Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 35

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 35
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 35 BÓKUN með sérkjarasamningi Ljósmæðrafélags íslands og fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs 1. ágúst 1982 Verði félagi í Ljósmæðrafélagi íslands ráðinn í stöðu deildarstjóra á sængurkvennadeildum, skulu aðilar taka upp viðræður um röðun þess starfsheitis í launaflokk. Munnlegt samkomulag var gert um, að ef ljósmæður með hjúkrunarmenntun gerðust fullgildir félagar í LMFÍ tækju aðilar upp viðræður um röðun þeirra i launaflokka. Félagsfundur var haldinn þ. 5. júlí ’82 um nýjan sérkjarasamn- ing. Formaður kjaranefndar Gróa Margrét Jónsdóttir kynnti samninginn. Urðu nokkrar umræður. Tekið skal fram að ljósmæður voru ekki alfarið ánægðar með samninginn, sérstaklega launaflokkaskrið, en með tilliti til áfram- haldandi viðræðna að loknum aðalkjarasamningi BSRB og lof- orði um ívilnanir í sambandi við launaflokka skrið var samningur- inn borinn undir atkvæði. Var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæð- um gegn 3 mótatkvæðum. í lok nóvember ’82 hófust viðræður með fulltrúum ríkisins og samninganefnd LMFÍ um endanlegan frágang sérkjarasamnings. Ljósmæður Iögðu aðaláherslu á 6 ára starfsaldurshækkanir fyrir öll starfsheiti innan félagsins. Komu þessar kröfur fremur illa við samninganefnd ríkisins og virtust helstu mótrök þeirra vera, að Hjúkrunarfél. íslands hefði þetta ákvæði ekki inni í samningum og því ættu ljósmæður engan rétt á þessu. Á endanum náðist samkomulag um eftirfarandi sérkjarasamn- ing, sem var afturvirkur til 1. ágúst ’82. Sérkjarasamningur var undirritaður þann 9. 12. ’82.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.