Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 15

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 15
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 15 GUÐMUNDUR STEINSSON, læknir Kvennadeild Landspítalans MEÐGÖNGURIT GRAVIDOGRAM Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu um mæðraeftirlit og nýbura- þjónustu í maí ’82 Eitt mikilvægasta verkefni í mæðraskoðun er að fylgjast með fósturvexti og finna tímanlega þær konur, þar sem truflun hefur orðið á vexti fósturs og vaxtarhraðinn annað hvort aukist eða minnkað. Erfiðleikar við að finna þessar breytingar lýsa sér best í því, að um helmingur þeirra kvenna, sem fæða léttbura eru frísk- ar og ekkert það kemur fram í sögu þeirra sem getur skýrt orsakir til þessa. Hinn helmingurinn finnst hjá svokölluðum áhættuhóp- um, þar sem fram koma, í sjúkdóms-, heilsufars- eða fyrri fæðingarsögu, atriði, sem vitað er um að geti aukið tíðni léttbura- fæðinga. Til að komast fram hjá þessum veikleika í mæðra- skoðun hefur gravidogramið komið fram á síðari árum, þar sem ákveðnir þættir við mæðraskoðun eru settir upp í línurit og töfl- ur. Helstu þættir gravidogramsins eru mælingar á legbotnshæð, ummmáli kviðar og þyngdaraukningu og koma þeir fram í þessu gravidogrami sem sýnt er, en það er hluti af því gravidogrami, sem notað er við mæðraskoðanir i Sviþjóð. Nú má spyrja, hvort ekki sé nægilegt, það sem gert er við hefð- bundnar mæðraskoðanir, að þreifa eða mæla legbotnshæð, mæla ummál og vigta konuna. Því er til að svara, að með því að færa þessar tölur inn á slík rit, þá eykur það athyglina á þessum þáttum mæðraskoðunar, og það er staðreynd að breytingar á vaxtarhraða fósturs finnast 3—4 vikum fyrr með þessari aðferð en með fyrri aðferðum.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.