Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 47

Ljósmæðrablaðið - 31.12.1979, Síða 47
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 159 Flest börn með alvarlega hjartagalla komast fljótlega undir læknishendur. Segja má, að örlög þeirra flestra ráðist á fyrsta árinu. Á því ári gerist yfirleitt annað tveggja, að þau gangast undir árangursríka skurðaðgerð eða látat af völdum hjartagallans. En sagan er ekki þar með öll. Meðfæddir hjartagallar eru greindir fram eftir öllum aldrri og jafnvel þekkist enn, að slíkir gallar séu greindir, eftir að sjúklingur hefur náð fullorðinsaldri. Þegar fyrstu ævidögunum sleppir, verður hjartahlustunin veigamikill þáttur í almennu mati á baminu. Hver hjarta- galli hefur sín ákveðnu sérkenni, bæði hvað snertir hjarta- hlustun og rannsóknir, en ekki er tóm til að lýsa einstökum göllum og sérkennum þeirra hér og nú. Hins vegar er rétt að fara nokkrum orðum um það almennt, hvemig meta skal barn með hjartaóhljóð. Mikilvægt er, að það sé gert á réttan hátt, bæði svo að unnt sé að greina sem fyrst hjartagalla, sé hann fyrir hendi og eins ekki síður til að koma í veg fyrir, að frískt og heilbrigt bam með saklaust hjartaóhljóð verði álitið hjartveikt. Sérhvert bam með hjartaóhljóð á rétt á vandlegri líkams- skoðun, sem felur í sér m.a. þreifingu eftir æðaslætti í öllum útlimum, blóðþrýstingsmælingu og nákvæma hjarthlustun. Eftir að óhljóðið hefur verið staðsett í systolu eða diastolu og staðurinn fundinn, þar sem það heyrist hæst, er styrkleikinn ákvarðaður. (Sjá Töflu I.). Saklaust óhljóð er venjulega stutt, lágtíðnihljóð af I. eða II. gráðu. Hafa ber í huga, að afköst hjartans geta haft áhrif á styrkleika óhljóðsins. Hækkaður líkamshiti, áreynsla, blóð- leysi, kvíði og annað sem eykur hjartaafköstin getur magnað óhljóðið. Sum saklaus óhljóð hafa ákveðin sérkenni og eru auðþekkjanleg. önnur eru vafasöm. Ef kröftugri óhljóð heyrast og ef bamið virðist hafa einkenni frá hjarta, ber að athuga barnið nánar með röntgenmyndatöku af hjarta og lungum og hjartalínuriti. Böm með II.—III. gráðu óhljóð sem lítið breytast með vaxandi aldri, geta, þrátt fyrir eðlilega röntgenmynd og eðlilegt línurit haft væg loku- þrengsli eða gat í skilvegg í hjartanu og þarfnast reglubund- ins eftirlits af þeim sökum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.