Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Page 38

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Page 38
150 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ h AGE (dcys) Mynd 3. þeir allir að verki. Mismunagreining er sjaldan vandamál í sambandi við nýburagulu. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Sé gula sýnileg (bilirubin 7,0 mg%, eða meira) innan 36 klst. bendir það til aukinnar myndunar á bilirubini, sem oftast er afleiðing hemolysu þ.e. ABO misræmis eða sjaldnar RH-misræmis. Fari bilirubin koncentration fram úr 12 mg% getur oft verið um hemolysu að ræða s.s. af völdum ABO misræmis. Aukin enterohepativ hringrás er einnig algeng ástæða, þetta er einkum áberandi hjá þeim börnum sem ekki losna við meconium hægðir á fyrstu 12 klst eftir fæðingu. Sé gula sjáanleg á 8.-9. degi er oftast um truflun á útskilnaði í lifur að ræða. Þetta vandamál sést oftast hjá börnum sem eru á brjósti. Talið er, að hormone (pregnane 3 d, 2Bdiol) og/eða fitusýrur í brjóstamjólk hafi áhrif á conjugations hæfni lifrar. Sé grunur um slíkt, er oftast nægjanlegt að hætta brjóstagjöf í 24 klst. Falli bilirubin hratt er bæði um að ræða meðferð og greiningu. Hypothyro- idismus er ein orsök langvarandi gulu og því nauðsynlegt að hafa það í huga. Ekki mun farið frekar í mismunagreiningu nýburagulu, en látið nægja að vísa til töflu 1.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.