Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 33

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 33
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 33 Félagsfundur síðan haldinn 6. apríl ’82, um úrskurð Kjara- nefndar. Á fundinum kom fram mikil óánægja með úrskurð Kjaranefndar og telja ljósmæður að ekki hafi verið komið nægjanlega á móts við þær um launaflokkshækkanir og einnig um örari launaflokkatilfærslur vegna starfsaldurs. Til áréttingar máli sínu ákváðu ljósmæður á þessum fundi að undirbúa fjöldauppsagnir, og var það samþykkt nær einróma að sýna fram á, að ljósmæður láta ekki ganga á rétt sinn lengur. 20. apríl ’82 sögðu nær allar ljósmæður við Kvennadeild Landsspítalans upp störfum vegna öánægju um launakjör sín. 2. júlí ’82 var samninganefnd Ljósmæðrafélags ísl. boðuð á fund með samninganefnd ríkisins. Á þessum fundi náðist sam- komulag um nýjan sérkjarasamning með fyrirvara um endanlegan frágang og staðfesting biði, þar til næsti aðalkjarasamningur milli fjármálaráðherra og BSRB hefði verið gerður. SÉRKJARASAMNINGUR Ljósmæðrafélags íslands og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs frá 1. ágúst 1982 1. Röðun í launaflokka. 1.1. Störfum ljósmæðra, sem vinna hjá ríkinu og stofnunum þess, og þeirra, sem skipaðar eru í umdæmi skv. ljósmæðralögum nr. 17/1933 með áorðnum breytingum, skal raðað í launaflokka sem her segir: Launaflokkur Starfsheiti 13 Ljósmóðir á fæðingardeild Ljósmóðir, sem skipuð er í umdæmi samkvæmt ljósmæðralögum 14 Heilsugæsluljósmóðir 16 Deildarljósmóðir á fæðingargangi 17 Ljósmæðrakennari 18 Ljósmæðrakennari með sérleyfi í kennslugrein 19 Aðstoðaryfirljósmóðir 20 Yfirljósmóðir á fæðingardeild

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.