Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 23
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 23 b) mismunagreiningu verur að gera milli barna sem eru „large for date”, polyhydramnios og tvíbura; c) ef „large for date barn” finnst, verður að rannsaka sykur- sýki í ætt eða hvort barnið er vanskapað; d) í öllum tilfellum þar sem legbotnshæð mælist of mikil, er hætta á: 1 ) að vatnið fari of snemma; 2) placenta insufficiens eftir 38. viku; 3) ef um acut polyhydramnios er að ræða, þá er hætta á acut foetal distress. III Ef legbotnshæð mælist >3 cm undir meðalgildi, staðnar eða minnkar: a) lág legbotnshæð snemma í meðgöngu vekur sterkan grun um óörugga meðgöngulengd; b) ef meðgöngulengdin er örugg og legbotnshæð mælist >4 cm undir meðalgildi fyrir 24. viku, vekur það grun um vanskapnað hjá fóstri; c) lág legbotnshæð gefur til kynna léttbura löngu áur en hormónapróf breytast; d) stöðnuð eða minnkandi legbotsnhæð eftir 36. viku, ef höfuð hefur ekki gengið niður í grind, vekur grun um foetal distress eða intrauterin dauða. Að lokum: Af þeim mælingum sem gerðar eru, þ.e. á þyngd, ummáli kviðar og legbotnshæð, er legbotnshæðin besti mælikvarðinn á fósturvöxt. Mæling á legbotnshæð er einföld og örugg aðferð til að finna áhættuhópa. Það má segja að gravidogramið, sem kemur fram á svipuðum tíma og sonarinn hafi lent í skugga hans. En ég held að það sé samdóma álit þeirra, sem hafa kynnt sér þessi mál, að gravidogramið kemur ekki í stað sonars og sonar ekki í stað gravidograms, heldur eru þetta tveir þættir mæðraskoðunar, sem styðja hvorn annan og stuðla að auknu öryggi mæðravernd- ar.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.