Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Page 23

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Page 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 135 líta á eða mæla hvert eitt efni mjólkurinnar fyrir sig og ætla að draga af því einhverjar ályktanir. Mjólkin er mjög flókið biokemiskt kerfi, þar sem hin ýmsu efni verka hvert með öðru (interaction). T.d. er þrisvar til fjórum sinnum meira kalk í kúamjólk en í brjóstamjólk, en þrátt fyrir það sér maður aldrei hypocalcemiu hjá brjóstamjólkurbörnum vegna þess, að önnur efni til staðar í mjólkinni auðvelda frásog (absorption) kalksins. Sem annað dæmi má nefna járnið. Kúamjólk og brjóstamjólk innihalda mjög svipað járnmagn, en járnskortsblóðleysi, sem er svo algengt hjá pelabörnum þekkist varla hjá brjóstmylkingum. Aðeins 10—20% af járni frá kúamjólk nýtist börnunum, en aftur á móti absorberast allt að 50% brjóstamjólkurjárnsins. Fyrir utan þetta eru verulegar einstaklingsbundnar sveiflur á magni og innihaidi brjóstamjólkur, auk þess sem hún breytist frá einni viku til annarrar og jafnvel frá degi til dags. Sérstaklega eru breytingarnar áberandi m.t.t. fituinni- halds, sem er meira á morgnana en á kvöldin og eftir því sem tæmist úr brjóstinu í hvert mál, þá eykst fituinnihaldið. Við þetta breytist bragðið og að áliti sumra fær barnið þannig merki um að nú sé nóg komið og mál að hætta. Barn sem drekkur úr pela fær nákvæmlega útreiknað magn í hvert sinn, hvort sem því líkar betur eða verr. Verður þar enginn náttúrulegur ventill að störfum og er ofeldi og offita mun algengari meðal pelabarna. Ef barni er gefið að vild að drekka úr pela brjóstamjólk frá brjóstamjólkurbanka, getur mánaðargamalt barn þannig torgað allt að 800 ml. og 6 mánaða gamalt allt að 1000 ml. á dag, en athuganir hafa sýnt, að 600—700 ml. af brjóstamjólk á dag nægi börnum á þessum aldri til að dafna og þroskast eðlilega. Heilbrigð móðir, sem fær eðlilega næringu og hefur næga mjólk, á ekki að þurfa að bæta neinu við næringu barnsins fyrstu 4 og jafnvel ekki fyrstu 6 mánuðina, nema D-vítamíni og ef til vill C-vítamíni og fluor. Vandamálin koma ekki í ljós fyrr en gefa þarf barninu eitthvað annað en brjóstamjólk, hvort sem það er hin hefðbundna kúamjólkurblanda eða nýtískulegri aðferðin með þurrmjólk.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.