Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 35
Nóttin er leiðarminni, tengiliður sem er
sífellt t bakgrunni, án þess þð að yfirgnæfa
annað myndmál verksins. Náttúrumyndir
eru algengar svo og kyrrar borgarmyndir, en
í Ijóðmálinu renna þessar myndir í eitt, þar
sem nóttin líkt og fléttar saman borg og nátt-
úru uns skilin dofna og hverfa. Myrkvuð
borgin býr hér yfir sömu kyrrð og tjörnin eða
ströndin. Ljóðin eru inn-
hverf og leitandi, skil um-
hverfis og innri sýnar verða
óljós, myrkur hugans og
myrkur næturinnar sam-
tvinnað og mikilvægi andar-
taksins oft alls ráðandi.
Ljóðin eru tilfinningarík og
ná að koma til skila gleði
og sorg jafnt sem angur-
værð og ótta. Skynjun Ijóðmælanda er
sterk og hann talar til lesandans á einfald-
an en áhrifaríkan hátt. Skynjunin sem slík
verður ákaflega þýðingarmikil í Ijóðunum,
eins og kemur hvað sterkast fram í „Blóm-
um þagnarinnar" (bls. 13-23), en þar er
mikilvægi skynjunarinnar orðiö yrkisefni í
hugarheimi hvar skilningur byggist á and-
stæðum og sjón á snertingu. Andstæður
eru endurtekið þema í verkinu í heild, nótt-
inni erteflt á móti deginum, myrkrinu á móti
birtunni, draumi á móti veruleika. Mynd-
hverfingar og persónugervingar falla mjúk-
lega að einfaldleika Ijóðanna, jafnframt því
að víkka merkingarheiminn. Sjálft Ijóöformið
er einnig einfalt og meitlað og hæfir efninu.
Eina brot þessa einfaldleika er að finna í titl-
um einstakra Ijóða sem er líkt og ofaukið,
segja ekkert umfram Ijóðið sjálft. Má hér
nefna „Lífið“ (bls. 28) og „Brothætt" (bls.
29). Á hinn bóginn eru margir titlarnir afar
vel við eigandi, svo sem „Tjarnljóð" (bls. 7)
og „Liljur götunnar" (bls. 36).
í heild er hér um að ræða vandaða lesn-
ingu, einlæg og hrífandi Ijóð sem eiga erindi
til allra Ijóðaunnenda. Uppsetning og allur
frágangur bókarinnar er til fyrirmyndar, þó
spurning sé hvort ekki hefði mátt hafa bók-
arkápu í nánari tengslum viö titil og efni
verksins.
Helga Hla&geröur
VináttaGuös
Kvennaguöfræði
Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Kvennakirkjan 1994
Vinátta Guös er fyrsta bókin um kvennaguð-
fræði sem kemur út á íslensku og ég held að
það sé meiri fengur að henni en konur gera
sér grein fýrir að óséðu. Trúin er mörgum
frekar fjarri alla jafna en þegar fólk lendir í
miklum raunum og leitar Guðs í örvæntingu
sinni er hin hefðbundna mynd feðraveldisins
af hinum alvalda, föðurlega og refsandi guði
svo sterk að manni finnst sem Guð geti alls
ekki verið kona-til þess skorti „hann" mild-
ina. En í bókinni segir: „Kvennaguðfræðin
talar um guö í kvenkyni vegna þess að Guð
talar um sjálfa sig í kvenkyni. í Biblíunni eru
margar kvenmyndir Guðs og okkur er ekki
heimilt aö stinga þeim undir stól. Þaö er
skurðgoðadýrkun að tala bara um Guð f
mynd annars kynsins." ... „Orð geta orðið
skurðgoð og myndir geta orðið skurðgoð.
Þegar ein guðsmynd Biblíunnar er látin rikja
yfir öðrum myndum og útrýma þeim er það
guðlast. Kristnir listamenn hafa þráfaldlega
málað myndir af Guði þótt Biblían banni það.
Þeir gera Guð að valdamiklum gömlum
manni með sítt skegg og stundum í kon-
ungskápu. Það er gert til að styðja veldi karl-
anna, og í rauninni er það skurðgoðadýrk-
un.“ Þetta er kannski kjarni málsins og í
þessari bók rekur Auður Eir skilmerkilega
hvernig guðfræði feöraveldisins hefur verið
notuö til þess að'hefja karlkynið upp á valda-
stólana á kostnað kvenna.
