Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 42
utan
Þegar skólakerfiö er skoöað í heild kemur
auðvitaö í Ijós að stelpur velja heföbundnar
greinar, sjálfsmynd þeirra er mun lakari en
strákanna þegar kemur að raunvísindum og
þær láta strákana um aö stjórna félagslífinu.
Samband háskólakvenna hefur staðiö aö
miklum rannsóknum á bandarisku skólakerfi
þar sem kynin hafa verið skoöuð og hafa
komist aö niðurstöðum sem vakið hafa mikla
athygli. Niðurstööur þeirra sýna svart á hvítu
að það þarf aö þeina sjónum að stelpum sér-
staklega og strákum sérstaklega og að þaö
gilda ekki sömu markmið fyrir bæði kyn! Há-
skólakonur vilja að kynjunum sé kennt sam-
an, en að þaö þurfi að þreyta kennsluháttum
og áherslum.
Kvenfrelsiskonur hafa áhyggjur af því hve
konur vantar sárlega í margar vísindagreinar
og þar með starfsgreinar, enda sýnir reynsl-
an að þegar þær birtast,
breytast áherslur sbr. lög-
fræöi og læknisfræöi. Því
er ein meginspurningin
sem þær glíma við sú
hvernig megi efla trú
stelpna á sjálfum sér og
fá þær til að snúa sér að
vísindagreinum sem kon-
ur veigruöu sér ekki við að
stunda í upphafi þessarar
aldar. Þaö sem vakti þó
mesta athygli mína varð-
andi menntamálin, var
uppgangur kvennaskól-
anna (nemendur 18-22
ára) sem nú lifa mikið
blómaskeiö.
Kristín féll
að sjálfsögðu fyrir
þessari hetju villta
vestursins, Johti
Wayne, í Orange
County
Konum til stuönings
Á nftjándu öldinni voru stofnaöir mörg
hundruð kvennaskólar sem öllum var ætlað
að bæta þekkingu og stöðu kvenna á einn
eða annan hátt. Margir þeirra urðu mjög
hefðbundnir og bjuggu konur undir starf eigin-
konu og húsmóöur, en aörir týndu ekki nið-
ur feminískum arfi og byggðu konur upp til
starfa og virkni. Á sjöunda áratug þessarar
aldar varð mikil breyting í skólamálum þeg-
ar sú stefna varö alls ráöandi að kenna
strákum og stelpum saman í þeirri trú að
jafnrétti ríkti í skólastofunni, sem rannsókn-
ir sýna að er alls ekki til staðar. Bannaö var
með lögum að „mismuna” eftir kynjum, en
einkaskólar féllu ekki undir það, þar sem
um val nemenda var að ræða. Alls lifðu 84
kvennaskólar „jafnréttisbylgjuna" af en aö-
eins tveir piltaskólar. Þessir kvennaskólar
eru nú mjög vinsælir enda hefur komð í Ijós
að flestar framákonur Bandaríkjanna koma
úr kvennaskólum t.d. rúm 40% þeirra
kvenna sem nú sitja á þingi svo og forseta-
frúin Hillary Clinton. Ég heimsótti tvo
kvennaskóla í Pittsburgh sem báðir eiga
það sameiginlegt að hafa það meginmark-
mið að byggja konur upp til starfa, virkni og
valda. Kvennaskólarnir reynast enn vera
það vopn sem konum dugar líkt og þeir voru
á síðustu öld. Þaö er viöurkennt að margir
kvennaskólanna eru meöal bestu skóla í
Bandarfkjunum, þeir hvetja stelpur til dáða
og það er þaö sem vegur þyngst.
Slítum ekki þráöinn
Eitt af því sem vakti athygli mína í feröinni
var hve eldri konur eru virkar í kvennabar-
áttunni. Konur sem sitja á þingum, konur
sem eru aö kenna, konur sem halda uppi
gífurlegu félagsstarfi í þágu kvenna og
samfélagsins eru upp til hópa konur sem
búnar eru að koma börnum sínum á legg.
Eftirminnilegustu konurnar sem ég hitti
voru á nfræðisaldri, rithöfundurinn og
fræðikonan Louise Noun og Marie Louise
Smith sem á sínum tíma var mjög hátt sett
í Republikanaflokknum. Þar var á ferð það
sem Þórbergur Þóðarson kallaði nið ald-
anna. Þær hafa með öðrum konum komið
á fót kvennasögusafni í lowafylki en það-
an voru margar af frægustu baráttukonum
kvenréttindahreyfingarinnar gömlu t.d.
Carrie Chatman Catt, Amelia Bloomer
o.fl. Þessar gömlu konur tengdu saman
fortíð og nútíð, þær voru ekkert að hika
við aö kalla sig feminista og vildu eyða
síðustu árunum í aö styöja konur til frek-
ari dáða þannig að þráðurinn slítnaði
ekki. Louise Noun seldi málverk sem hún
átti eftir mexikanska málarann Fridu
Kahlo fyrir um 100 millj. ísl. kr. til að
koma kvennasögusafninu af staö og hún
hefur stofnaö sjóð sem m.a. styrkir
kvennaráðstefnur í fylkinu.
»'««»' Wtr
Sam-
staöan er sterkasta vopniö
Það sem mér fannst einkenna
baráttu bandarískra kvenna
hvort sem það var á þingi, í
samtökum gegn ofbeldi eða í
skólunum, var samstaða. Þær
segja: við eigum svo margt
sameiginlegt, sameinumst um það sem
við erum sammála um, styðjum og styrkj-
um hver aðra. Samstaðan er sterkasta
vopnið. Nógu eiga konur erfitt uppdráttar
þó að við séum ekki að níða skóinn niður
af hver annarri. Þeim hefur víða tekist að fá
það viðurkennt að þaö beri að skoöa stööu
kvenna sérstaklega og að sþyrja þurfi nýrra
spurninga þegar konur eiga í hlut, ekki síst
í stjórnkerfinu. Miklum peningum er nú var-
ið til að styðja fyrirtæki kvenna sérstak-
lega, með lánveitingum í gegnum „smáfyr-
irtækjasjóðinn” og það er viðurkennt að
þar er helsti vaxtarbroddurinn í atvinnulíf-
inu enda konur sem skapað hafa flest ný
störf á undanförnum árum. Konum í
Bandaríkjunum hefur tekist að notfæra sér
dómstólana konum í vil og náö þannig fram
úrbótum. En - þær eiga Ifka við gífurleg
Bandarísku
baráttukonumar
Louise Noun og
Marie Louis Smith
Kristín ásamt konunum í hópnum.
vandamál að glíma, svo sem fátækt, lág
laun, réttindaleysi á vinnumarkaöi, ofsóknir
trúarhópa o.fl. o.fl. sem væri efni í aðra
grein. Við getum þó mikið af þeim lært og
mér varð það Ijóst á þessari ferö minni hve
langt viö eigum í land, einkum í því að fá það
viöurkennt að kynin eru ekki eins og að þaö
þarf aö grípa til margvlslegra aögerða til að
bæta stööu kvenna og til að breyta ríkjandi
hugmyndaheimi og hugarfari konum f vil.
Hefurþúséð LlV í dag?