Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 3

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 3
LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ 39 Um nám í Ljósmæðraskóla íslands F.ftir Evu S. Einarsdóttur ljósmæðrakennara Ritstjórn ljósmæðrablaðsins hefur farið þess á leit við mig að segja frá námi ljósmæðranema í Ljósmæðraskóla íslands. Nám ljósmæðranema hefur aukist mjög á undanförnum árum. Frá og með haustinu 1982 hefur skólinn eingöngu tekið inn hjúkrunarfræðinga og er það í samræmi við undirstöðumenntun ljósmæðra í flestum Evrópulöndum í dag. Námstími er 2 skólaár þ. e. 2 vetur, byrjar 1. september og stendur til loka maí, samtals 18 mánaða nám. Námið hefur verið sett upp í námskeiðaform, þ. e. bóklegt og verklegt til skiptis. Yfir námstímann er bóklegt nám í 26 vikur og verklegt nám í 52 vikur. Bóklegar námsgreinar eru: Fæðingafræði Eftirlit barnshafandi kvenna — klínisk skoðun Fæðingahjálp Fæðingahjúkrun Svæfingar og deyfingar við fæðingar Umönnun ungbarna Ungbarna- og smábarnaeftirlit Sónarskoðun barnshafandi kvenna Lyfjafræði Hormónafræði Félagsráðgjöf Foreldrafræðsla og slökunaræfingar fyrir barns- hafandi konur Nýburafræði Lífeðlisfræði Líffærafræði Fósturfræði Erfðafræði

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.