Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Side 39

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Side 39
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 151 Albumen binding bilirubins í serum er bilirubin bundið albumen. Bilirubin bundið albumeni kemst ekki inn í taugafrumur, hins vegar ef frítt bilirubin er til staðar, getur það komist inn í taugafrumur og valdið skemmdum. I þessu sambandi er- rétt að vekja athygli á því að það er ekki absolute gildi bilirubins í serum, sem segir okkur til um hvort hætta sé á miðtaugakerfisskemmd- um eða ekki, heldur er það bindigeta albumens og þá um leið hvort frítt bilirubin er til staðar. Albumen hefur tvenns konar bindistöðvar fyrir bilirubin. Primer bindistöðvar ein á hverju mólekúli, þar sem bili- rubin er fast bundið. Og sekunder bindistöðvar, þar sem bilirubin er laust bundið. Þær eru margar á hverju mólekúli. Lyf svo sem sulfa og salicylöt hafa áhrif á bilirubinbind- ingu svo og fríar fitursýrur, hemamatin o.fl. Eftir þvf sem meira af bilirubini er bundið við sekunder bindistöðvar því meiri hætta á fríu bilirubini í serum. Rannsóknir Fari bilirubin magn í serum fram úr 12 mg% er af flestum talið nauðsynlegt að framkvæma vissar rannsóknir til að komast að raun um hvort um sé að ræða einungis nýbura- gulu eða hvort um er að ræða eitthvað annað vandamál sem gæti orsakað gulu. Eftirfarandi listi gefur hugmynd um helstu nauðsynlegar rannsóknir, en er alls ekki tæmandi. 1. Blóðstatus. Hgb. Hct., — blóðmynd, hvít blóðkomataln- ing. Differential talning hvítra blóðkoma. 2. Bilirubin. Direct — indirect. 3. Blóðflokkun. Móðir — barn. 4. Coombs próf. Direct — indirect. 5. Ser protein. Bindigetu albumens er hægt að mæla á sérhæfðum rannsóknarstofum. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að slíkar mælingar verði framkvæmdar á almennum rannsóknarstofum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.