Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 14

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 14
14 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ fæðingarhjálp er tekinn sér og reynt að meta gildi hans, getur það reynst erfitt. Þannig er um FHR-monitor. Það eru ekki mörg ár síðan amerískur höfundur hélt því fram, að gildi monitorsins væri ekki mikið umfram góða yfirsetu með gamla laginu. Sú skoðun er þó ekki almenn meðal þeirra sem um þetta fjalla. En þegar á heildina er litið, sérhæfða mæðraskoðun, meðferð sjúkra á meðgöngudeildum, gjörgæslufæðingar og vökudeildir nýbura, held ég að engum blandist hugur um árangurinn. Við höfum horfið frá náttúrlegri fæðingu til nútímafæðingar eða gjörgæslufæðingar. Náttúrleg fæðing er hættuleg fæðing. Náttúran vill fyrst og fremst tryggja viðhald tegundarinnar og gerir það með nægri viðkomu, nægri frjósemi. Hins vegar horfir hún ekki í að fórna einstaklingum við æxlunina, bæði börnum og mæðrum. Grindarþrengsl tilheyra náttúrlegri fæðingu, þá getur barnið ekki fæðst. Fyrirsæt fylgja er annað dæmi um hrákasmíð náttúrunnar — þá fæðist fylgjan á undan barninu með gífurlegri blæðingu. Afskipti okkar af náttúrlegum fæðingum eru eingöngu til þess ætluð að forðast slys á einstaklingum. Auðvitað leiða þessi afskipti oft til ónauðsynlegra óþæginda og aðgerða, í þeim fæðingum, sem eftir á sýna sig að vera eðlilegar. En við höfum engin önnur ráð betri en að vaka náið yfir öllum fæðingum og að sínu leyti öllum meðgöngum líka. Verði slakað á í þessum efnum, má búast við að slysatilfellum fjölgi á ný.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.