Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 22

Ljósmæðrablaðið - 01.12.1985, Blaðsíða 22
58 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ Starfsskýrsla Norðurlandsdeildar Frá júní 1984—1985 í Norðurlandsdeild LMFÍ voru haldnir tveir fundir á árinu. Aðalfundur félagsins var haldinn 7. júní hjá Ingu Magnúsdóttur ljósmóður. 15 ljósmæður mættu. 1 nýr meðlimur gekk í félagið, Sumarlína Pétursdóttir ljósmóðir Akureyri. Venjuleg aðalfundarstörf voru framkvæmd á þessum fundi. Gjaldkeri las upp reikninga Norðurlandsdeildar. Á bankabók voru um síðustu áramót 7.717 og á verðtryggðum reikningi kr. 8.704,34. Samþykkt var að hækka félagsgjöld í 200 kr. Kjósa átti varaformann og ritara. Svana Zophoniasdóttir var endurkjörinn varaformaður. Þóra Pálsdóttir óskaði eftir að Iosna úr ritarastöðu og var Sumarlína Pétursdóttir kosin ritari. Formaður deildarinnar skýrði frá því er hún fór til Reykjavíkur og var viðstödd útkomu Stéttartals ljósmæðra. Á fundinum var samþykkt að senda stjórn LMFÍ svohljóðandi ályktun: — Aðalfundur Norðurlandsdeildar LMFÍ haldinn 7. júní 1984, harmar mjög þá stefnu sem orðið hefur í málefnum ljós- mæðra með hjúkrunarmenntun og vonar að þar geti orðið breyting á. Fundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnar LMFÍ að hún ieggi sitt að mörkum til farsællrar lausnar þessa máls. Ef LMFÍ á að vegna vel i framtíðinni er bráðnauðsynlegt að allar ljósmæður sameinist í eitt öflugt félag. Sameinaðir stöndum vér. Með bestu kveðju frá N-deild LMFÍ Seinni fundurinn var haldin 25. mars 1985 í fundarsal STAK. 14 ljósmæður mættu, og tveir gestir. Jóna Fjalldal og Dagný Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingar frá ungbarnaeftirlitinu. Kynnt voru lög og reglur LMFÍ. Nokkrar umræður skópust um þessi lög. Fundurinn lýsti stuðningi sínum við þau. Lesið var upp bréf frá Stak, þar sem kom fram beiðni um nýtt starfsmat. Formaður bar fram þá ósk um að losna úr formannsstarfi á næsta aðalfundi eftir 14 ára starf. Dræmar undirtektir voru við þessari beiðni. Ingibjörg Björnsdóttir fyrrverandi yfirljósmóðir á FSA var með fyrirlestur um brjóstagjöf, sem hún hafði þýtt. Fyrirlestur þessi var fyrst fluttur á alþjóðlegu móti ljósmæðra í Sydney í Ástralíu, síðastliðið haust.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.