Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 21

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 21
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 21 Fleiri orsakir geta legið að auknum hraða á vexti fósturs, en mikilvægastar eru samt þær, þar sem sykursýki liggur að baki og nauðsynlegt er að finna tímanlega þá sjúklinga, svo hægt sé að veita nægilega meðhöndlun í tima. Almennt er hægt að finna þessi fóstur frá 28. til 30. viku og oft fleiri vikum fyrr. Ef leg- botnsmælingin er há er konan send í sonarskoðun til að útiloka tvíbura, polyhydramnion og jafnvel fósturvanskapnað. í sam- bandi við tvíbura er hægt að greina 86% tilfella með gravidogrami þegar í 20. viku meðgöngu. Fósturþyngd er hægt að meta með fleiri aðferðum. Öruggast er það gert með sonarskoðun, en með gravidogrami næst samt sæmi- legur árangur og frávik eru um ± 250 gr frá réttri fósturþyngd. Ef mæling á hæð legbotns sýnir, að dregið hefur úr vaxtarhraða fósturs, er hægt að fá fram tvenns konar kurvu. Ef eitthvað hefur komið fyrir fóstrið í 10.—18. viku meðgöngu, eins og til dæmis sýkingar og súrefnisskortur er hægt að fá kurvu, sem er symmetrisk við normal kurvu, sýnir stöðugan vöxt, en lægri en við eðlilega meðgöngu. Þegar skaði verður á fóstri seinni hluta meðgöngu, verður kurvan asymmetrisk, — er eðlileg fram að þeim tíma, en byrjar síðan að lækka. Mæling legbotnshæðar í II trimestri, sem sýnir lágt gildi, >4 cm undir meðalgildi fyrir með-

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.