Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 39
Raunin er því sú að tveir aðilar vinnumarkað-
arins semja alltaf um að sá þriðji, þ.e. ríkið,
borgi. Málið er bara ósköp einfaldlega það
að fyrirtæki sem getur ekki greitt laun getur
ekki gengið.
Þau 80.000 sem lögbinda ætti sem lág-
markslaun eru miðuð við einstakling, en ef
hann á barn er lágmarkskrafa sú að tekið sé
tillittil þessí skattkerfinu. Persónuafsláttur
fyrir börn er því ein af brýnustu úrbótunum
sem Kvennalistinn krefst í skattkerfinu en
það er almennt viðurkennt að einhver lág-
marksupphæð sé undanþegin skatti. Full-
orðnir einstaklingar fá persónuafslátt og
rekstrarkostnaður fyrirtækja er undanþegin
frá skatti. Barnabætur eru hugsaðar sem
eins konar persónuafsláttur barna en þær
eru ekki nema brot af persónuafslætti full-
orðinna. Það er líka algjör óþarfi að senda
tékka Ijórum sinnum á ári með öllum þeim
kostnaði sem því fylgir - í stað þess að milli-
færa í skattkerfinu.
Fædingarorlofssjóöur
Sföast en ekki síst vill Kvennalistinn að fæð-
ingarorlofið verði tekið til endurskoðunar.
Vinnuveitendur vilja oft ekki ráða konur,
a.m.k. ekki í yfirmannastöður, og bera þá
gjarnan við að þegar eða ef þær verði ólétt-
ar ogfari í barneignarfrí valdi það fyrirtækinu
bæði auknum kostnaði og óþægindum. Því
verður sjálfsagt seint breytt að konur þurfi
aö fara í fæðingarorlof, náttúran hefur nú
einu sinni hagað því þannig, en það erýmis-
legt hægt að gera til að jafna kostnaðinn
sem hlýst af því. Við leggjum til að stofnað-
ur veröi sjóður sem allir vinnuveitendur borgi
í svokallað fæðingarorlofsgjald, rétt eins og
þeir borga í sjúkra- og lífeyrissjóði. Síðan fái
konur eða karlar sem fara í fæðingaror-
lof greitt úr þessum sjóði og haldi þannig
óbreyttum launum, en í dag verða margar
konurfyrir umtalsverðu fjárhagslegu tjóni við
að fara í fæðingarorlof. Þetta myndi auð-
velda körlum að fara í fæðingarorlof, því þá
minnkuöu tekjur heimilisins ekki eins mikiö
og nú er. Þá má einnig búast við því að rétt-
ur karlmanna til að fara í fæðingarorlof verði
virtur, en við viljum að fæðingarorlofið verði
lengtíníu mánuði með því skilyrði aðfeðurn-
ir taki síðustu þrjá mánuöina.
Tæp hálf milljón töpuö
Það er ekki bara munur á launum karla og
kvenna í þessu þjóðfélagi. Á undanförnum
árum hefur launamisrétti vaxið gífurlega og
er nú talað um að í landinu búi tvær þjóðir.
Fyrir nokkrum árum mátti ekki tala upphátt
um stéttaskiptingu á íslandi en nú geta menn
ekki lengur lokað augunum fyrir henni.
Launamunur hefur aukist gífurlega og fer enn
vaxandi. Á meöan fiöldi fólks dregurfram lífið á
launatöxtum sem eru langtundirviðurkenndum
fátæktarmörkum er annar hópur sem býr við
allt önnur kjör. Og það eru ekki bara sjálfstæðir
atvinnurekendur sem skammta sér launin
heldur virðast ýmsir ríkisforstjórar og
bankastjórar einnig geta ráðið launum sínum.
Þessi íslenska yfirstétt býr í glæsilegum
einbýlishúsum og ekur um á dýrum jeppum eða
öðrum lúxuskerrum. Hún verslar líka í öðrum
búðum en hinir. Það þarf tvenns konar búðir
handa tvenns konar þjóðum.
Fólk hefur fundið kjaraskerðinguna brenna á
sér án þess að geta kannski þeinlínis fest á
henni hendur en hluti af skýringunni kom í Ijós
þegar nkisendurskoðun sendi frá sér skýrslu um
áhrif skattbreytinga. Þar er upplýst að núverandi
rikisstjóm, og sú síðasta, hafa skert
ráðstöfunartekjur meðalfjölskyldunnar um
455.000 krónur á ári með aðgeröum eins og að
lækka persónuafslátt, taka persónuafsláttinn úr
sambandi við lánskjaravísitöluna, hækka
skattprósentuna, skerða bamabætur og
vaxtabætur og auka kostnaðarhlutdeild fjöl-
skyldnanna í heilbrigðisþjónustunni, svo eitt-
hvað sé nefnt. (Viðmiðunarfjölskylda rikisendur-
skoðunar: Hjón með meðallaun landverkafólks
í ASÍ tæpl. 112.000 kr. á mánuði - annar maki
í 50% starfi - og eiga 2 böm - annað undir 7
ára aldri). sbj
Svona lítur hún út, skerðing ríkis-
stjórnarinnar á ráðstöfunartekjum
meðalfjölskyldunnar
- á fimm ára fresti
Einn handa henni...
og annar handa honum...
...eða svona á eins árs fresti. Meðal-
fjölskyldan kemst nefnilega í sæmileg-
ustu utanlandsferð fyrir tæpa hálfa
milljón - ferðir, húsnæði, fæði og jafn-
vel fatakaup á fjölskylduna innifalin.
En það er líka hægt að sækja ísland
heim fyrir þennan pening...
...og svo eru það börnin - fjölskyldan.
Það var hægt að leyfa sér mun fleiri
samverustundir með börnunum áður
en fjölskyldan tapaði tæpri hálfri millj-
ón króna árlega. Nú neyðast foreldr-
arnir til að reyna að ná sér í einhverja
yfirvinnu eða aukavinnu til að hafa
upp í mismuninn. Einhvern veginn
verður að ná endum saman.
I unamálin