandi svo mikil að þeir sem ekki sitji í fremstu sætisröðum
fínu fastagestanna, geti auðveldlega horfiö inn I eigin hugarheim, þ.e.a.s. ef ekki væri fyrir
hinn óbærilega fnyk sem myndast af samblöndun fínustu ilmvatna heims, sem í stórum sam-
þjöppuðum skýjabólstrum sveima yfir og undir höföum leikhúsgesta.
Ef lesendur Veru hafa veigrað sér við að fara í leikhús vegna ofangreindra atriða, þá er þeim
bent á að drífa sig sem fyrst T Hiaðvarpann, á Kaffileikhús. i hlýlegri birtu gulmálaðra veggja og
kertaljóss er boðið upp á léttan kvöldverð, borin fram f grófum keramiksskálum sem gefur sér-
stakan spænskan blæ. Innréttingin ýtir undir þá tilfinningu, munir liðinnar tíðar hanga á veggj-
um og í lofti, munir sem í dag eru orðnir hálfgerðir sýningargripir vegna aldurs. Með ótrúlega
ódýrt rauðvín í glasi hefst leiksýningin, inn á milli áhorfenda. Nálægðin er það mikil að andar-
dráttur leikaranna heyrist, þeir þurfa ekki að þrymja yfir lýðnum með þindarröddu og ná því mun
betri túlkun á karakterunum. Að lokinni sýningu setjast leikarar niður hjá gestum og spjalla um
skilaboö leikritsins. Kaffileikhús í
fyrsta sinn á íslandi, kominn tími
til því leikhúsformiö á sér margar
hliðar sem margar hverjar eru mun
skemmtilegri en sú heföbundna.
En það er þetta með ilmvatnið,
ætti ekki að banna notkun þess á
samkomustöðum?
Kolfinna Baldvinsdóttir
h tt og þetta