Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 13

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 13
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 13 Þessi 5 helstu frávik hafa mjög misjafnlega mikla þýðingu. Þannig er acceleration meinlaus og deceleration af fyrstu typu (dipp I). Hins vegar er dipp II og það sem kallað er „loss of beat-to-beat variation”, alvarleg ábending um hættuástand og einkum þegar fleira en eitt af þessum frávikum tengjast saman (combination). Nú erum við aftur komin að þessum vanda, þegar monitorinn gefur visbendingu, en ekki örugga vitneskju um hættuástand. Þá má taka blóðdropa úr hársverði barnsins (fetal blood scalp sample), og mæla sýrustig (pH). Súrefnisvöntun á hættustigi veldur acidosis. Þetta er því mjög gagnleg viðbótar-rannsókn. Sumir höfundar ganga svo langt að segja, að monitor eigi ekki að nota nema pH mæling sé tiltæk. Nú fer vaxandi notkun á electrodum, sem mæla stöðugt pH í hársverði barnsins, en þær munu þó ennþá vera nokkuð dýrar. Hver er þá árangurinn, sem við teljum okkur hafa af þessu starfi? Hann er mældur í morbiditeti og mortaliteti, mæðra og barna. Ef einn þáttur allrar starfseminnar við mæðravernd og

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.