Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 18

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 18
og baráttumál. Hvert eitt þessara atriöa veröskuldar athygli, en Veru leikur einkum forvitni á að heyra meira um ritgerðarefni Herdísar. Herdís byggir rannsókn sína á viðtölum við níu konur sem eiga það sameiginlegt að hafa verið meðal upphafskvenna Rauð- sokkahreyfingarinnar. Rannsóknin beinist að því að setja sig í spor umræddra kvenna og skilja þær út frá þeirra eigin sjónarhóli. Herdís kannaði jafnframt sögulegar heimild- ir um Rauðsokkahreyfinguna, heimildir um tslenskt samfélag fyrir og eftir stofnun hreyf- ingarinnar og heimildir um baráttu kvenna á erlendri grund á sjöunda áratugnum. Ritgerðin heitir „Vaknaðu konal", en það var eitt helsta slagorð Rauðsokkahreyfingar- innarfyrstu starfsár hennar. Það er nú flest- um gleymt og grafið og fleiri muna frekar eft- ir slagorðum á borð við „Kvennabarátta er stéttabarátta!" eða „Stéttabarátta er kvennabarátta!" En eins og Herdís segir voru þetta seinni tíma slagorö sem vísuðu til hinnar róttæku vinstri stefnu sem Rauð- sokkahreyfingin tók upp um og eftir 1974 eftir ráöstefnu sem hún hélt í Skógum und- ir Eyjafjöllum um hugmyndafræði hreyfingar- innar. „Vaknaðu kona!" beindist hins vegar að konum fyrst og fremst og átti að vekja þær til vitundar um stöðu þeirra, hvort held- ur sem var inni á heimilum, á vinnustað, í skólum, t stjórnmálum, í móðurhlutverkinu, í húsmóöurhlutverkinu, í eiginkonuhlutverk- inu, í einkaritarahlutverkinu, - í hverju sem var. Herdís hafði áhuga á að kanna þær hugmyndir sem upphafskonurnar höfðu um sjálfar sig, aðrar konur og samfélagið á þeim tíma sem þær létu til skarar skríða þann 1. maí árið 1970 og gengu aftan við kröfugöngu verkalýðsfélaganna niður Laugaveginn undir heitinu „Konur á rauðum sokkum". „Ég var sjálf virk í Rauðsokkahreyfing- unni árin 1975-77,“ segir Herdís. „Ég komst ekki fyrr vegna barneigna og vinnu, Herdís Helgadóttir lauk mann- fræðiprófi frá Háskóla íslands í júní 1994. Sá atburður er frá- sagnarverður fyrir þrennt. Hún var 65 ára gömul, hún útskrif- aðist með þriðju hæstu ein- kunn frá Félagsvísindadeild það sinniö, og að síöustu fjall- aði lokaritgerð hennar um fyrstu ár Rauösokkahreyfingar- innar á íslandi, tilurð hennar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.