Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 7

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Blaðsíða 7
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 119 Þróun „medical sociologi” félagsfræði heilsunnar er tengd sögulegri þróun læknavísindanna, sem má skipta í 3 megin tímabil: 1. Fyrir uppgötvun baktería og örvera þá var félagslegt umhverfi mikilvægur þáttur í allri meðhöndlun. Menn vissu mikið um heilsu og heilbrigðisástand fólksins en lítið um eðli og orsök sjúkdómanna. 2. Uppgötvun baktería og örvera og þáttur þeirra í sjúk- dómum. Nú beindist meðhöndlunin að sjúkdómnum ekki sjúklingnum, og menn fengu þá trú að unnt væri að útrýma öllum sjúkdómum. 3. Félagslækningatímabil. Komið hefur í ljós að ekki er hægt að rekja alla sjúkdóma til baktería og örvera og ekki eru líkur á að unnt verði að útrýma sjúkdómum. Tekist hefur að vinna á flestum bráðum sjúkdómum en hinsveg- ar hafa króniskir sjúkdómar aukist mjög á síðustu árum, þeir orsakast ekki afbakteríum,en hið félagslega umhverfi er þar stór þáttur. Aukning þeirra stafar m.a. af breyttum lifnaðarháttum og aldursskiptingu í hinum vestrænu þjóðfélögum, gamalt fólk lifir lengur í dag og færri fæðast. Rannsóknir sýna að ungt fólk fær fremur bráða sjúkdóma, en gamalt fólk króniska. Þeir sem komnir eru yfir 40 ára aldur hafa flestir einhvern króniskan sjúkdóm. II Faraldursfræði Rannsóknir í faraldursfræði (epidemologi) hafa leitt í ljós að króniskir sjúkdómar hafa engu að síður félagslega orsök en líffræðilega. Öfugt við bráða sjúkdóma þá hefur orðið lítil framför í meðhöndlun þeirra. Það er því mjög mikilvægt að leggja áherslu á rannsóknir á hinu félagslega umhverfi. I slíkum rannsóknum hefur m.a. komið fram að félagslegt misræmi hefur áhrif á geðheilsu og að tengsl eru á milli lífsstíls og félagslegra viðhorfa annars- vegar og krabbameins, hjartasjúkdóma og fl. hinsvegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.