Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 45
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
157
EINKENNI
Það er einkum þrennt, sem gefur til kynna að
ungbarn hafi meðfceddan hjartagalla:
1. Blámi (cyanosis).
2. Einkenni um hjartabilun.
3. Óeðlileg hjartahlustun.
Blámi
Blámi er alvarlegt einkenni hjá ungbömum og krefst
umsvifalausrar athugunar. Oft getur verið erfitt að meta
litarhátt ungbama. Ýmsir þættir umhverfisins geta haft
áhrif á þetta mat, t.d. litir og lýsing. Best er að gera sér grein
fyrir litarhætti bamsins í dágsljósi og/eða hvítmáluðu her-
bergi.
Orsakir bláma hjá nýfæddum börnum geta verið margvís-
legar. Blámi getur verið þáttur eðlilegrar aðlögunar barnsins
fyrst eftir fæðinguna og er þá einkum bundinn við útlimi.
Blámi á vörum, tungu og munnslímhúð bendir til skertrar
súrefnismettunar slagæðablóðs. Algengustu orsakir em: sjúk-
dómar í lungum, hjarta- eða miðtaugakerfi. Mikilvasgt er að
reyna að gera sér grein fyrir hvað um er að ræða hverju
sinni. Ef barnið hefur lungnasjúkdóm er öndun gjarnan
stynjandi og hröð og útöndun lengd. Stafi bláminn af
truflun á starfsemi miðtaugakerfis, liggja gjaman fyrir
upplýsingar um óregluleg fósturhljóð eða erfiða fæðingu.
Öndun slíkra barna er oft óregluleg eða periodisk.
Börn með cyanotiska hjartagalla anda oft eðlilega í fyrstu,
en þeim getur versnað mjög skyndilega með aukinni öndun-
artíðni og öndunarörðugleikum. Þegar reynt er að gera sér
grein fyrir orsök bláma hjá ungbarni getur súrefnisgjöf gefið
mikilvægar upplýsingar. Sú meginregla gildir, að böm með
cyanotiska hjartagalla fá ekki betri litarhátt við súrefnisgjöf.
Hins vegar er unnt að bæta litarhátt bama með sjúkdóma í
lungum og miðtaugakerfi með súrefnisgjöf.
Ástand barna með cyanotiska hjartagalla getur verið
lífshættulegt og tekið snöggum breytingum til hins verra.
Mörgum þessara barna er unnt að bjarga, ef hjartarannsókn
og viðeigandi aðgerðum er beitt án tafar.