Vera


Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 4

Vera - 01.12.1994, Blaðsíða 4
thafnakonan „Við vorum frá fyrstu tíö ákveönar í því aö reka þetta eins og hvert annaö fyrirtæki", segir Lára. „Viö vildum fá vinnu okkar metna og það er mikil- vægt aö konur gefi ekki vinnu sína og þess vegna borgum viö fyrir allt sem gert er. Auðvitað vinnum viö allar ein- hverja sjálfboðavinnu, annars gengi þetta ekki upp.“ Hverfið er ekki frábrugðið öðrum verksmiðju- hverfum, byggingarnar eru fremur Ijótar og það mætti að ófyrirsynju malbika göturnar. Óljósar hugmyndir um hvernig kvennafyrir- tæki hljóti aö líta út er ekki nægur vegvísir og ég verð því aö láta húsnúmer vísa mér leið. Loks finn ég Randalín handverkshús og nýt góðs af aö hafa einu sinni heimsótt prjóna- stofu sem var einnig í Lyngási 12 í þá gömlu góöu daga þegar prjónastofur spruttu upp um allt land og framleiddu aðallega forljóta ullarjakka sem enginn sómakær íslendingur gat látið sjá sig í og voru því fluttir út til Rúss- lands. Eftir aö prjónastofu ævintýrinu lauk stóö byggingin auð um tíma, uns bærinn bauö húsnæöi og vélar leigulaust til tveggja ára í von um að konum tækist það sem körl- um haföi mistekist, að reka fyrirtæki sem út- vegar konum vinnu í heimabyggð. Þegar inn er komiö sést strax að nú er líf í tuskunum. í einu horninu er verið að búa til ýmsar vörur úr pappír. Verksmiðjusaumavélar standa í öðru horni, gínur á miðju gólfi og efnisstrang- ar á hillu. Skrifstofan er lítil en hlýleg og þar má líta varning úr Smiðju Randalínar. Lára Vilbergsdóttir verkefnisstjóri er ein á staön- um og verður því fyrir svörum. „Atvinnumálanefndin hér á Egilsstöðum var aö reyna að koma ýmsu á laggirnar og spurði m.a. mig hvort ég gæti komið ein- hverju af stað," segir Lára og gengur frá pappírsgumsinu til aö sinna langt að- kominni blaðakonu Veru. Láru var bent á Önnu Ingólfsdóttur sem hafði unnið að sölu- og markaðsmálum og þær mótuðu síðan hugmyndina að Randalín. Þær boðuöu til kynningarfundar í maí í fyrra og fengu fleiri til liðs við sig, bæði fyrirtæki, félagasamtök, karla og konur. Hluthafar í Randalín eru nú um 60 talsins. „Við fundum strax fyrir greini- legum áhuga og velvilja og þaö hvatti okkur til dáða." Þegar leitað var til Láru var hún einmitt að hugsa sér til hreyfings. Að loknu hand- verks- og kennaranámi í Danmörku flutti hún ásamt eiginmanni og barni aftur heim í Egilsstaði. Lára kenndi um tíma handa- vinnu við Alþýöuskólann á Eiðum og Hús- mæðraskólann á Hallormsstað. En eftir að hafa eignast annað barn vildi hún gjarnan fá fasta vinnu á Egilsstöðum. Hún var orð- in þreytt á því aö skipta sér niöur milli vinnustaða og þurfa að keyra milli staöa, oft í viðsjálum veörum. Lára haföi kynnst ýmsum hönnunarfyrirtækjum í Danmörku og oft velt því fyrir sér hvernig hún gæti skapað sér vinnu við sitt fag á Egilsstöö- um. Tilboð atvinnumálanefndar ýtti við henni því þetta var kærkomiö tækifæri til að láta drauminn rætast. Alvöru fyrirtæki Randalín er lítið fyrirtæki því stöðugildin eru aðeins tvö og hálft. Lára er í fullu starfi, en Anna Ingólfsdóttir, Bergþóra Arnórsdóttir og Anna Guöný Helgadóttir eru hver um sig í hálfu starfi. Lára hannar vörurnar en Berg- þóra og Anna Guöný - sem eru einnig útskrif- aðar úr sama skóla í Danmörku - útfæra þær, sauma prufustykki og koma auk þess með sínar eigin hugmyndir. Anna sér um sölu- og markaðsmál. Auk þess er sjálfstætt starfandi klæðskeri, Lára Elísdóttir, í húsinu sem getur „keypt" vinnu úr smiðju Randalín- ar þegar á þarf að halda. Hún sérsaumar jakkaföt, kjólföt, smókinga sem og allan annan fatnað. Randalín hefur einnig tekið að sér sérverk- efni, t.d. voru hannaðir og saum- aöir íþróttagallar fyrir íþróttafélag- ið Hött á Egilsstöðum, boðið er upp á viðgeröarþjónustu og í gangi er samstarfsverkefni við frú Láru á Seyðisfirði um hönnun á peysum úrgarni ullarvinnslunnar. Megin áherslan er þó lögð á eigin framleiöslu - Úr smiöju Randalín- ar- sem er seld á Egilsstöðum, í Sápubúöinni á Akureyri og í versl- uninni Kirsuberjatrénu á Vesturgötu í Reykjavík. „Við vorum frá fyrstu tíð ákveðnar f því að reka þetta eins og hvert annað fyrirtæki," segir Lára. Við vildum fá vinnu okkar metna og það er mikilvægt að konur gefi ekki vinnu sína og þess vegna borgum við fyrir allt sem gert er. Auðvitað vinnum við allar einhverja sjálfboðavinnu, annars gengi þetta ekki uþþ. Þetta er gríöarleg vinna en skemmtileg og við ætlum að láta þetta ganga. Svona uþpbyggingu þarf aö gefa tvö til fimm ár“. frh. bls. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.