Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 51

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 51
Hverjir hafa lagt sitt á vqgarskál jafnréttis undanfarið? Hverjir hafa unnið jafnréttisbaráttunni mest gð^n og Ogngn? _ __ Hverjir hafa tekið vel á ýmsum málum - hverjir illa? Sendu VERU línu eða taktu upp tólið og láttu skoðun þína í Ijós. e R-listinn fyrir að taka strax myndarlega á dagvistarvanda reyk- vískra barna. Ákveöiö hefur veriö aö verja hálfum milljaröi króna á næstu fjárhagsáætlun í dagvistarmálin, en stefnt er aö því aö fyr- ir lok kjörtímabilsins veröi öll börn, eins árs og eldri, komin í leik- skóla í Reykjavík. Og ekki nóg meö þaö heldur er einnig stefnt aö því aö börnin fái þá vistun sem foreldrar þeirra vilja nýta sér. Hagstofa íslands hefur nú loksins gefiö út rit um stööu kynjanna hér á landi í beinhörðum tölum. Ritið heitir Konur og karlar 1994 og er handhægt og bráðnauösynlegt upplýsingarit. Jörfagleði. Auöur Bjarnadóttir og Hákon Leifsson fyrir danssýn- ingu sína. Allir þeir sem stóöu aö dagskrá á Alþjóðlegum baráttudögum gegn ofbeldi á konum, dagana 25. nóv. - 10. des. 1994. Ríkisútvarpið - Rás 1 fyrir þáttaröðina Konur kveða sér hljóös, en umsjónarmaður hans var Erla Hulda Halldórsdóttir sagnffæöingur. Karlanefnd Jafnréttisráðs fýrir góöa ráöstefnu um karla gegn ofbeldi. Sjónvarpið fyrir þátt um íslenskar bókmenntir á lýöveldistíman- um. Þar var rætt viö ttu karla en einungis tvær konur. Kvenrithöf- undar voru ekki nefndir til sögunnar fyrr en seint og um síöir og þá aöeins örfáir og var umfjöllun um bækur þeirra í mýflugumynd. Morgunblaðið. í annars ágætri umfjöllun um bágborna stööu ís- lenskra barna er talaö um barneignir unglinga. Þar segir frá því aö lifandi fædd börn á hverjar 1.000 konur 15-19 ára séu mun fleiri á íslandi en á öðrum Noröurlöndum. Af þessu dregur blaöamaöur- inn þá ályktun að engum ætti ,.að dyljast aö frjálst kynlíf viögengst meðal unglinga á íslandi. Hjá flestum þjóöum heims telst slíkt hins vegartil lauslætis." Lauslæti segir blaöamaöurinn, en ekki orð um það hvernig kynfræðslu er háttaö á íslandi - en hún hefur löngum veriö í molum og skötulfki, ólfkt þvf sem gerist annars staöar á Noröurlöndum. Danir eru t.d. frægir fyrir sfna góöu kynfræöslu og tölurnar þaöan tala einmitt sfnu máli. Auk þess eru fóstureyðingar færri hér á landi og segir þaö náttúrlega sfna sögu, bæöi um fleiri barnsfæöingar og ólfk viöhorf. En auövitað sýna svona tölur þaö aö viö eigum aö efla kynfræöslu f skólum! Framsóknarflokkurínn, sem hafnar hverri konunni af annarri f prófkjörum sínum og er ekki annað aö sjá en forsvarskarlamir glotti bara útf annað! Logi Guöbrandsson framkvæmdastjóri Landakotsspftala sem samkvæmt fréttum ríkisútvarpsins fór aö spila golf f Flórída þeg- ar semja þurfti viö sjúkraliða. Er þaö svona sem karlarnir sinna ábyrgöarstörfunum sínum? Morgunblaðið fyrir fréttafIutninginn af grein Reynis Tómasar Geirssonar kvensjúkdómalæknis í Lyfjatíöindum um fólksfjölgun á Islandi. Reynir talaöi þar um getnaöarvarnir og ófrjósemisaögeröir fyrir bæöi konur og karla en Morgunblaöiö sá einungis ástæöu til að tala um ófrjósemisaögerðir á konum f sinni frétt. Kvenréttindafélagið fyrir aö halda opinn umræöufund um áhrif ofbeldis f fjölmiölum og tölvuleikjum á börn og unglinga. Frum- mælendur ræddu m.a. um möguleika löggjafans til aö stemma stigu viö