Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Side 43

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Side 43
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 155 Klinisk greining meðfœddra hjartagalla Ólafur Stephensen Hjartagallar eru algengastir allra meiriháttar meðfæddra galla. Tíðni þeirra hefur verið könnuð víða um heim, og niðurstöður hafa hvarvetna verið mjög svipaðar. Það hefur komið í Ijós, að 1% lifandi fasddra barna hefur einhvers konar hjartagalla. Tíðni þessara galla hefur ekki verið athuguð hér á landi, en það er ekki ástæða til að ætla að hún sé að neinu verulegu leyti frábrugðin því, sem lýst er í nágrannalöndum okkar. Ef tíðni er sú sama hér á landi og annars staðar, má búast við því að árlega fæðist hér á landi 30—40 böm með slíka galla. Þegar tíðni meðfasddra hjarta- galla er könnuð, eru allir hjartagallar meðtaldir, allt frá alvarlegum meiriháttar göllum, sem valda miklum sjúk- dómseinkennum strax eftir fæðingu til lítilfjörlegra hjarta- galla, sem kannski uppgötvast fyrir hreina tilviljun síðar á lífsleiðinni og hafa hvorki áhrif á heilsufar né lífslengd einstaklingsins. Hér eru þannig flokkaðir saman afar mis- munandi einstaklingar með mjög mismikla skerðingu á hjartastarfsemi. Sennilega er ekki fjarri lagi að ætla að um það bil V* þessara bama hafi hjartagalla, sem er það alvarlegur, að ekki er unnt að bæta hann með aðgerð og bamið deyr að lokum af hans völdum. Um það bil helmingur mun einhvem tíma á ævinni gangast undir hjartaaðgerð og um það bil lA verður alla tíð einkennalaus og mun aldrei þarfnast neinnar meðferðar. Um helmingur þeirra bama sem deyja af völdum meðfasddra hjartagalla gera það á fyrstu viku ævinnar og langflest deyja á fyrstu 4 vikunum.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.