Ritmennt - 01.01.2001, Page 130

Ritmennt - 01.01.2001, Page 130
INGI SIGURÐSSON RITMENNT í margri menntun er alþýða manna hér skammt á veg komin, en í fáu skemmra en náttúrufræð- inni. Getur þó engum dulizt, sem nokkuð þekk- ir til menntunar, hve hún er gagnleg og jafnframt skemmtileg. Þekkingin á náttúrunni og kröptum hennar er það, sem mest hefir aukið framfarir heimsins á þessari öld. Enda spara menntuðu þjóöirnar nú á dögum hvorki fé né annað til að efla náttúruvísindin, og fjöldi náttúrufræðisbóka er gefinn út á ári hverju, bæði fyrir lærða og ólærða. En af þessu leiðir, að ein uppgötvanin fylgir annari, og framfarirnar aukast ótrúlega. Auðvitað er það, að aldrei getum vér staðið jafnfætis í þessu auðugum og fjölmennum þjóð- um heimsins; en nokkru nær getum vér þó kom- izt þeim en nú er, ef hver gjörir það, sem hann getur. Fyrsta skilyrði fyrir því, að náttúrufræðin verði hér nokkuð kunnari hjá alþýðu, en hingað til hefir verið, er það, að náttúrufræðisbækur sé ritaðar á íslenzku, sem bæði sé auðskildar og að öðru leyti við alþýðu hæfi,- og annað skilyrðið er, að þær sé lesnar til gagns, en ekki látnar liggja ólesnar í bókahillum og skápum ,..33 í formála Þóru Þ. Gronfcldt að Stuttri mat- reiðslubók fyrir sveitaheimili kemur fram, hve mikilvægt henni þótti að koma fræðslu um viðfangsefni bókarinnar á framfæri. Hún kemst svo að orði: Aðaltilgangur minn með bók þessari er sá, að gefa sveitakonum kost á íslenzkri matreiðslu- bók, því alt of fáar slíkar bælcur eru prentaðar á vora tungu. ... Jeg sendi hana [bókina] frá mjer með hlýjum hug til þeirra, sem hún er ætluð, og vona, að henni verði vel tekið og hún mætti verða þeim að sem bestum notum, um leið og jeg bið velvirðingar á því, sem ábótavant er.34 Þess eru ýmis dæmi á tímabilinu, að bókum sé í senn ætlað að vera kennslubækur og fræðslurit fyrir almenning. Að þessu leyti hafði orðið breyting á síðan á upplýsingar- öld vegna tilkomu skóla af ýmsu tagi. Hér er um að ræða rit af nýrri tegund, sem bygg- ist þó að hluta til á fræðsluritahefð upplýs- ingarinnar. í formálum nokkurra rita er tví- þættum tilgangi slíkrar útgáfu lýst. Formáli Einars Helgasonar að bókinni Bjarkir. Leið- arvísir í trjárækt og blómrækt er gott dæmi um þetta. Þar segir m.a. svo: Eg réðst í að skrifa þessa bók með þeim huga, að hún gæti orðið til leiðbeiningar þeim, sem fást við að prýða í kringum heimili sín með ræktun trjátegunda og blómjurta. Vænti eg þess, að hún geti orðið þar að góðu liði, bæði fyrir allan al- menning og fyrir skólana. Hingað til munu það helzt vera búnaðarskólarnir eða bændasltólarnir, sem einhvern fróðleik hafa veitt í þessum efn- um. Ætti þessi bók að gera þeirn það starf léttara og stuðla til þess að auka lcensluna. Eklci mundi af því veita, að kvennaskólar og ungmennaskólar sintu skrúðjurtarælctinni meira hér eftir en þeir hafa gert hingað til. Þar gætu þeir helgað krafta sína þörfu málefni í viðbót við þau, sem fyrir eru.35 Áhugavert er að bera saman útgáfu fræðslu- efnis, sem ætlað var almenningi, á íslandi við það, sem gerðist í Danmörku36 og Nor- egi.37 Á því tímabili, sem hér er tekið til meðferðar, leituðu íslendingar talsvert fyrir- mynda í alþýðlegum fræðsluritum, sem gef- 33 Páll Jónsson (Árdal). Ágrip af náttúrusögu handa al- þýðu, bls. i-ii. 34 I’óra Þ. Gronfeldt. Stutt matreiðslubók fyrir sveita- heimili, bls. 3. 35 Einar Helgason. Bjarkir, bls. iii. 36 Sjá m.a. um óformlega alþýðumenntun og útgáfu fræðslurita sérstaklega í Danmörku á þessu tíma- bili: Th. Dossing: Folkebibliotekerne og Folkets Læsning; Ove Korsgaard. Kampen om lyset. 37 Sjá m.a. um óformlega alþýðumenntun og útgáfu fræðslurita sérstaklega í Noregi á þessu tímabili: Folkelig kulturarbeid; Jostein Nerbovik. Norsk his- torie 1860-1914, bls. 49-66; Oystein Sorensen. Kampen om Norges sjel, bls. 267-71. 126
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.