ofbeldi, áhrif ofbeldis í kvikmyndum og tölvuleikjum, hvernig kvikmyndirnar kenni unglingum aö réttlæta ofbeldi og loks talaöi Margrét Pála Ólafsdóttir leikskólastjóri um hörgulsjúk- dóminn ofbeldi og lýsti þvf dásamlega forvarnarstarfi sem unniö er f leikskólanum Hjalla. Hörgulsjúkdómurinn einkennist m.a. af vöntun á tíma, samskiptum, umönnun, heilbrigöum aga og því að börnum sé kennt hvaö sé réttlátt og hvaö óréttlátt, hvaö sé minn réttur og þinn réttur, mitt frelsi og þitt frelsi. Á Hjalla er ekki leit- aö aö sökudólgum heldur fá börnin aö æfa sig í þvf aö gera gott úr öllu og laga í sameiningu þaö sem úrskeiðis fer. Og þau læra skýrar reglur um þaö sem þau geta leyft sér án þess aö ganga á rétt annarra. í hringborösumræöum greindi Guömundur Guöjónsson yfirlög- regluþjónn frá því aö ofbeldi hefur aukist til muna frá þvf um 1970, samfara aukinni áfengisneyslu og neyslu annarra vímugjafa, auknu ofbeldi f sjónvarpi og grófara ofbeldi I kvikmyndum. Nokkrar umræöur urðu um ofbeldi f bamatímum sjónvarpsstööv- anna. Einnig var bent á aö þær sýna valin hroðalegustu atriöin úr bíómyndum kvikmyndahúsanna í auglýsingatímanum rétt fyrir frétt- ir, þegar börnin eru oft á sveimi meö tannbursta og náttföt í kring- um fréttaþyrsta foreldra. Fá sjónvarpsstöövarnar mínus fyrir þaö. Deildarstjóri barnaefnis á Stöö 2 greindi frá því aö stööin legði á- herslu á mjúka línu í vali barnaefnis en hún væri afþreyingarstöð meö metnaö sem vildi höföa til allra og því væri efni fyrir eldri krakka kl. 11-12 um helgar. í framhaldi af því var spurt hvort birt væri viövörun á undan ofbeldismyndum. Ekki mun þaö vera og spuröi fulltrúi Stöövarinnar á móti hvaö ætti þá aö gera við bæk- ur. Sjónvarpsfólk grípur gjarnan til þess aö bera sjónvarpsefni sam- an við bækur, en þaö er ekki alveg sambærilegt. Flestir kaupa nokkrar bækur á ári sem eru lesnar ótal sinnum. Sjónvarpsefniö dynur yfir í miklu meira magni. Þaö er líka fljótlegt aö ganga úr skugga um hvort bækur fyrir smábörn feli í sér ofbeldi, og slysist slik bók í lestrarstundina er unnt aö breyta textanum um leið og lesiö er. Allt ööru máli gegnir um sjónvarpsefniö. Þegar fjölskyldan hefur einu sinni komiö sér þægilega fyrir, framan viö sjónvarps- tækiö, breytir maöur ekki neinu, þaö sem gerist á skjánum ríöur yfir áhorfendur hvort sem þeim llkar betur eöa verr og þeir geta ekki haft nein áhrif þar á. Nema aö slökkva á tækinu, en þá er allt um seinan. Ekki töldu fundarstjórnendur mögulegt aö fundurinn sam- einaöist um aö senda sjónvarpsstöövunum tilmæli um aö þær vör- uöu við ofbeldi í barnatímunum þannig aö unnt yröi aö slökkva á tækinu áöur en ofbeldið ríður yfir. í framhaldi af þessum umræöum kom f Ijós að ofbeldisþröskuldurinn er mismunandi hár hjá fólki því aö á meöan sumum finnst ofbeldi í barnaefni sjónvarpsstööva hafa minnkaö á sföustu 15-20 árum finnst öörum þaö hafa aukist gróf- lega. Þaö er engu líkara en umræöa um börn og ofbeldi markist öll af einhvers konar tviskinnungi: „Jú, þetta er alveg agalegt, viö verö- um aö gera eitthvaö f þessu," breytist einhvern veginn í: „Þetta er nú ekki svo voöalega slæmt - er þetta ekki bara allt í lagi?"! Prófessorar í Lagadeild Háskólans en þeir neituöu nýbakaðri móöur I laganámi um aö skipta einu námsári á tvö. Var ekki veriö aö stefna aö jafnrétti til náms? plús3* mínus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.