Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 11

Ljósmæðrablaðið - 01.04.1983, Blaðsíða 11
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 11 Víkjum nú lítið eitt nánar að þessu tæki, sem á útlensku heitir „Fetal heart rate monitor”. Sambyggður við hann er yfirleitt hríðarmælir, „tocometer”, og mælingin kallast þá cardio-toco- metria. Fyrst er rétt að gera sér grein fyrir því, hvers vegna lögð er höfuðáhersla á að fylgjast með hjartslætti fósturs i fæðingu. Við vitum að fæðingin er fóstrinu hættuleg og ein meginhættan, og sú bráðasta, er súrefnisskortur. Sé hann algjör, má hann ekki standa nema fáeinar mínútur þá verða varanlegar heilaskemmdir og köfnunardauði (asphyxia). Af þessu sést að heili og hjarta eru við- kvæmust fyrir súrefnisskorti. Vöntunin kemur strax fram i breytt- um hjartslætti. En breytingar á hjartslætti fósturs stafa ekki alltaf af súrefnisvöntun. Fleira kemur þar til greina, líkamshiti móður og púls, blóðþrýstingur og lyf gefin henni. Allt getur þetta haft áhrif á hjartslátt fósturs. Auk þess er ekki alveg gefið að hjart- sláttarbreytingar, sem verða vegna vægrar súrefnisvöntunar, boði hættuástand. En nóg um þetta að sinni, meginatriðið er ljóst, bráðasta hættan i fæðingu er súrefnisskortur, hann kemur fram í breyttum hjartslætti. Tæknilega er unnt að fylgjast með honum, bæði í hríðum og milli þeirra. En hvernig vinnur þá tækið? Hjartsláttinn má nema á 3 vegu. í fyrsta lagi með því að leggja microfon á kvið konunnar. Hann nemur hljóðbylgjur eins og eyrað. í öðru lagi með ultrahljóð- bylgjum, sem sendar eru niður að hjarta fóstursins, endurkastast þaðan aftur til tækisins og gefa um leið hjartsláttinn. Loks má nefna rafstraum frá hjarta barnsins, þ.e. hjarta-rafrit. Þá þarf að tengja rafleiðslu beint í barnið, þ.e. í kollinn. Venjan er að nota fyrst ultrasound, í byrjun fæðingar, en strax og vatnið er farið er leiðsla sett á kollinn og beint rafrit tekið. Þá er næst að líta á hvað út úr þessu tæki kemur.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.