Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 24
^frekskonur og hvundagshetjur Eitt af því sem vakti athygli barnaáhugafólks á þessu ári var landsfundur foreldra sem haldinn var í Reykholti í Borgarfiröi. Þar var í forsvari kona sem vakið hefur athygli fyrir skelegga framgöngu í málefnum grunn- skólabarna. Unnur Halldórsdóttir heitlr konan, uppeldisfræöingur og formaður Samtakanna heimili og skóli, sem hafa 10 þúsund félagsmenn innan sinna vébanda. Landsfundurinn var opinn öllum foreldr- um og mættu 130 manns til leiks, rúmlega 70 foreldrar og 50 börn. Fundurinn stóö yfir heila helgi og var starfrækt leik- og lista- smiðja fyrir börnin á meðan foreldrarnir hlýddu á fyrirlestra og ræddu málin. Ný menntastefna fyrir grunnskólann var meöal umræðuefna og ræddu hóparfólks ákveðna punkta í henni. Hóparnir skiluðu síðan niður- stöðum og voru ályktanir fundarins unnar úr þeim. Fundurinn komst m.a. að þeirri niður- stöðu að ekki bæri að lengja skólaárið og breytti menntamálaráðherra áætlunum sín- um í kjölfar ályktana hans, enda mótmæltu fleiri. „Við teljum brýnna að breyta innihaldi skólans en að lengja skólaárið," segir Unn- ur, „og viljum að ttminn verði nýttur betur en nú er gert. Það má t.d. gera með því að sleppa starfsdögum kennara, enda eðlilegt að þeir skipuleggi sitt starf áður en börnin mæta í skólana." Unnur segir að mesta upplifunin hafi ver- ið að hitta foreldra alls staðar að af landinu og komast að því hvað skólahald til sveita er ólíkt því sem við þekkjum í þéttbýlinu. Víða um land eru börn í einsetnum skólum, fá heitar skólamáltíðir og eru sótt T skólann og keyrð heim að skóladeginum loknum. „Þetta var fyrsti landsfundur foreldra en ör- ugglega ekki sá síðasti. Það var löngu kom- inn tími til að viö foreldrarnir hittumst til að tala um börn og uppeldi, því börnin eru nú einu sinni það dýrmætasta sem við eigum." Elín Ósk Óskarsdóttir er ein þeirra kvenna sem vöktu athygli á árinu sem er að líða. Hún fékk frábæra dóma fyrir söng sinn í upp- færslunni umdeildu á Valdi örlaganna í Þjóðleikhúsinu og var aö margra mati ekki slðri en tenórinn sem söng aðal- hlutverkið! firá Þingvöllum Kolbrún Halldórs'dóttir er ein þeirra kvenna sem hafa verið að vinna vel á þessu ári. Hún hafði umsjón með kabarett sem um 70 ASÍ konur sömdu og sýndu á Norrænu kvennaráðstefnunni í sumar. Kolbtún sá einnig um skemmtiatrið- in í svokallaðri fjölsýningu á Þingvöllum á 50 ára af- mæli lýðveldisins, ásamt Þórunni Elísabetu Sveinsdóttur. Nú í haust setti hún upp söngleikinn Land míns föður á Dal- vík, með 32 manna leikhópi og 7 manna hljómsveit, og á þessu ári voru barnaleikrit sem hún leikstýrði á fjölum þriggja leikhúsa á landinu: Skilaboðaskjóðan í Þjóðleikhús- inu, Dýrheimar á ísafirði og Mómó, sem hún setti upp meö leikfélagi Hafnarfjaröar og var sýnt nú í haust. Geri aðrir betur! til Tutku Konur voru ekki mjög áberandi á Listahátíð í Reykjavík í ár, ef frá er talin Þórhildur Þor- leifsdóttir. Hún vann það þrekvirki að setja upp Niflungahring Wagners í Þjóðleikhúsinu og var þar um stytta útgáfu verksins að ræöa. Þórhildur hlaut mikið lof fýrir verk sitt og voru bæöi innlendir og erlendir gestir og gagn- rýnendur sérlega ánægðir með út- komuna. Bríet Héðinsdóttir vakti mikla athygli í hlutverki Karenar Blixen á Litla sviði Þjóðleikhússins nú í haust og töluðu sumir gagnrýnendur um leiksigur. Leikritið sjálft, Dóttir Lúsífers, er ekkímikið meira en daufur endurómur af Jörð í Afríku, en f meðför- um Bríetar var engu líkara en Karen Blixen birtist sjálf Ijóslifandi á sviðinu. íslenskar tónlistarkonur létu til sín taka á ýmsum sviðum á þessu ári sem endranær. Má þá m.a. nefna þessar: Tríó Nordica, sem skipað er þeim Auði Haf- steinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfadóttur og Monu Sandström, tók þátt í alþjóölegri kammertónlistarkeppni í Mílanó á Ítalíu í október. Af 40 kammerhópum komust þær í átta liða undanúrslit. Sigrún Eðvaldsdóttir tók þátt í erfiðustu fiðlukeppni heims, Tsjaíkofskí keppninni í Rússlandi. Það að fá að taka þátt í keppn- inni er afrek út af fyrir sig, en Sigrún bætti um betur og komst í undanúrslit þótt ekki ynni hún til verðlauna. Hljómsveit Jarþrúðar lék við góðan orðstTr á kvennaráöstefnunni í Finnlandi. Guðrún Hauksdóttir gítarleikari var valin til að leika í norrænu Kvennastórsveitinni á kvennaráðstefnunni í Finnlandi. Björk Guðmundsdóttir var tilnefnd til ým- issa verðlauna, þar á meðal MTV verðlauna og einnig til hinna virtu Tónlistarverölauna Norðurlandaráðs. Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari gáfu út frábæra geislaplötu með verkum eft- ir Beethoven, Schumann, Sjostakovits og Fauré.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.