Vera


Vera - 01.12.1994, Side 18

Vera - 01.12.1994, Side 18
og baráttumál. Hvert eitt þessara atriöa veröskuldar athygli, en Veru leikur einkum forvitni á að heyra meira um ritgerðarefni Herdísar. Herdís byggir rannsókn sína á viðtölum við níu konur sem eiga það sameiginlegt að hafa verið meðal upphafskvenna Rauð- sokkahreyfingarinnar. Rannsóknin beinist að því að setja sig í spor umræddra kvenna og skilja þær út frá þeirra eigin sjónarhóli. Herdís kannaði jafnframt sögulegar heimild- ir um Rauðsokkahreyfinguna, heimildir um tslenskt samfélag fyrir og eftir stofnun hreyf- ingarinnar og heimildir um baráttu kvenna á erlendri grund á sjöunda áratugnum. Ritgerðin heitir „Vaknaðu konal", en það var eitt helsta slagorð Rauðsokkahreyfingar- innarfyrstu starfsár hennar. Það er nú flest- um gleymt og grafið og fleiri muna frekar eft- ir slagorðum á borð við „Kvennabarátta er stéttabarátta!" eða „Stéttabarátta er kvennabarátta!" En eins og Herdís segir voru þetta seinni tíma slagorö sem vísuðu til hinnar róttæku vinstri stefnu sem Rauð- sokkahreyfingin tók upp um og eftir 1974 eftir ráöstefnu sem hún hélt í Skógum und- ir Eyjafjöllum um hugmyndafræði hreyfingar- innar. „Vaknaðu kona!" beindist hins vegar að konum fyrst og fremst og átti að vekja þær til vitundar um stöðu þeirra, hvort held- ur sem var inni á heimilum, á vinnustað, í skólum, t stjórnmálum, í móðurhlutverkinu, í húsmóöurhlutverkinu, í eiginkonuhlutverk- inu, í einkaritarahlutverkinu, - í hverju sem var. Herdís hafði áhuga á að kanna þær hugmyndir sem upphafskonurnar höfðu um sjálfar sig, aðrar konur og samfélagið á þeim tíma sem þær létu til skarar skríða þann 1. maí árið 1970 og gengu aftan við kröfugöngu verkalýðsfélaganna niður Laugaveginn undir heitinu „Konur á rauðum sokkum". „Ég var sjálf virk í Rauðsokkahreyfing- unni árin 1975-77,“ segir Herdís. „Ég komst ekki fyrr vegna barneigna og vinnu, Herdís Helgadóttir lauk mann- fræðiprófi frá Háskóla íslands í júní 1994. Sá atburður er frá- sagnarverður fyrir þrennt. Hún var 65 ára gömul, hún útskrif- aðist með þriðju hæstu ein- kunn frá Félagsvísindadeild það sinniö, og að síöustu fjall- aði lokaritgerð hennar um fyrstu ár Rauösokkahreyfingar- innar á íslandi, tilurð hennar

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.