Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 37

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 37
atvinnurekenda „Þaö veröur aö hækka launin um- talsvert í næstu samningum," segir Ragna Bergmann formaöur verkakvennafélagsins Framsókn- ar. í félaginu eru um 3000 konur og 23 karl- ar, en hæstu laun félagsmanna eru rösk- lega 60.000 krónur á mánuði. „Nú í haust hafa fjórir hópar verið að fara yfir samningamálin og mér sýnist aö í kom- launamal • kvermamal „Hvað er spes kvenna, kvenna - það eru náttúrlega launamálin," sagði Guðrún Jó- hannsdóttir á landsfundi Kvennalistans að Varmalandi í nóvember síðastliðnum og ekki að ástæðulausu. Laun kvenna eru nú um helmingur af launum karla og virðist ætla að ganga seint að koma á launajafnrétti hér á landi. Árið 1992 voru atvinnutekjur 36-40 ára kvenna 967 þúsund krónur en karlkyns jafnaldrar þeirra fengu 2 milljónir 124 þúsund krónur í tekjur það árið. Árið 1993 fengu verkakonur 93,7% af tímakaupi verkakarla og afgreiðslukonur fengu 70,8% af tímakaupi af- greiðslukarla. Árið 1988 voru verkakonur hins vegar með 96,6% af tímakaupi verkakarla og afgreiðslukonur með 77,7% af tímakaupi afgreiðslukarla og má því segja að lengi getur vont versnað! Á sama árabili hefur skrifstofukonum þó tekist aö þoka sínu tímakaupi úr 70,5% upp í 76,5% af tímakaupi skrifstofukarla. Það hef- ur lengi veriö vitað að menntakonur hafa haft mun lægri laun en menntakarlar og gildir það bæöi um dagvinnulaun og heildarlaun. Á síðasta ársfjórðungi 1993 höfðu háskólamenntaðar konur hjá ríkinu 97 þúsund krónur í mánaðarlaun eftir 16-20 ára starf en karlmenn í sömu stöðu voru með 102 þúsund króna mánaðarlaun. Heildarlaun sömu kvenna voru 149 þúsund á mánuði en karlanna 179 þúsund. launahækkanir og skattbæytingar Kjarasamningar eru lausir um áramótin og vinna verkalýösfélögin nú aö sinni kröfugerö. Meinatæknar fóru í verkfall í vor og náðu fram leiðréttingu á sínum kjörum og hjúkrunar- fræðingar hafa einnig náö fram leiðréttingu á þessu ári. Þegar þetta er skrifað eru sjúkralið- arí verkfalli, en umræða um verkfall þeirra hefur veriö frekar neikvæð þrátt fýrir þá staö- reynd aö sjúkraliðar hafa verið samningslausir I rúmlega eitt og hálft ár. Það má búast viö að kröfur um umtalsverðar launahækkanir og ýmsar breytingar á skatt- kerfinu veröi ofarlega á baugi í komandi samningaviöræöum verkalýðsfélaganna viö atvinnu- rekendur, ef marka má viðtöl VERU við forystukonur í þremur verkalýösfélögum. andi samningaviðræðum veröi lögö áhersla á hækkun persónuafsláttar og hækkun skattleysismarka auk þess sem nauösyn- legt er aö koma lánskjaravísitölunni út. Við þurfum líka að huga að starfslokasamningi fyrir eldri konurnar, því aö í atvinnuleysi eins og nú ríkir er ævinlega byrjað á því að segja elstu konunum upp störfum. Við teljum að lækka þurfi ellilífeyrisaldurinn niður í 65 ár og eftirlaunaaldurinn úr 70 niður T 67 ár. Með slíkum aðgerðum bætum við ekki ein- ungis hag þeirra eldri heldur gerum yngra fólkinu líka auöveldara að komast inn á vinnumarkaðinn. Viö munum einnig berjast fyrir hærri eingreiðslum, eða láglaunabót- um, sem eru nú 15.000 krónurtvisvar á ári, en þær þurfa aö komast upp í a.m.k. 50 þúsund á ári. Auk þess viljum við hækka desemberuppbótina til samræmis við opin- bera starfmenn." Ragna segist veröa vör við mikla reiði meðal sinna félagsmanna, enda hafi verka- fólk verið látið greiða þjóðarsáttina. Atvinnu- rekendur og ríkisvaldið hafi svikið sín fögru loforð og nú sé hungurvælið T atvinnurek- endum byrjað aftur. „Það er ætlast til þess að við björgum efnahagsmálunum, við eig- um aö halda veröbólgunni niöri á meðan ýmsir hópar hafa fengið 6-7% hækkun á tímabilinu. Það er mikil neyö ríkjandi hjá mörgum í okkar félagi, við reynum að hjálpa fólki meö því að lána því peninga frá viku til viku en stundum verðum við að vísa fólki til félagsmálastofnunar."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.