Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 18
18
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ
fóstrið hefur. Við fulla meðgöngu svarar fóstrið til um 25%
þyngdaraukningarinnar og legið með innihaldi um 50%. Við það
bætist, að ef bjúgur er hjá móður þá minnkar enn hluti fóstursins
í þyngdaraukningunni, og geta má þess, að um 80% kvenna
kemur til með að fá bjúg á meðgöngu. Þessir erfiðleikar aukast
enn, ef konan er of þung miðað við hæð, þegar hún verður þung-
uð. Hjá þessum konum verður oft óveruleg þyngdaraukning og
ekki sjaldan léttast þær.
Ummál kviðar er mælt í naflaplani, eftir útöndun og málbandið
er dregið þétt að kviðnum, þannig að eins lítið mál fæst og hægt
er, og er lægsta gildið skráð. Ef sama persónan mælir þá er feill
milli einstakra mælinga ± 1 cm, ef fleiri mæla þá er feillinn ± 2
cm. Mismunur er hér meiri en við þyngdina, og liggur þetta senni-
lega í því að ummál kviðar er breytilegt og fer eftir þyngdaraukn-
ingunni og sennilega eftir aukningu á ummáli legsins.
Mæling á legbotnshæð eða symphysis fundus mæling, er gerð á
konunni með tæmda blöðru og beina fætur. Mælt er frá lífbeini
upp á miðjan legbotn. Þegar ekki er hægt að ákvarða fósturlegu,
er mælt eftir lengdarási legsins, en þegar hægt er að ákveða legu
fósturs, er lengdarás fósturs mældur. Segja má að þetta sé örugg
mæling hjá öllum konum. Helstu skekkjur sem gerðar eru, er að
mæla eftir lengdarási móður og skekkja getur orðið hjá feitum
konum, þar sem erfitt er að þreifa út legbotn og hjá lágvöxnum
konum þar sem legið verður mjög framstætt og er þá hætt við að
mælingin verði hærri þar sem legbotnsmiðjan er ekki rétt dæmd.
Ef sami einstaklingur mælir er feill milli mælinga ± 0,5 cm, en ef
ólíkir aðilar mæla er feillinn ± 1,5 cm. Ef mælingar eru gerðar
samviskusamlega, eiga allar vaxtarbreytingar hjá fóstrinu að
koma í ljós. Af þessum þrem mælingum sem gerðar eru, er
mæling legbotnshæðar best til þess að fylgjast með vexti fósturs.
Ef fósturvöxtur liggur milli eðlilegra marka, er lítil hætta á
skekkju í útreikningi meðgöngulengdar. Intrauterin fósturdauði
er sjaldgæfur af öðrum orsökum en fylgjulosi, naflastrengsfram-
falli, slysum og alvarlegir vanskapnaðir hjá fóstri eru sjaldgæfir.