Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Qupperneq 8
120
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
Faraldursfræði athugar dauðahlutfall og tíðni sjúkdóma.
Talað er um „algengi” sjúkdóma eða hve mörg sjúkdómstil-
felli eru til á vissum stað og tíma og „nýgengi”, hve mörg ný
tilfelli koma upp á ákveðnu tímabili.
Það er nauðsynlegt að fylgjast með því hvernig sjúkdómar
dreifast eftir búsetu, aldri, kyni, þjóðfélagsstöðu og fl. innan
hvers þjóðfélags og gera sér grein fyrir að dreifingin er ekki
tilviljunum háð.
Klassiskar rannsóknir á dauðahlutfalli fjalla um ung-
bamadauða. Dauðahlutfall er mjög hátt fyrstu ár ævinnar
en lækkar síðan fram til fertugs að það hækkar aftur. ,Árið
1961 var fjöldi ungbarna í Svíþjóð sem dóu fyrir eins árs
aldur 15,8% af 1000 fæddum.
Ungbarnadauði er breytilegur eftir aldri, kyni, stöðu og
búsetu, hærri hjá strákum en stelpum. Árið 1967 í Banda-
ríkjunum þá dreifðist dauði 79.028 barna sem dóu á fyrsta
árinu þannig: 43% dóu fyrsta sólarhringinn, 24% á 1.— 7.
degi, 7% á næstu 3 vikum, 20% á 2.—6. mánuði og aðeins 6%
á seinni 6 mán. 1. árs. Rannsóknir í Bandaríkjunum og
Skotlandi hafa sýnt að lágar tekjur foreldra og lítil menntun
er tengt háum ungbamadauða.
Mjög afgerandi þættir í lífslíkum bams er aldur móður-
innar og þyngd þess við fæðingu. Ónóg fæða móðurinnar er
tengd lágri fæðingarvikt. I fjölda vestrænna landa hefur það
sýnt sig að aldur við fæðingu fyrsta barns er tengdur stöðu
móðurinnar, því hærri stöðu og meiri menntun sem hún
hefur, því eldri er hún sem frumbyrja, en æskilegasti aldur
bamshafandi konu er (18) 20—34 ára. Staða og menntun
hefur einnig áhrif á fæði móðurinnar.
III
„Social Ethiologi”
„Ethiologi” fjallar um orsðk sjúkdóma og „social ethio-
logi” um félagslega orsök sjúkdóma. Oft eru félagslegir
þættir jafn mikilvægir í sjúkdómsorsökinni og líkamlegir
þættir.