Auður segirfrá því að kvennakirkjan hafi
verið sökuð um aö gera upp á milli kafla
Biblíunnar og velja sérstaka kvennatexta
en þaö gerir hún ...til þess að hinir nei-
kvæðu kaflar sem tala um undirgefni og
undirokun kvenna sem sjálfsagðan hlut
haldi ekki áfram að hljóma sem boð Guðs.“
Hún bendir líka á að „Kirkjan hefur mismun-
að textum og túlkað þá án þess að hinn
frelsandi boðskapurtil kvenna kæmi fram."
Kvennakirkjan er í fullum rétti til að sýna
okkur „hina" hliðina á Biblíunni, því í þeirri
merku bók eru miklu fleiri kaflar og ritningar-
staðir um konur, og mikilvægt hlutverk
þeirra, en þeir sem haldið hefur verið að
okkur af hinni hefðbundnu guöfræöi feðra-
veldisins. Bibltan dregur upp kvenmynd
Guðs í sköpunarsögunni og Jesús Itkti Guði
við konu í dæmisögum sínum. Jesús líkti
Itka sjálfum sér viö konu og Auður telur
mikilvægt að í lífi sínu og starfi lagði hann
áherslu á „kvenlega" eiginleika stna.
Kvennaguðfræöin fjallar um líf kvenna,
sjálfsmynd þeirra og hugmyndir. Sjálfsmynd
og sjálfsviröing fólks ræðst að miklu leyti af
þeim fyrirmyndum sem það hefur t uppvext-
inum. Það segir sig því sjálft að fólk sem fær
aldrei að sjá sjálft sig öðru vísi en sem undir-
gefið og undirokað fær minna sjálfstraust,
minni sjálfsvirðingu og lélegri sjálfsmynd en
þeir sem ævinlega sjá sjálfa sig í hlutverki
geranda ogyfirboðara. Það hlýtur því að vera
krafa kvenna að sagan öll verði skrifuð upp
á nýtt. Yfirvöld menntamála gerðu rétt í þvt
að fá Auði Eir hiö snarasta til aö skrifa ný
kristinfræði til að kenna í grunnskólanum.
Þessi bók sýnir okkur að við getum alls ekki
unað því lengur að dætur okkar læri hefö-
bundin kristinfræði feðraveldisins í skólan-
um, því þannig fá þær afskræmda mynd af
sjálfum sér.
Sonja B. Jónsdóttir
Véistu? ef þúvin átt
Minningar Aöalheiðar Hólm Spans
Þorvaldur Kristinsson skráði
Forlagið 1994
Langt fram eftir þessari öld voru nær ein-
göngu ritaðar ævisögur karla hér á landi og
þá var oftast um aö ræða embættismenn
eða aðra sem höfðu klifrað upp virðingar-
stiga þjóðfélagsins. Á þessu hefur orðið
breyting á síöustu árum og er það vel. Ævi
og störf kvenna eru sem betur fer orðin frá-
sagnarverð. Ein sltk bók kom út í haust og
er það ævisaga Aðalheiðar Hólm Sþans.
Hún ólst uþp á Btldudal á öðrum áratug
aldarinnar og lýsir vel aðstæðum sem al-
þýðukonur bjuggu við á þeim árum. Það má
raunar segja aö frásögn Aðalheiðar sé góð
heimild um líf og störf láglaunakvenna svo
sem vinnukvenna á heimilum T Reykjavík á
fjóröa áratugnum. Sá kafli sem fjallar um
þær t bókinni er sérlega áhugaverður sem
og reyndar bókin t heild.
Aðalheiður réöst T það átján
ára gömul, áriö 1934, að
stofna ásamt fjórum starfs-
stúlkum á sjúkrahúsum verka-
lýösfélagið Sókn. Það er holl
lesning fyrir þá sem vilja rétt-
indabaráttu láglaunakvenna
feiga. Þá er lýsing hennar á við-
horfumíslendingatil „ástands-
ins“ einnig vemlega minnisstæð. Aðalheiður
fluttist með eiginmanni sínum til Hollands eftir
stríö og hélt þar áfram baráttu fýrir friði og
mannréttindum. Veistu, ef þú vin átt, er bók
sem lesendur Vem ættu endilega að lesa.
Góöa skemmtun.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir
NÓTTIN
HLUSTAK Á MIG
Kitíður CuflmuiHlstlðtlir
sk Idu vera bókajól.