Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 32
32 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 17/1933 með áorðnum breytingum, skal raðað í launaflokka sbr. gr. 1.1.1.—1.1.2. í aðalkjarasamningi Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fjármálaráðherra 11. desember 1981 sem hér segir: Launaflokkur Starfsheiti 12 Ljósmóðir á fæðingardeild. Ljósmóðir, sem skipuð er í umdæmi samkvæmt ljósmæðralögum. 13 Heilsugæsluljósmóðir. 14 Deildarljósmóðir. 15 Ljósmóðir með hjúkrunarmenntun. 16 Aðstoðardeildarljósmóðir með hjúkrunarmenntun. Lj ósmæðrakennari. 17 Deildarljósmóðir með hjúkrunarmenntun. Aðstoðaryfirljósmóðir. Ljósmæðrakennari með sérleyfi í kennslugrein. 19 Yfirljósmóðir á fæðingardeild. 1.2. Ljósmóðir í 12., 13. og 14. launaflokki, aðstoðaryfirljósmóðir í 17. launaflokki og yfirljósmóðir í 19. launaflokki hækki um einn launaflokk eftir 4 ár í starfi hjá ríkinu eða stofnunum þess við ljós- móðurstörf. 1.3. Deildarljósmóðir með hjúkrunarmenntun hækki um einn launa- flokk eftir 5 ár í því starfi. 1.4. Ljósmóðir með hjúkrunarmenntun hækki um einn launaflokk eftir 6 ár í því starfi. 2. Vinnufatnaður. 2.1. Ljósmæður, sem starfa á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum, eiga rétt á nauðsynlegum vinnufötum og vinnufataþvotti sér að kostnaðarlausu eins og verið hefur. 3. Gildistími. 3.1. Samningur þessi gildir frá 1. janúar 1982 og fer um gildistíma hans og uppsögn skv. lögum nr. 29/1976.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.