Ritmennt - 01.01.2001, Síða 60
GUNNAR SVEINSSON
RITMENNT
Sögur þessar þýddi Sigmundur úr dönsku
eða norsku eins og fyrstu þýddu smásögurn-
ar. Hann náði aldrei tökum á enskri tungu,
og hefur það líklega ekki verið honum neitt
kappsmál, enda var fjöldi Islendinga slíkur í
Winnipeg að móðurmálið hefur getað nægt
honum nokkurn veginn og hann fengið að-
stoð í skiptum sínum við enskumælandi
fólk. Hann kynntist lítið tengdasyni sínum,
fyrsta manni Fríðu, „þar við ekki skildum
hver annan." (28/112). Hann varð að hafa
Bergsvein bróður sinn með sér sem túlk
þegar hann ræddi við annan tengdason sinn
eftir næstum fjórtán ára veru vestra árið
1903. (29/194).
Árið 1919 verður sú breyting á að Sig-
mundur þýðir fyrstu löngu söguna sem birt-
ist sem framhaldssaga í Heimskringlu,
Skuggar og skin, sem var sérprentuð í
Winnipeg 1920. Eftir það rak hver sagan
aðra. Hann hafði nýlokið við að þýða síð-
ustu söguna þegar kallið kom eins og segir í
dánarfregn hans í Heimskringlu:
Sigmundur var að ljúka við að þýða sögu þá, sem
nú um tíma hefir verið að koma út í „Hkr.", er
hann andaðist. Hefir hann þýtt flestar sögurnar,
er blaðið hefir flutt nú á síðari árum. Var það hið
helzta, er hann gat gjört þessi síðustu ár sér til
uppihalds, að afrita eða þýða, því líkamskraftarn-
ir voru löngu ofþrotnir til þess, að hann mætti
vinna fyrir sér með öðru móti. Þó gat þetta síður
en svo talizt atvinna. Til þess eru íslenzku blöð-
in hér of fátæk, að þau geti launað nokkurt verk,
sem fyrir þau er unnið, svo laun geti heitið.73
Þó að Sigmundur hafi eklci farið að fást við
þýðingarstörf sín að marki fyrr en hátt á átt-
ræðis aldri þótti honum takast þau vel. í af-
mælisgrein um hann áttræðan segir um
þýddar sögur hans að á þeim sé víðast lipur
og góður frágangur.74
Síðasta sagan sem Sigmundur þýddi fyrir
Heimskringlu, „Litla stúlkan hans", endar
þannig að ljúfar saknaðarminningar hljóta
að hafa sótt að gömlum þýðanda sem kunni
mætavel að meta vífsyndi á yngri árum.
Þetta eru lokaorðin:
Hann vafði hana í örmum sér og þrýsti henni að
sér, eins og hann ætlaði aldrei að sleppa henni,
og hellti viðkvæmum, eldheitum ástarkossum
yfir kinnar hennar, enni, augu og munn.
„Ætlaðirðu að segja mér, að - að þú elskir mig
svona heitt?" hvíslaði hann.
„Já - svona elska ég þig", svaraði hún blíðlega
og kyssti hann aftur - „þú vildir hvert sem var
ekki segja mér það - því ástin er mest í heimi -
og ég gat ekki látið hamingjuna frá mér".
„Nei, við skulum ekki sleppa henni, elskan
mín", sagði hann. „Við skulum halda fast í hana
að eilífu - litla stúlkan mín - drottningin mín -
konan mín!"75
Þegar ellin sótti að sat Sigmundur löngum
stundum við fræðistörf sín. Hann skrifaði
upp og dró saman í syrpur sínar þjóðsögur,
sagnir og kveðskap af ýmsum toga. Sumt af
þessu er hvergi til annars staðar. Má þar til
nefna kveðskap eftir Jón Guðmundsson
lærða í Lbs 2131 4to76 og þjóðfræðilegt efni,
sjá bls. 33 hér framar. Helstu syrpur Sig-
mundar eru: „Safn af ljóðmælum ýmislegs
efnis", tíu bindi, Lbs 2125-34 4to; Sagna-
safn, níu bindi, Lbs 2114-22 4to; „Rusla-
skrína, sitt af hverju satt og logið", fimm
bindi, Lbs 2141-45 4to. Loks skulu hér
nefndar samfelldar dagbækur hans í rösk 63
73 Heimsktingla, 3. desember 1924.
74 Tilv. rit, 7. september 1921. Mun vera eftir ritstjór-
ann, Björn Pétursson únítaraprest.
75 Tilv. rit, 18. febrúar 1925.
76 Einar G. Pétursson. Eddurit fóns Guðmundssonar
lærða I. Reykjavík 1998, bls. 143-44.
56