Ritmennt - 01.01.2001, Síða 59
RITMENNT
SIGMUNDUR MATTHÍASSON LONG, 1841-1924
aðist vestra 1890 á áttunda ári, en Valdimar
varð eftir á Islandi. Hann var skólastjóri og
síðast kaupmaður í Hafnarfirði og andaðist
21. ágúst 1964. Hann var eina barn Sig-
mundar sem fór eklci til Vesturheims og á
afkomendur hér á landi.
Svanfríður (Fríða) fór barnung í vistir
vestra. Hún giftist sextán ára og þrívegis eft-
ir það innlendum mönnum. Hún var stað-
festulítil og eklci heilsuhraust en fór víða
um með leikflokki og kom fram sem söng-
kona. Sigmundur skýrir þannig frá afmælis-
samkomu stúkunnar Heklu 29. desember
1897: „Meðal annara hélt jómfrú Ólafía Jó-
hannsdóttir frá Reykjavík þar snjalla tölu og
Fríða mín (nú nefnd mrs W. Clarlc) söng þar
„solo"(27/191-92).
Sigmundur naut þess að fylgjast með
börnum sínum og barnabörnum en kynnt-
ist þó aðeins tveimur sonum Fríðu af fyrsta
hjónabandi hennar. Hann átti alltaf nokkra
góða vini sem hann hitti við og við og auk
þess skyldfólk sem kom að heiman. Þannig
kom frændfóllc hans frá Stóru-Breiðuvílc í
sextán manna hópi til Winnipeg árið 1900.
(28/101). Af vinum hans skal hér einn
nefndur til sögu, Sigfús Sveinsson
(1833-1916), Skagfirðingur að uppruna.
Hann átti heima í Norður-Dakóta, Gimli,
Arhorg og síðast í Framnesbyggð. Þeir skrif-
uðust á og skiptust á heimsóknum, til
dæmis var Sigfús vilcu hjá Sigmundi í júní
1905. (30/111, 113).
Eftir andlát Sigfúsar 1916 birti Sigmund-
ur dánarfregn hans sem hann endaði með
þessum hlýlegu orðum: „Friður sé yfir
moldum þínum. - Litfögur blóm spretti á
leiði þínu, og blessuð veri minning þín, vin-
ur minn."70 Sigfús féklc og þann dóm vestra
að hann hafi verið „veglyndur, hreinskilinn
og látlaus."71 Sigmundur átti stóra bólc sem
Sigfús hafði skrifað og hafði að geyma átján
sögur, en hún kom ekki að vestan með hin-
um handritunum.72 Það er því ljóst, að
áhugamál þeirra vinanna hafa farið saman.
Báðir slcrifuðu upp fornar sögur sér til ynd-
isauka.
Ritstörf Sigmundar á efri árum hans
Seint á fertugsaldri byrjaði Sigmundur að
dunda við að þýða sögur úr dönsku. Hann
ritar í dagbólc sína 9. júní 1870: „Ég skrifaði
til prentunar sögu er ég hef þýtt úr dönslcu á
rúmu arki." (13/38). Þetta hefur Sigmundur
trúlega sent til birtingar í Norðanfara á Ak-
ureyri en var elcki birt. í apríl 1872 segist
hann hafa þýtt sögu úr dönsku. (15/20).
Bæði þessi ár var hann vinnumaður í
Hamragerði í Eiðaþinghá.
Eftir þetta verður hlé á þýðingarstörfum
þangað til í Winnipeg 1891. Þá lýkur hann
við „að þýða smásögu af norsku máli, um
1 x/i örlc", og les hana á kvenfélagsfundi 27.
janúar. (25/119, 120). í desember 1902 þýðir
hann sögu (29/145) og í september 1909
þýðir hann sögu fyrir blað í fyrsta slciptið:
„Lauk við að hreinskrifa smásögu, sem ég
hef þýtt fyrir Heimslcringlu, 33 bls. 8vo."
(31/58). Enn skrifar hann í júlí 1918: „Nú
um tíma hef eg gjört það að gamni mínu að
þýða smásögur í Heimskringlu." (34/145).
70 Tilv. rit, 15. febrúar 1917.
71 Almanak fyrir árið 1931. 37. ár. Útgefandi og Prent-
ari Ólafur S. Thorgeirsson, bls. 50. Um foreldra Sig-
fúsar og ættmenni sjá Skagfirzkar æviskrár V, bls.
351-55.
72 Sjá neðanmálsgrein nr. 3 hér framar.
55