Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 28

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 28
olamaturinn grænjól súrdeigsbrauö meö, ristaö eða óristað, en þaö fæst í öllum heilsubúðum og í bakaríinu í Grímsbæ. Það er líka gott aö hafa venjulegt rúgbrauð eöa flatkökur með graflaxinum. Munið að skreyta diskinn með t.d. tómat- sneiðum, sítrónu, ósykruðu sinnepi og dill- greinum. Jólin eru tími hefðanna í mörgum fjölskyld- um og sumir geta ekki hugsað sér að boröa neitt annað á aðfangadagskvöld en rjúpurn- ar hjá mömmu, hamborgarhrygginn hjá ömmu eða kalkúninn hjá pabba. Um það er heldur ekki nema allt gott að segja. Þaö get- ur verið ósköp notalegt að halla sér upp að hefðunum og leyfa þeim aö umlykja sig þessa fáu hátíðardaga í annars síbreytileg- um og hverfulum heimi! En þrátt fyrir heföirnar og hátíðleikann eru margir farnir aö endurskoða mataræöi sitt, ýmist af almennum áhuga á bættri heilsu eða af hreinum og klárum læknis- fræðilegum ástæðum þegar fólk veikist af einhverjum sjúkdómi og snýr vörn í sókn. Þeir sem ætla að halda sínu striki yfir hátíð- arnar þurfa heldur ekki að kvíða neinu því heilsufæði er alveg jafn gott og girnilegt og hvur annar matur. Svo er náttúrlega ágætt að hafa í huga hvort hægt sé að hafa eitt- hvað sem unnt er að matreiða fyrirfram því oftvill aðfangadagurinn sjálfurverða nokkuð annasamur hjá útivinnandi fólki. Vera leitaði til Gunnhildar Emilsdóttur Á Næstu Grösum til að fá uppskriftir að makró- bíótískum matseðli fyrir jólin. Gunnhildur býður upp á graflax í forrétt, en hann má út- búa fyrirfram rétt eins og aöalréttinn, sem er hnetusteik, og ísinn. Gunnhildur býður einnig upp á súpu en hana má alveg geyma til jóladags eöa annars í jólum, því þaö þarf að elda hana samdægurs. Graflax 2 msk. gróft sjávarsalt 1 msk. góður hrásykur 11/2 tsk. nýmalaöur hvítur pipar 2 1/2 msk. saxað ferskt dill 2 væn flök af villtum laxi Blandið kryddi vel saman, þrífið roðið á lax- inum vel með rökum klút eða eldhúsrúllu- pappír. Leggið flökin á plastfilmu, með roð- iö að filmunni, stráið kryddblöndunni vel yfir flökin. Leggið dillgreinar til hliöar ef þið eig- ið þær. Vefjið síöan plastinu vel utan um flökin og leggið þau í fat eða ofnskúffu og gott trébretti ofan á. Geymið í ísskáp í 2-3 daga. Skafiö kryddiö af fyrir neyslu og skerið í þunnar sneiðar. Gott er að hafa gott dökkt Shiitake Consommé (Sveppasoösúpa) 15-20 stk. shiitake sveppir, þeir fást þurrk- aðir í heilsubúðum 8 bollar vatn 1 bolli sveppir skornir í sneiöar 11/2 bolli rauðvín 3 msk. sojasósa 11/2 msk. jurtakraftur 2 rauðar paprikur skornar f þunna hringi vel af nýmuldum pipar 1/3 bolli söxuð steinselja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.